Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Pétur Marteinsson skákaði sitjandi borgarstjóra og verður oddviti Samfylkingarinnar í Retkjavík í sveitarstjórnarkosningunum 2026. Niðurstöður flokksvals Samfylkingarinnar í Reykjavík voru kynntar í kvöld. 24.1.2026 16:58
„Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Lilja Alfreðsdóttir, sem býður sig fram til formanns Framsóknarflokksins, telur að það gæti verið styrkur fyrir flokkinn að hafa formanninn utan þings. Hún segist vera fullveldissinni, er á móti aðild að Evrópusambandinu og vill herða flóttamannalöggjöfina á Íslandi. Þá vill hún einnig ná betri tökum á efnahagsmálum. Fyrst og fremst langar hana að byggja flokkinn upp. 23.1.2026 00:30
Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Pétur Björgvin Sveinsson, aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar, gefur kost á sér í oddvitasæti Viðreisnar í Kópavogi. 22.1.2026 23:02
„Við getum gert það sem við viljum“ Línur eru farnar að skýrast um innihald samkomulagsins sem náðist á fundi Marks Rutte, framkvæmdastjóra NATO, og Donalds Trump Bandaríkjaforseta í gær, þó enn sé margt á huldu. Forsetinn segir að Bandaríkin megi gera það sem þeim sýnist á Grænlandi „að eilífu.“ Enn er margt ófrágengið, að sögn heimildarmanna New York Times. 22.1.2026 22:41
Kristinn Svavarsson er látinn Kristinn Svavarsson, kennari og saxófónleikarinn sem gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Mezzoforte, er látinn 78 ára að aldri. 22.1.2026 22:04
Magnea vill hækka sig um sæti Magnea Gná Jóhannsdóttir borgarfulltrúi gefur kost á sér í annað sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í maí. 22.1.2026 19:25
Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Sú óvænta staða kom upp í undankeppni Gettu betur að lið Kvennaskólans og Menntaskólans í Reykjavík kepptu á móti hvort öðru tvisvar í röð. Kvenskælingar, sem töpuðu báðum umferðum, eru svekktir en gömul Gettu betur-kempa segir að óheppni og „feil í kerfinu“ hafi valdið þessum tvöfalda tjarnarslag. 22.1.2026 19:09
Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Að minnsta kosti 21 er látinn og tugir til viðbótar slasaðir eftir árekstur tveggja háhraðalesta á Suður-Spáni í kvöld, sunnudag, að sögn yfirvalda. 19.1.2026 00:02
Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Það kom Líf Magneudóttur, oddvita Vinstri grænna (VG) í Reykjavík, í opna skjöldu þegar hún heyrði frá fjölmiðlum að Sanna Magdalena Mörtudóttir myndi leiða sameiginlegt framboð VG og Vors til vinstri. Það hafi ekki verið það sem samþykkt var á fundi félags VG í Reykjavík í dag. Stjórnarformaður félagsins segir að viðræður framboðanna hafi byggt á því að Sanna myndi leiða listann, þótt það hafi ekki verið formlega samþykkt. Hann segir að hugmyndir um slíkt hafi verið kynntar félagsmönnum, en það hafi ekki verið samþykkt formlega. 18.1.2026 23:22
Minnir á hvernig Hitler komst til valda Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra birti færslu á Facebook í gærkvöldi þar sem hún minnti á hvernig Adolf Hitler komst til valda á sínum tíma. 18.1.2026 21:25