Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Umboðsmaður Alþingis hefur beint fyrirspurn til dómsmálaráðuneytisins um það hvort einhverjar reglur séu til staðar um notkun svokallaðra „hrákagríma“. 19.11.2025 08:40
Merz í vandræðum með ungliðana Ungliðahreyfing Kristilegra demókrata á þýska þinginu er sögð halda stjórnarbandalaginu í gíslingu vegna fyrirhugaðra breytinga á eftirlaunakerfinu. 19.11.2025 07:52
Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Donald Trump Bandaríkjaforseti gerði lítið úr morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi þegar hann tók á móti Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu, í Hvíta húsinu í gær. 19.11.2025 06:31
Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Mislingafaraldur sem hófst í samfélagi mennóníta í Texas og dreifðist til Oklahoma og Nýju Mexíkó, hefur nú verið tengdur við hópsmit í Utah og Arizona. Mislingar hafa greinst í alls 43 ríkjum.Þrír hafa látist af völdum mislinga á árinu. 18.11.2025 08:36
Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Stjórnvöld í Úkraínu hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotur, dróna, loftvarnakerfi og annan búnað af Frökkum á næstu tíu árum. 18.11.2025 06:58
Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær áætlanir Bandaríkjastjórnar um framtíð Gasa. Tillagan var samþykkt með þrettán atkvæðum. Ekkert ríki greiddi atkvæði gegn tillögunni en Kína og Rússland sátu hjá. 18.11.2025 06:37
Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Gögn sem BBC hefur undir höndum virðast benda til þess að tveir bandarískir hermenn hafi játað að vera sekir um morð á almennum borgurum í Írak, án þess að hafa verið látnir svara til saka fyrir það. 17.11.2025 07:22
Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur breytt um kúrs og hvatt þingmenn Repúblikanaflokksins til að greiða atkvæði með birtingu allra gagna sem yfirvöld sitja á eftir rannsóknir á athafnamanninum Jeffrey Epstein. 17.11.2025 06:37
Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Stjórnarflokkarnir í Þýskalandi hafa komið sér saman um aðgerðir sem miða að því að efla herafla landsins. Allir 18 ára karlar verða nú látnir svara spurningalista um getu þeirra til að þjóna í hernum og þá verða þeir, frá árinu 2027, látnir gangast undir heilbrigðisskoðun. 14.11.2025 08:47
Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Embættismenn innan varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna eru sagðir uggandi yfir sölu F-35 herþota til Sádi Arabaíu, þar sem líkur séu á að Kínverjar gætu nýtt sér tækifærið til að komast yfir tæknina sem vélarnar byggja á. 14.11.2025 07:43