Slær áfram í storm á suðurströndinni Víðáttumikið lægðasvæði suður af landinu hefur viðhaldið austanáttum frá því í síðustu viku og mun halda því áfram fram yfir næstu helgi. Síðasta sólarhringinn hefur verið austanhvassviðri eða stormur með suðurströndinni og heldur það áfram í dag. 27.1.2026 07:14
Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem leið? Spreyttu þig á Fréttatíunni til þess að komast að því. Sem fyrr er aðeins montréttur að launum fyrir góða frammistöðu. 26.1.2026 13:36
Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Bjarni Benediktsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Bjarni hefur áður gegnt embætti forsætisráðherra, fjármálaráðherra og utanríkisráðherra Íslands en hann tekur við stöðunni af Sigríði Margréti Oddsdóttur. 26.1.2026 08:52
Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Pétur Sigurðsson hefur verið ráðinn forstöðumaður upplýsingatæknisviðs Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. 26.1.2026 08:22
Djúp lægð veldur stormi syðst á landinu Mjög djúp og víðáttumikil lægð langt suðvestur í hafi þokast austur landið í dag og veldur austan hvassviðri eða stormi allra syðst á landinu. Reikna má með strekkingi annars staðar á landinu. 26.1.2026 07:19
Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Francis Buchholz, fyrrverandi bassaleikari þýsku rokksveitarinnar Scorpions, er látinn, 71 árs að aldri. 23.1.2026 15:23
Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Davíð Þorláksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins ohf. úr hópi 23 umsækjenda. Hann mun hefja störf á næstu dögum. Um er að ræða nýtt félag sem tekur yfir rekstur leiðakerfis Strætó. 23.1.2026 10:00
Hrafnhildur til Pipar\TBWA Hrafnhildur Rafnsdóttir, sérfræðingur í stafrænni miðlun, hefur verið ráðin til starfa hjá FEED, samskipta- og almannatengslateymi auglýsingastofunnar Pipar\TBWA. 23.1.2026 09:41
Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Valnefnd hefur ákveðið fimmtán tilnefningar til UT-verðlauna Ský, sem verða veitt á UTmessunni í Hörpu hinn 6. febrúar næstkomandi, en um hundrað tilnefningar bárust. 23.1.2026 08:13
Kólnandi veður og víða bjart Veðurstofan gerir ráð fyrir strekkings austanátt með skúrum eða éljum suðaustan- og austanlands næstu daga, en bjart veður víða annars staðar. 23.1.2026 07:10