Fréttamaður

Agnar Már Másson

Agnar Már er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sósíal­istar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum

Framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hvetur Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, eina kjörna oddvita flokksins, til að segja sig úr flokknum eftir að hún hefur sagst mögulega ætla að bjóða sig fram fyrir annan flokk. Sanna segist fyrst hafa heyrt af þessari áskorun í fjölmiðlum.

Segir byssumanninn að­hyllast vinstri hug­mynda­fræði

Ríkisstjóri Utah segir að meintur banamaður Charlie Kirks hafi aðhyllst vinstri hugmyndafræði. Hinn 22 ára Tyler Robinson hafi verið „mjög venjulegur maður“ en síðan „radíkaliseraður“ á síðustu árum. Ríkisstjórinn segir að maki hans, sem er trans kona, sé afar samvinnuþýð lögreglunni.

Halla mun funda með Xi Jinping

Forseti Íslands mun í október heimsækja Kína þar sem hún hyggst funda með Xi Jinping forseta. Hún þorir ekki að segja til um hvort Úkraínustríðið komi til tals en bendir á að Kínverjar telji sig hlutlausa í stríðinu. Hún segir enn fremur að Bandaríkin hafi gefið upp forystustöðu sína í alþjóðasamfélaginu. Hún kveðst ætla að vanda orð sín en einnig tala með hjartanu þegar hún hittir Xi.

Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“

Trans sambýliskona Tylers Robinsons, sem grunaður er um að bana íhaldsama áhrifavaldinum Charlie Kirk, er gríðarlega samvinnuþýð að sögn lögreglu. Hún hafi verið „skelfingu lostin“ þegar hún heyrði fréttirnar. Áður en Robinson var handtekinn grínaðist hann með að maðurinn sem lögregla lýsti eftir væri „tvífari“ sinn í spjalli á Discord.

Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist tilbúinn að ráðast í þungar refsiaðgerðir gegn Rússlandi ef öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins hætta að kaupa olíu af Rússlandi. Tyrkland er eitt af stærstu kaupendum rússneskrar olíu. 

Hundrað þúsund mót­mæla hælis­leit­endum í Lundúnum

Ríflega hundrað þúsund manns söfnuðust saman, að sögn lögreglu, í Lundúnum í dag til að mótmæla straumi hælisleitenda til Bretlands. Mótmælin nefnast „sameinum konungsríkið“ og eru skipulögð af þekktum pólitískum öfgamanni. Um fimm þúsund mótmælendur úr röðum andrasista mættu til að mótmæla mótmælunum.

Sjá meira