Fréttamaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

Hallgerður Kolbrún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Föngum sleppt og við­skipta­þvingunum af­létt

Stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi hafa sleppt 123 föngum úr haldi, þar á meðal baráttukonunni Mariu Kolesnikova. Ákvörðun um frelsun fanganna var tekin eftir að Bandaríkjastjórn tilkynnti að viðskiptaþvingunum á landið yrði aflétt.

Munu reyna að fá nýju virkjunar­leyfi hnekkt

Umhverfis- og orkustofnun hefur endurútgefið virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar. Fyrra leyfi var fellt úr gildi með dómi Hæstaréttar í júlí. Formaður Náttúrugriða segir nokkuð öruggt að náttúruverndarsamtök og landeigendur reyni að fá leyfinu hnekkt. 

Vara fólk við póstum og skila­boðum frá Grundarheimilunum

Tölvuárás sem gerð var á kerfi Grundarheimilanna á miðvikudag verður kærð til lögreglu á næstu dögum. Forstjóri Grundar varar fólk við að bregðast við póstum frá heimilunum, þar sem netþrjótarnir gætu reynt að hafa samband við fólk.

Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“

Tölvuárás sem gerð var á kerfi Grundarheimilanna á miðvikudag verður kærð til lögreglu á næstu dögum. Forstjóri Grundar varar fólk við að bregðast við póstum frá heimilunum, þar sem netþrjótarnir gætu reynt að hafa samband við fólk.

Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loð­dýra­bú landsins

Tíu hafa farist í umferðinni á árinu. Aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir aukið stress í kringum jólahátíðina skila sér í glæfralegum akstri og gangandi vegfarendur noti endurskinsmerki í of litlu mæli.

Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austur­landi

Oddviti minnihlutans í Fjarðabyggð segist vel skilja gremju Austfirðinga vegna nýrrar forgangsröðunar jarðgangna í samgönguáætlun. Íbúar séu svekktir að næstu jarðgöng sem ráðist veðrur í séu ekki á Austurlandi.

„Djöfulsins, hel­vítis, and­skotans pakk“

Svo virðist sem fokið hafi í Þórunni Sveinbjarnardóttur, forseta Alþingis, á þingfundi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar stigu í stríðum straumi í ræðustól til þess að gagnrýna Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra og samgönguáætlun hans, undir liðnum fundarstjórn forseta. „Ég er komin með nóg. Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk,“ heyrðist Þórunn segja eftir að hafa gert tíu mínútna hlé á þingfundi.

„Það er verið að setja Austur­land í frost“

Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir ríkisstjórnina þyrla upp ryki með nýrri samgönguáætlun og færa fjármuni, sem Austfirðingum höfðu verið lofaðir, á önnur svæði. Verið sé að setja Austurland í frost.

Sjá meira