Erna Solberg hættir Erna Solberg, formaður norska Hægriflokksins, hefur tilkynnt að hún muni segja af sér formennsku í flokknum. Tilkynningin kemur ekki á óvart en Hægriflokkurinn beið afhroð í nýafstöðnum þingkosningum í Noregi á mánudag. 12.9.2025 14:30
Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Bílaleigu á Íslandi hefur verið gert að endurgreiða viðskiptavini sínum tæpa hálfa milljón króna í kjölfar þess að hafa rukkað hann um ýmsan kostnað í kjölfar þess að hann hafði fyrir dælt dísil á bílaleigubílinn sem knúinn var bensíni. Ástæðan er að upplýsingar og merkingar hafi ekki verið nægilega skýrar um að bensínbíl væri að ræða. 12.9.2025 14:05
Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Hollendingar hafa nú bæst í hóp þeirra sem segjast munu sniðganga Eurovision sem fram fer í Vín í Austurríki á næsta ári, verði Ísraelum heimilt að taka þátt. 12.9.2025 11:17
Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Jóhann Páll Jóhannsson, mun í dag kynnar áherslur og forgangsaðgerðir ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum og landsákvörðuðu framlagi Íslands gagnvart Parísarsamningnum. 12.9.2025 10:31
Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Júlíus Andri Þórðarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). 12.9.2025 10:16
Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Kristín Friðgeirsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Eflu. 12.9.2025 10:03
Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Landsréttur staðfesti í gær tveggja og hálfs árs fangelsisdóm yfir tvíburabræðrunum Elíasi og Jónasi Shamsudin vegna stórfellds fíkniefnabrots. Dómur yfir Samúel Jóa Björgvinssyni í sama máli var hins vegar mildaður úr þriggja og hálfs árs fangelsi í þriggja ára fangelsi. 12.9.2025 08:40
Dálítil rigning og lægðir á sveimi Lægðir eru á sveimi í kringum Ísland í dag og verður áttin áfram norðaustlæg – stekkingur á Vestfjörðum en annars hægari. 12.9.2025 07:06
Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Hótel á Íslandi þarf að endurgreiða viðskiptavini 22 evrur, eða rúmar þrjú þúsund krónur, þar sem sjónvarpið á hótelherberginu virkaði ekki. 12.9.2025 06:32
E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Niðurstöður Heilbrigðiseftirlits Austurlands staðfesta að kólí og E.coli hafi greinst í neysluvatninu á Stöðvarfirði. Nauðsynlegt er að sjóða allt vatn til neyslu. 11.9.2025 14:52