Nýlega birtist grein eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra undir heitinu Fröken Reykjavík. Það er ekki á hverjum degi sem ráðherra í ríkisstjórn stingur niður penna til að fjalla um málefni einstakra sveitarfélaga og af þeirri ástæðu var greinin strax áhugaverð.
Í gær voru færðar fréttir af því að tekjur háskólamenntaðra kvenna væru sambærilegar og ómenntaðra karla. Af því tilefni sagði forsætisráðherra að alltof hægt gangi að ná jafnrétti á Íslandi. Karlar í sambúð hafa að meðaltali 749 þúsund krónur á mánuði og konur í sambúð um 564 þúsund krónur á mánuði.
Í vor upplifðum við ákveðið bakslag í jafnréttisbaráttunni. Menntamálaráðherra ákvað að stefna konu fyrir dóm sem hafði leitað ásjár kærunefndar jafnréttismála og þar fengið þá niðurstöðu að gegn henni hefði verið brotið við skipun í embætti.
Þegar við verðum fyrir áfalli getur vonin um betri tíma haft mikið um það að segja hver krafturinn til að takast á við áfallið verður. Í því samhengi fundust mér lágstemmd skilaboð Gylfa Zoega í Silfrinu síðasta vetur svo sterk.
Síðustu dagar hafa minnt okkur óþægilega á veturinn sem leið og um leið sennilega opnað augu flestra fyrir því að baráttan við kórónuveiruna verður löng.
Ríkisstjórnin vinnur nú hörðum höndum að því að koma í gegnum þingið, á mettíma, frumvarpi sem varðar grundvallarhagsmuni um ráðstöfun jarða, auðlindapólitík.
Við munum vel eftir fallegri samkenndinni sem nemendur Hagaskóla sýndu skólasystur sinni Zainab Zafari sem íslensk stjórnvöld höfðu ákveðið að senda til Grikklands.
Bretland er á hliðinni og þjóðin klofin í herðar niður. Það er ekki Brexit og yfirvofandi lyfjaskortur í landinu sem veldur. Það er ekki heldur hræðilegur stríðsrekstur úti í heimi þar sem lítil börn eru sprengd upp sem framkallar bræðina.
Einu sinni fyrir ekki svo langa löngu, reyndar bara í fyrradag, tísti reiður prófessor á Twitter um unga stúlku. Prófessorinn hét Hannes og litla stúlkan Greta, Greta Thunberg frá Svíþjóð.
Boris, nýr forsætisráðherra Breta, slær mig frekar illa. Af sögu hans og ummælum að dæma virðist hann vera af kynslóð hinna óhæfu sem núna sest í valdastóla heims.