Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA „Samferðamaður“ er yfirskrift sýningar sem opnuð verður á Ljósmyndasafni Reykjavíkur laugardaginn 3. maí kl. 15. Á sýningunni er farið yfir ríflega fimmtíu ára feril Gunnars V. Andréssonar fréttaljósmyndara – frá 1966 til 2017. Myndir hans voru í gegnum tíðina merktar GVA. 28.4.2025 16:02
Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vonast til þess að upptökur úr eftirlitsmyndavél geti aðstoðað sig við rannsókn á líkamsárásarmáli við Breiðholtsskóla síðdegis í gær. Enginn slasaðist alvarlega. 28.4.2025 11:41
Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Verkfræðingafélag Íslands hefur sent Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra bréf með áskorun um að endurskoða skipan í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til að tryggja að fagleg hæfni og sérmenntun á sviði mannvirkjagerðar fái raunverulegt vægi við ákvarðanatöku í þessum mikilvæga málaflokki. 28.4.2025 11:04
Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Sveit Infocapital varð Íslandsmeistari í sveitakeppni í bridds í gær eftir harða úrslitakeppni. Í öðru sæti varð sveit Grant Thornton en sveit Karls Sigurhjartarsonar hlaut bronsið. 28.4.2025 10:21
Skólarnir í eina sæng Rektorar Háskóla Íslands (HÍ), Háskólans á Hólum (HH) og háskólaráðherra undirrituðu í dag samkomulag um stofnun háskólasamstæðu með þátttöku þessara tveggja háskóla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólunum. 25.4.2025 16:58
Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Bandaríska danshljómsveitin Hercules & Love Affair stígur á svið í Austurbæjarbíói í kvöld klukkan 22 en húsið opnar tveimur tímum fyrr með plötusnúðsupphitun. Áhorfendur fá tækifæri til að upplifa lifandi flutning frá einni áhrifamestu hljómsveit síðustu tveggja áratuga í raf- og danstónlist. 25.4.2025 16:08
Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Leigubílstjóri og vinur hans hafa verið dæmdir í 2,5 árs fangelsi fyrir nauðgun. Leigubílstjórinn ók konu í híbýli hins mannsins í Kópavogi þar sem brotin áttu sér stað. Konan gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga. 24.4.2025 08:02
Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Eva Georgs Ásudóttir var í dag ráðin í starf dagskrárstjóra sjónvarps RÚV úr hópi 28 umsækjenda. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef RÚV. Eva starfaði í tvo áratugi hjá Stöð 2 og síðustu árin sem sjónvarpsstjóri. Intellecta annaðist ráðningarferlið. 23.4.2025 17:21
Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Allt stefnir í að padelvöllum í Kópavogi fjölgi úr tveimur í tólf í ágúst og aðgengi þar með sexfaldist að íþróttinni vinsælu. Tennishöllin tekur skóflustungu að sex nýjum völlum á morgun en þar eru fyrir tveir vellir. 23.4.2025 16:49
Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun Lögreglustjórans á Vestfjörðum á niðurfellingu rannsóknar á slysasleppingu sumarið 2023 þegar á annað þúsund eldislaxar sluppu úr kví Arctic Sea Farm ehf. á Patreksfirði. Lögreglustjóri gagnrýnir lögmenn veiðifélaga og fjölmiðla fyrir meint áhugaleysi í umfjöllun um málið. 23.4.2025 15:42