Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna „Við fögnum þessari umræðu og okkur þykir mjög vænt um að fá að taka þátt í því að móta framtíðina,“ sagði Elías Þór Þorvarðarson, sölu- og markaðsstjóri Kjöríss, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Til umræðu voru umdeildar umbúðir jólaíss Kjöríss, sem voru teiknaðar með aðstoð gervigreindar. 5.12.2025 10:25
Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er sögð hafa lagt fram tvær tillögur um hvernig Evrópuríkin gætu aðstoðað Úkraínumenn við að fjármagna baráttu sína gegn Rússum næstu tvö árin. 5.12.2025 09:11
Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Ellefu einstaklingar sem lifðu Helförina krefjast þess að Nigel Farage, leiðtogi Reform UK, segi satt og biðjist afsökunar á framgöngu sinni á skólaárum sínum. 5.12.2025 07:47
Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Þingmenn í Færeyjum hafa samþykkt að rýmka lög um þungunarrof, þannig að það verði nú heimilt fram að þrettándu viku meðgöngu. Það hefur hingað til verið bannað, nema þegar um er að ræða þungun í kjölfar nauðgunar eða sifjaspells, eða þegar líf móðurinnar eða heilbrigði fóstursins hefur verið talið í hættu. 5.12.2025 06:41
Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Vladimir Pútín Rússlandsforseti ítrekaði hótanir sínar gagnvart Úkraínu í viðtali við India Today í gær og sagði að annað hvort myndu Úkraínumenn hörfa frá Donbas eða verða hraktir þaðan með hernaðarvaldi. 5.12.2025 06:26
Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ „Inga hringdi í janúar, ég fékk bara símann frá skiptiborðinu, og hún var ekki í neinu jafnvægi; byrjaði strax að hella sér yfir mig, ákaflega reið og bókstaflega öskraði í símann að það væri búið að stela glænýjum Nike-skóm af barnabarninu.“ 4.12.2025 06:33
Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Bandaríkjastjórn hefur sett alla meðferð mála innflytjenda frá nítján ríkjum á bið, sem hefur meðal annars haft þær afleiðingar í för með sér að einstaklingar sem voru búnir að fara í gegnum ferlið og áttu aðeins eftir að fá ríkisborgararétt sinn formlega staðfestan eru nú í fullkominni óvissu um stöðu sína. 3.12.2025 08:57
Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Tveir starfsmenn forsetaembættisins hafa lokið störfum á árinu vegna yfirstandandi skipulagsbreytinga. Þá mun skrifstofustjóri embættisins láta af störfum í árslok vegna aldurs og fjármálastjórinn á næsta ári. 3.12.2025 07:29
Hefja aftur leit að MH370 Samgönguráðuneyti Malasíu hefur tilkynnt að leit muni hefjast á ný að MH370 þann 30. desember næstkomandi. MH370 er flugnúmer Boeing 777-200 þotu Malaysia Airlines sem hvarf á dularfullan hátt þann 8. mars 2014, á leið frá Kuala Lumpur til Pekíng. 3.12.2025 06:57
Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar var samþykkt í borgarstjórn í gærkvöldi. Stefnt er að rúmlega 3,4 milljarða króna rekstrarafgangi A-hluta. Þá er gert ráð fyrir að í fjárhagsáætluninni fyrir 2026 og fyrir tímabilið til 2030 séu öll markmið fjármálastefnu uppfyllt. 3.12.2025 06:32