
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar
Staðan á Reykjanesi vegna jarðskjálfta og mögulegra eldsumbrota verður að sjálfsögðu tekin í hádegisfréttatíma Bylgjunnar klukkan tólf.
Fréttamaður
Gunnar Reynir stýrir útvarpsfréttum Bylgjunnar.
Staðan á Reykjanesi vegna jarðskjálfta og mögulegra eldsumbrota verður að sjálfsögðu tekin í hádegisfréttatíma Bylgjunnar klukkan tólf.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að vandi Evrópusambandsins við öflun bóluefna valdi sér áhyggjum og því skoði íslensk stjórnvöld nú alla kosti í þeim efnum.
Allir flokkar sem eiga fulltrúa í meirihlutanum í borginni myndu bæta við sig fylgi frá síðustu kosningum ef gengið yrði til kosninga nú, ef marka má könnun sem Gallup gerði fyrir Samfylkinguna á dögunum og Fréttablaðiið greinir frá í dag.
Öryggisgæsla hefur verið aukin umhverfis þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum þar sem lögregla óttast að aftur verði reynt að ráðast inn í húsið líkt og gerðist þegar kjör Joe Bidens var formlega staðfest í byrjun janúar þar sem fimm létu lífið.
Í hádegisfréttum fjöllum við um jarðskjálftana á Reykjanesskaga og ræðum við Kristínu Jónsdóttur náttúruvársérfræðing hjá Veðurstofunni en snarpur skjálfti reið yfir rétt eftir klukkan ellefu í morgun.
Of snemmt er að lesa nokkuð í þá stöðu að færri stórir skjálftar hafa orðið á Reykjanesskaga síðasta tæpa sólarhringinn eða svo heldur en dagana á undan.
Verktakafyrirtækið Íslenskir Aðalverktakar mun ekki ljúka uppbyggingu svæðisins við Kirkjusand þar sem tvö stór fjölbýlishús og 7000 fermetra skrifstofubygging er að rísa.
Í hádegisfréttum okkar höldum við áfram að fylgjast með stöðunni á jarðskjálftunum á Reykjanesi.
Engin merki sjást um gosóróa á Reykjanesskaga en vísindamenn Veðurstofu Íslands fylgjast sérstaklega vel með mögulegum merkjum þar um eftir tilkynningu vísindaráðs almannavarna í gær. Þetta segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, í samtali við fréttastofu.
Aukin útbreiðsla nýrra afbrigða kórónuveirunnar sem eru meira smitandi en hin hefðbundnu hefur aukið líkurnar á því að fjórða bylgja faraldursins sé að hefjast í Bandaríkjunum.