Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 30. október 2024 07:02 Sem þjóð erum við í sárum eftir röð ótímabærra dauðsfalla vegna voðaverka og slysa. Það er erfið tilhugsun að morðum á Íslandi fari fjölgandi í ár vegna þess að börn eru þolendur. Það er staðreynd sem við getum ekki sætt okkur við. Reglulega heyrist af ungu fólki sem glímir við alvarlegan vanda en fær ekki boðleg úrræði eða vistun. Örfáum dögum eftir að forsvarsmenn Stuðla lýstu áhyggjum sínum opinberlega af alvarlegri stöðu lést ungmenni þari. Ekkert mikilvægara en öryggi fólks Ekkert verkefni er mikilvægara en öryggi fólks. Og öryggi og velferð barna á alltaf að vera fremst í forgangsröð okkar. Fyrir þremur vikum fór fram sérstök umræða á Alþingi um stöðu barna með fjölþættan vanda. Ég óskaði eftir að þessi umræða færi fram og að barnamálaráðherra væri til svara. Það er hópur barna í íslensku samfélagi sem glímir við alvarlegan vanda og oft er hann af margvíslegum toga. Þarna undir getur verið hegðunarvandi, geðraskanir, þroskaraskanir – og börn sem beita ofbeldi. Síðast en ekki síst eru þetta börn sem búa við vondar aðstæður á eigin heimili. Jafnvel óboðlegar aðstæður sem ekkert barn á að þurfa að upplifa. Við vitum hver vandinn er Hópar hafa verið að störfum af hálfu hins opinbera og skýrslur unnar. Skýrslur sem hafa kortlagt þann fjölda barna sem þarfnast aðstoðar og þjónustu. Þeir hafa greint þörfina og kostnað og sýnt svart á hvítu að með því að grípa inn í og veita þjónustu strax sé komið í veg fyrir alvarlegar afleiðingar og mikinn kostnað síðar meir. Í ágúst 2023 voru kynntar tillögur í sérstakri skýrslu um þörf á þjónustu fyrir börn með fjölþættan vanda. Síðan hefur lítið sem ekkert gerst. Og engar aðgerðir lúta að þeim bráðavanda sem blasir við núna. Meðferðarúrræðum hefur verið lokað með loforðum um að ný séu væntanleg. Það hefur hins vegar ekki gengið eftir. Þörfin fyrir þjónustu er í stuttu máli mun meiri en sú þjónusta sem býðst. Það fjárlagafrumvarp sem ríkisstjórnin lagði fram í haust geymir því miður engin raunveruleg svör. Ekki frekari meðferðarúrræði fyrir börn né frekari stuðning við foreldra sem eiga barn með alvarlegan geðrænan vanda. Ekki niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu. Ekki frekari meðferðarúrræði vegna barna í fíknivanda. Og ekki það fjármagn sem þarf til að lögregla geti varið tíma í fyrirbyggjandi samskiptum við börn og ungmenni. Við getum betur Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn sprengdi ríkisstjórnina er nú starfandi starfsstjórn sem hefur það eina hlutverk að tryggja að landið sé ekki án ríkisstjórnar. Starfsstjórnin situr í raun bara þar til ný ríkisstjórn tekur til starfa. Þetta stóra verkefni bíður þess vegna næstu ríkisstjórnar. Viðreisn mun leggja áherslu á þetta verkefni komumst við í ríkisstjórn. Þetta þarf ekki að vera svona. Við getum gert betur en þetta. Breytum þessu saman. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Sem þjóð erum við í sárum eftir röð ótímabærra dauðsfalla vegna voðaverka og slysa. Það er erfið tilhugsun að morðum á Íslandi fari fjölgandi í ár vegna þess að börn eru þolendur. Það er staðreynd sem við getum ekki sætt okkur við. Reglulega heyrist af ungu fólki sem glímir við alvarlegan vanda en fær ekki boðleg úrræði eða vistun. Örfáum dögum eftir að forsvarsmenn Stuðla lýstu áhyggjum sínum opinberlega af alvarlegri stöðu lést ungmenni þari. Ekkert mikilvægara en öryggi fólks Ekkert verkefni er mikilvægara en öryggi fólks. Og öryggi og velferð barna á alltaf að vera fremst í forgangsröð okkar. Fyrir þremur vikum fór fram sérstök umræða á Alþingi um stöðu barna með fjölþættan vanda. Ég óskaði eftir að þessi umræða færi fram og að barnamálaráðherra væri til svara. Það er hópur barna í íslensku samfélagi sem glímir við alvarlegan vanda og oft er hann af margvíslegum toga. Þarna undir getur verið hegðunarvandi, geðraskanir, þroskaraskanir – og börn sem beita ofbeldi. Síðast en ekki síst eru þetta börn sem búa við vondar aðstæður á eigin heimili. Jafnvel óboðlegar aðstæður sem ekkert barn á að þurfa að upplifa. Við vitum hver vandinn er Hópar hafa verið að störfum af hálfu hins opinbera og skýrslur unnar. Skýrslur sem hafa kortlagt þann fjölda barna sem þarfnast aðstoðar og þjónustu. Þeir hafa greint þörfina og kostnað og sýnt svart á hvítu að með því að grípa inn í og veita þjónustu strax sé komið í veg fyrir alvarlegar afleiðingar og mikinn kostnað síðar meir. Í ágúst 2023 voru kynntar tillögur í sérstakri skýrslu um þörf á þjónustu fyrir börn með fjölþættan vanda. Síðan hefur lítið sem ekkert gerst. Og engar aðgerðir lúta að þeim bráðavanda sem blasir við núna. Meðferðarúrræðum hefur verið lokað með loforðum um að ný séu væntanleg. Það hefur hins vegar ekki gengið eftir. Þörfin fyrir þjónustu er í stuttu máli mun meiri en sú þjónusta sem býðst. Það fjárlagafrumvarp sem ríkisstjórnin lagði fram í haust geymir því miður engin raunveruleg svör. Ekki frekari meðferðarúrræði fyrir börn né frekari stuðning við foreldra sem eiga barn með alvarlegan geðrænan vanda. Ekki niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu. Ekki frekari meðferðarúrræði vegna barna í fíknivanda. Og ekki það fjármagn sem þarf til að lögregla geti varið tíma í fyrirbyggjandi samskiptum við börn og ungmenni. Við getum betur Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn sprengdi ríkisstjórnina er nú starfandi starfsstjórn sem hefur það eina hlutverk að tryggja að landið sé ekki án ríkisstjórnar. Starfsstjórnin situr í raun bara þar til ný ríkisstjórn tekur til starfa. Þetta stóra verkefni bíður þess vegna næstu ríkisstjórnar. Viðreisn mun leggja áherslu á þetta verkefni komumst við í ríkisstjórn. Þetta þarf ekki að vera svona. Við getum gert betur en þetta. Breytum þessu saman. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík suður.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun