Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Blása í lúðra vegna at­vinnu­leysis á Suður­nesjum

Vinnumálastofnun hvetur atvinnuleitendur á Suðurnesjum til að leita til sín. Skráð atvinnuleysi á svæðinu mælist nú yfir 6,5 prósent. Þróunin gefi tilefni til markvissra aðgerða af hálfu Vinnumálastofnunar í samræmi við lög um atvinnuleysistryggingar og um vinnumarkaðsaðgerðir.

Rússar nýta sam­særis­kenningar til að rétt­læta inn­rásina í Úkraínu

Áður en fyrsta sprengjan féll á Úkraínu höfðu rússnesk stjórnvöld þegar háð langt upplýsingastríð. Í aðdraganda innrásarinnar byggðu þau upp kerfisbundna frásögn þar sem nágrannalandið var sagt vera peð vestrænna afla, jafnvel „nasistaríki“ sem þyrfti að „hreinsa“, á sama tíma og sjálfstæði þess var hafnað sem tilbúningi – að Úkraína væri í raun hvorki þjóð né ríki.

Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi

Héraðssaksóknari eltist við tvo karlmenn á erlendri grundu í tengslum við rannsókn á fjögur hundruð milljóna króna bankasvikum. Forstjóri Reiknistofu bankanna segist feginn að ekki hafi farið verr.

Jen­sens Bøfhus lokað

Veitingakeðjan Jensens Bøfhus hefur lokað öllum sínum veitingastöðum í Danmörku. Þetta kemur fram í frétt viðskiptamiðilsins Børsen. Keðjan var með fimmtán veitingastaði í rekstri en hafði glímt við rekstrarerfiðleika. Staðirnir hafa notið nokkurra vinsælda meðal Íslendinga.

Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur ná­lægt BHM

Karlmaður á fimmtugsaldri sem grunaður er um kynferðisbrot gagnvart tíu ára dreng í Hafnarfirði sagði sig frá trúnaðarstörfum hjá BHM og stéttarfélagi lögfræðinga sama dag og hann var handtekinn. Formaður BHM segir málið hræðilegan harmleik.

Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund

Karlmennirnir fimm sem sviku hundruð milljóna króna út úr Landsbankanum virðast fæstir hafa hugsað glæpinn til enda. En í skamma stund lifðu þeir sem kóngar, léku sér í spilavítum á netinu og keyptu sér flotta bíla.

Á­lag rétt­læti ekki mis­tökin sem voru gerð

Ríkislögreglustjóri segist hafa gert mistök að bjóða ekki út verkefni sem Intra sinnti. Embættið taki mjög alvarlega þá annmarka sem hafa komið fram um kaup stofnunarinnar á ráðgjöf og þjónustu utanaðkomandi sérfræðinga eða ráðgjafa og greiðslur til verktaka. Unnið sé að ítarlegum verklagsreglum um innkaup og samningagerð til að tryggja gagnsæi og samræmi við opinber innkaup.

Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttinda­laus

Tæplega fertugur karlmaður hefur verið dæmdur í rúmlega þriggja ára fangelsi fyrir ítrekuð umferðar- og fíkniefnalagabrot. Hann hefur einnig endurtekið rofið skilorð með slíku háttarlega sínu.

Sjá meira