Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Bergþóra Þorsteinsdóttir, áhrifavaldur á TikTok, segist hafa verið svo langt leidd af kaupfíkn að hún faldi kvittanir í Cheerios-pökkum. Hún hefur sett sig í kaupbann þar sem eiginmaðurinn þarf að gefa grænt ljós á öll innkaup. Hún opnaði sig um kaupfíkn á samfélagsmiðlinum og ræddi áskorunina nánar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 3.12.2025 14:07
Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina einhuga um nýja samgönguáætlun. Ólíkt fyrri ríkisstjórnum ætli þessi að láta verkin tala og ekki boða framkvæmdir sem ekki hafi verið fjármagnaðar. Nýtt innviðafélag marki grunninn að sögulegum tímapunkti fyrir framkvæmdir og fjármögnun slíkra verkefna. Engum sé hyllt 3.12.2025 13:56
Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Tveir rúmlega tvítugir karlmenn hafa verið dæmdir að mestu í skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft í hótunum og rænt ungmenni í Hafnarfirði í fyrrasumar. Fleiri mál þeim tengd eru til meðferðar í kerfinu sem tengjast líkamsárásum, skemmdarverkum og fleira. Unglingsdrengir sem voru rændir lýstu því að hafa verið mjög hræddir og óttast um líf sitt þegar grímuklæddir „arabalegir“ menn veittust að þeim. 3.12.2025 11:40
Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Erlendur karlmaður með engin tengsl við landið hefur verið dæmdur í 26 mánaða fangelsi fyrir tilraun til að flytja inn tæplega 1,9 kíló af kókaíni í september síðastliðnum. Talið var ljóst að maðurinn væri ekki skipuleggjandi innflutningsins. 2.12.2025 15:43
Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður fjárlaganefndar til fimm ára, sér ekki tilganginn með fyrirhugaðri ferð fjárlaganefndar Alþingis til Frakklands og Ítalíu í janúar. Allir nefndarmenn samþykktu ferðalagið. 2.12.2025 13:41
Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Foreldrar Margrétar Höllu Hansdóttur Löf sem ákærð er fyrir að bana föður sínum og tilraun til að bana móður áttu í miklum samskiptum við dóttur sína með bréfaskrifum. Hún mun hafa krafist þagnar á heimilinu. Réttarhöld í málinu voru lokuð jafnvel þótt móðirin hafi ekkert tjáð sig og dóttir hennar aðeins verið viðstödd meðan hún las upp yfirlýsingu. 28.11.2025 12:51
Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Nýja sánur verða opnaðar í Vesturbæjarlaug á þriðjudaginn þegar 64 ár verða liðin frá því laugin var opnuð almenningi. Borgarstjóri opnar sánurnar við hátíðlega athöfn og verður ókeypis í laugina um morguninn. Um er að ræða þrjár sánur, ein innrauð og tvær hefðbundnar. 28.11.2025 10:19
Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Kvöldfréttir á sjónvarpsstöðinni Sýn verða frá 1. desember sendar út virka daga en ekki um helgar eða á almennum frídögum. Fréttir á Bylgjunni og á Vísi verða á sama tíma efldar enn frekar. 28.11.2025 09:49
Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Málari í Setbergshverfinu í Hafnarfirði var rétt að festa svefn aðfaranótt sunnudags þegar hann heyrði hljóð sem vöktu athygli hans. Augnabliki síðar horfði hann út um gluggann þar sem vinnubíllinn hans stóð í ljósum logum. Hann grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans. 27.11.2025 13:58
Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, er mætti á fund Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðið klukkan eitt í dag. Þau svara spurningum blaðamanna á blaðamannafundi klukkan 14:25 í beinni útsendingu á Vísi. 27.11.2025 13:24