Jón Ingi nýr forstjóri PwC Jón Ingi Ingibergsson hefur verið kjörinn forstjóri PwC á Íslandi af eigendum félagsins og tekur við starfinu frá og með áramótum. Í tilkynningu segir að Jón Ingi búi að fjölbreyttri stjórnunarreynslu auk djúprar sérfræðiþekkingar á sviði skatta- og lögfræðiráðgjafar. 18.12.2025 14:35
Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Tap af rekstri Miðflokksins á árinu 2024 nam 133 milljónum króna samanborið við 24 milljóna króna rekstrarafgang árið á undan. Flokkurinn setti 141 milljón króna í kosningabaráttuna á Alþingi í fyrra. 18.12.2025 14:16
Breyttur opnunartími hjá Sorpu Sorpa hefur breytt opnunartíma á endurvinnslustöðvum sínum við Sævarhöfða, Breiðhellu, Ánanaust, Jafnasel og Dalveg. Þar verður framvegis opið frá 9 til 19. 18.12.2025 14:00
Gréta María óvænt hætt hjá Prís Gréta María Grétarsdóttir er hætt störfum sem framkvæmdastjóri Prís. Þetta staðfestir hún við Vísi. Hún hefur verið framkvæmdastjóri lágvöruverslunarinnar síðan hún opnaði dyr sínar í ágúst í fyrra en var þar á undan forstjóri Heimkaupa. 18.12.2025 13:30
Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Nýlegar breytingar á gatnamótum Bríetartúns og Borgartúns í Reykjavík, þar sem vinstri beygja er nú bönnuð, virðast leggjast misjafnlega í ökumenn. 18.12.2025 11:07
Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Lokað hefur verið fyrir umferð um Suðurstrandarveg við Þorlákshöfn eftir að ekið var á kyrrstæðan bíl um tíuleytið í morgun. Mikið brak og olía er á veginum en svo virðist sem ekki hafi orðið alvarleg slys á fólki. 18.12.2025 10:24
Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Tveir karlmenn sem handteknir voru í ruslageymslum í fjölbýlishúsi í Túnunum í Reykjavík aðfaranótt þriðjudags eru góðkunningjar lögreglu. Íbúi í húsinu fann reykjarlykt og áttaði sig í framhaldinu á því að líklega væri um óvelkomna gesti í ruslageymslunni að ræða. 17.12.2025 13:23
Faldi töflurnar í nammipoka Þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir innflutning á rúmlega 2.200 Oxycontin-töflum til Íslands í fyrra. Töflurnar voru faldar í nammipokum. 17.12.2025 12:18
Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Betur fór en á horfðist þegar ekið var á gangandi vegfaranda á umferðarljósum á gatnamótum Sæbrautar og Skeiðarvogar rétt fyrir klukkan átta í morgun. 17.12.2025 11:44
Hjálmar gefur ekki kost á sér Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar frá árinu 2010 hefur ákveðið að segja staðar numið í stjórnmálum. Hann gefur ekki kost á sér í komandi borgarstjórnarkosningum í maí. 17.12.2025 11:23