Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 13. nóvember 2024 06:32 Kaupmáttur launa hefur sveiflast þrisvar sinnum meira á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum undanfarna tvo áratug. Fólk finnur fyrir þessum sveiflum og þessu ójafnvægi, ekki síst ungt fólk sem nýlega hefur stofnað heimili. Á sama tíma hafa lítil- og meðalstór fyrirtæki þurft að glíma við ófyrirsjáanlegt og ósamkeppnishæft starfsumhverfi. Þessar kosningar snúast fyrst og fremst um að skapa meira jafnvægi og betri kjör fyrir fólk og lítil - og meðalstór fyrirtæki. Til að ná þessu markmiði mun Viðreisn tala fyrir aukinni forgangsröðun, hagræðingu í ríkisfjármálum og styrkingu samkeppnisinnviða. Það mun leiða til meira jafnvægis og betri kjara. Næsta ríkisstjórn verður að hafa hagsmuni vinnandi fólks og fyrirtækja að leiðarljósi. Það ætlar Viðreisn að gera. Önnur hver króna af verðmætasköpun Í kosningabaráttunni hefur verið rætt um ólíka afstöðu flokka til skattahækkana. Það er mikilvæg umræða. Minna fer hins vegar fyrir umræðu um þá staðreynd að skattbyrði fólks á Íslandi er há í öllum alþjóðlegum samanburði. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hefur nú samþykkt að skattar á lögaðila hækki um 1% árið 2025. Árið 2023 voru um 1.600 milljarðar greiddir í skatta til ríkis og sveitarfélaga og 300 milljarðar króna í samtryggingu lífeyrissjóðanna. Það er næstum önnur hver króna af allri verðmætasköpun á Íslandi. Svo miklar álögur á fólk og fyrirtæki kalla eðlilega á heilbrigðar kröfur fólks til þess að innviðir á landinu öllu séu sterkir og að þjónusta sé aðgengileg. Markmið Viðreisnar er einfalt; þjónusta við fólkið í landinu og innviðir eiga að standast samanburð við það besta sem þekkist á hinum Norðurlöndunum. Raunveruleikinn á Íslandi er hins vegar því miður allt annar. Skattfé sem ætti að fara í að bæta samgöngur og betra heilbrigðis- og menntakerfi fer nefnilega í að borga vexti af lánum ríkisins. Vaxtakostnaður er fjórði stærsti útgjaldaliður ríkisins. Á liðnum sjö árum hefur einfaldlega verið farið illa með skattfé almennings. Á næsta ári er útlit fyrir að vaxtakostnaður ríkisins verði 120 milljarðar króna. Þrátt fyrir þessa skattheimtu þá lengjast biðlistar eftir heilbrigðisþjónustu. Eldra fólk liggur á göngum Landspítalans og bíður alltof lengi eftir því að komast á hjúkrunarheimili. Unga fólkið hefur árum saman staðið sig illa í alþjóðlegum samanburði menntunar án þess að það hafi vakið nein sérstök viðbrögð ríkisstjórnarinnar. Löggæsla stendur veik frammi fyrir nýjum veruleika glæpastarfsemi. Vegir og brýr liggja undir skemmdum. Skattahækkanir á vinnandi fólk og fyrirtæki koma ekki til greina En blasir þá ekki við að hækka þarf skatta? Nei, staðan er einfaldlega sú að þeir skattar sem almenningur greiðir á Íslandi eiga að geta staðið undir betri þjónustu og sterkari innviðum. Mikið hefur hins vegar vantað upp á forgangsröðun og ábyrgð í ríkisfjármálum á liðnum sjö árum. Stefna Viðreisnar í skattamálum er einföld. Skattahækkanir á vinnandi fólk og lítil- og meðalstór fyrirtæki koma ekki til greina. Markmiðið til lengri tíma á í raun að vera að leita leiða til að lækka skatta án þess þó að slegið sé af kröfum um aukna velferð á Íslandi. Hagvöxtur sem fólk finnur fyrir Stóra lífsgæðamálið á Íslandi er að nýta skattfé fólks og fyrirtækja betur og um leið að skapa nýjan hagvöxt. Hagvöxt sem fólk finnur fyrir en ekki hagvöxtur sem fyrst og fremst byggir á fólksfjölgun. Þetta verður best gert með hagkvæmari rekstri opinberra stofnana, betri forgangsröðun, aukinni samkeppni á markaði og samtali við þjóðina um nýja og betri atvinnustefnu. Viðreisn vill atvinnustefnu sem miðar að því að auka framleiðni sem birtast mun í auknum kaupmætti launa og meira jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Með því verður hægt að bæta innviði og þjónustu fyrir fólkið í landinu. Ný ríkisstjórn mun taka við eftir tímabil stöðnunar og pólitískrar ósamstöðu. Áralöng óeining og ójafnvægi í ríkisstjórnarsamstarfi hefur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir fólkið í landinu. Nýrrar ríkisstjórnar bíður að skapa ný tækifæri. Viðreisn vill skapa þessi tækifæri með jafnvægi, ábyrgð og forgangsröðun að leiðarljósi. Við erum tilbúin. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Skattar og tollar Verðlag Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Sjá meira
Kaupmáttur launa hefur sveiflast þrisvar sinnum meira á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum undanfarna tvo áratug. Fólk finnur fyrir þessum sveiflum og þessu ójafnvægi, ekki síst ungt fólk sem nýlega hefur stofnað heimili. Á sama tíma hafa lítil- og meðalstór fyrirtæki þurft að glíma við ófyrirsjáanlegt og ósamkeppnishæft starfsumhverfi. Þessar kosningar snúast fyrst og fremst um að skapa meira jafnvægi og betri kjör fyrir fólk og lítil - og meðalstór fyrirtæki. Til að ná þessu markmiði mun Viðreisn tala fyrir aukinni forgangsröðun, hagræðingu í ríkisfjármálum og styrkingu samkeppnisinnviða. Það mun leiða til meira jafnvægis og betri kjara. Næsta ríkisstjórn verður að hafa hagsmuni vinnandi fólks og fyrirtækja að leiðarljósi. Það ætlar Viðreisn að gera. Önnur hver króna af verðmætasköpun Í kosningabaráttunni hefur verið rætt um ólíka afstöðu flokka til skattahækkana. Það er mikilvæg umræða. Minna fer hins vegar fyrir umræðu um þá staðreynd að skattbyrði fólks á Íslandi er há í öllum alþjóðlegum samanburði. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hefur nú samþykkt að skattar á lögaðila hækki um 1% árið 2025. Árið 2023 voru um 1.600 milljarðar greiddir í skatta til ríkis og sveitarfélaga og 300 milljarðar króna í samtryggingu lífeyrissjóðanna. Það er næstum önnur hver króna af allri verðmætasköpun á Íslandi. Svo miklar álögur á fólk og fyrirtæki kalla eðlilega á heilbrigðar kröfur fólks til þess að innviðir á landinu öllu séu sterkir og að þjónusta sé aðgengileg. Markmið Viðreisnar er einfalt; þjónusta við fólkið í landinu og innviðir eiga að standast samanburð við það besta sem þekkist á hinum Norðurlöndunum. Raunveruleikinn á Íslandi er hins vegar því miður allt annar. Skattfé sem ætti að fara í að bæta samgöngur og betra heilbrigðis- og menntakerfi fer nefnilega í að borga vexti af lánum ríkisins. Vaxtakostnaður er fjórði stærsti útgjaldaliður ríkisins. Á liðnum sjö árum hefur einfaldlega verið farið illa með skattfé almennings. Á næsta ári er útlit fyrir að vaxtakostnaður ríkisins verði 120 milljarðar króna. Þrátt fyrir þessa skattheimtu þá lengjast biðlistar eftir heilbrigðisþjónustu. Eldra fólk liggur á göngum Landspítalans og bíður alltof lengi eftir því að komast á hjúkrunarheimili. Unga fólkið hefur árum saman staðið sig illa í alþjóðlegum samanburði menntunar án þess að það hafi vakið nein sérstök viðbrögð ríkisstjórnarinnar. Löggæsla stendur veik frammi fyrir nýjum veruleika glæpastarfsemi. Vegir og brýr liggja undir skemmdum. Skattahækkanir á vinnandi fólk og fyrirtæki koma ekki til greina En blasir þá ekki við að hækka þarf skatta? Nei, staðan er einfaldlega sú að þeir skattar sem almenningur greiðir á Íslandi eiga að geta staðið undir betri þjónustu og sterkari innviðum. Mikið hefur hins vegar vantað upp á forgangsröðun og ábyrgð í ríkisfjármálum á liðnum sjö árum. Stefna Viðreisnar í skattamálum er einföld. Skattahækkanir á vinnandi fólk og lítil- og meðalstór fyrirtæki koma ekki til greina. Markmiðið til lengri tíma á í raun að vera að leita leiða til að lækka skatta án þess þó að slegið sé af kröfum um aukna velferð á Íslandi. Hagvöxtur sem fólk finnur fyrir Stóra lífsgæðamálið á Íslandi er að nýta skattfé fólks og fyrirtækja betur og um leið að skapa nýjan hagvöxt. Hagvöxt sem fólk finnur fyrir en ekki hagvöxtur sem fyrst og fremst byggir á fólksfjölgun. Þetta verður best gert með hagkvæmari rekstri opinberra stofnana, betri forgangsröðun, aukinni samkeppni á markaði og samtali við þjóðina um nýja og betri atvinnustefnu. Viðreisn vill atvinnustefnu sem miðar að því að auka framleiðni sem birtast mun í auknum kaupmætti launa og meira jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Með því verður hægt að bæta innviði og þjónustu fyrir fólkið í landinu. Ný ríkisstjórn mun taka við eftir tímabil stöðnunar og pólitískrar ósamstöðu. Áralöng óeining og ójafnvægi í ríkisstjórnarsamstarfi hefur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir fólkið í landinu. Nýrrar ríkisstjórnar bíður að skapa ný tækifæri. Viðreisn vill skapa þessi tækifæri með jafnvægi, ábyrgð og forgangsröðun að leiðarljósi. Við erum tilbúin. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík suður.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar