Skipulögð glæpastarfsemi er ógn við samfélagið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 9. júní 2025 07:02 Ég átti á dögunum góð samtöl við kollega mína í Helsinki á fundi dómsmálaráðherra Norðurlandanna. Það er mikilvægur vettvangur þar sem við miðlum reynslu okkar og stillum saman strengi. Þetta samstarf hefur líklega aldrei verið mikilvægara en núna. Það er ætlun okkar ráðherranna að halda áfram að nýta þennan vettvang til að efla viðbragð okkar gegn afbrotum. Á þessum fundi var töluvert rætt um aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi. Fyrir okkur á Íslandi er mikilvægt að muna að það sem gerist á Norðurlöndunum kemur öllu jafna 10 árum síðar til Íslands. Og sá tími er alltaf að styttast. Lærum af Norðurlöndunum Á Norðurlöndunum sjáum við núna hvernig skipulagðir glæpahópar eru farnir að nota ungmenni til að fremja afbrot. Þar hefur í sumum landanna verið brugðist við með lagasetningu um refsiábyrgð þeirra sem ginna aðra til að fremja afbrot. Gengjastríð eru orðin að veruleika og ráðamenn hafa áhyggjur af ofbeldi. Misnotkun á bótakerfum, innistæðulaus reikningagerð og önnur efnahagsbrot spila líka hlutverk. Umræður um þyngri refsingar fyrir ofbeldisbrot voru töluverðar. Norðurlöndin hafa gripið til þeirra ráða að auka heimildir lögreglu. Samhliða hafa þau eflt lögreglu og viðbragð, enda um gríðarmikið öryggismál að ræða. Það hefur skilað árangri. Ég fékk brýningu frá norrænum kollega mínum: Gerið eitthvað núna í skipulagðri brotastarfsemi. Ekki bíða, það eru dýrkeypt mistök. Og á fyrstu sex mánuðum hefur ríkisstjórnin eflt löggæslu með því að fjölga lögreglumönnum. Önnur skref hafa nýlega verið tekin, svo sem að hækka lágmarkssektir fyrir vopnaburð tífalt. Með því er undirstrikað að vopnaburður á ekki að vera liðinn á Íslandi. Í liðinni viku varð frumvarp mitt um farþegalista að lögum sem og frumvarp um framsal sakamanna. Alþingi er auk þess með frumvarp mitt til meðferðar um aðgerðir til að endurheimta ólöglegan ávinning af afbrotum. Og í haust mun ég leggja fram frumvarp um auknar heimildir fyrir lögreglu í aðgerðum gegn skipulagðri brotastarfsemi. Þá mun ég í haust kynna frumvarp til að efla enn frekar embætti lögreglunnar á Suðurnesjum. Þar vinnur sterkur hópur gott starf en með lagabreytingum og fleiri störfum er ætlunin að efla embættið og landamæri okkar enn frekar. Lykillinn að árangri er alþjóðleg samvinna Skipulögð brotastarfsemi er flókinn málaflokkur við að eiga. Alþjóðleg samvinna, miðlun upplýsinga og samhæfðar aðgerðir eru lykillinn að árangri í baráttunni gegn glæpahópum sem vinna þvert á landamæri. Alþjóðleg samvinna eins og sú sem fer fram hjá Europol hefur aldrei verið mikilvægari. Og það er ætlun mín að efla enn frekar tengsl okkar við Norðurlöndin og læra af reynslu þeirra. Aðgerðaáætlun í smíðum Ég mætti nýlega á Lögregluráðsfund og ræddi við lögreglustjórana um aðgerðaáætlun gegn skipulagðri brotastarfsemi að norrænni fyrirmynd sem er í smíðum. Við munum aldrei verja okkur á mannaflanum einum. Við þurfum lagabreytingar og heimildir. Staðan sem við okkur blasir núna er að við þurfum að gera upp við okkur hvort við ætlum að setja aðgerðir gegn brotastarfsemi í forgang eða bíða í nokkur ár og þurfa þá að grípa til kostnaðarsamra aðgerða til að bregðast við erfiðuástandi líkt og reynslan var á sumum Norðurlöndunum.Mín afstaða er skýr. Við skulum ekki bíða heldur ganga í málið strax. Höfundur er dómsmálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landamæri Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Ég átti á dögunum góð samtöl við kollega mína í Helsinki á fundi dómsmálaráðherra Norðurlandanna. Það er mikilvægur vettvangur þar sem við miðlum reynslu okkar og stillum saman strengi. Þetta samstarf hefur líklega aldrei verið mikilvægara en núna. Það er ætlun okkar ráðherranna að halda áfram að nýta þennan vettvang til að efla viðbragð okkar gegn afbrotum. Á þessum fundi var töluvert rætt um aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi. Fyrir okkur á Íslandi er mikilvægt að muna að það sem gerist á Norðurlöndunum kemur öllu jafna 10 árum síðar til Íslands. Og sá tími er alltaf að styttast. Lærum af Norðurlöndunum Á Norðurlöndunum sjáum við núna hvernig skipulagðir glæpahópar eru farnir að nota ungmenni til að fremja afbrot. Þar hefur í sumum landanna verið brugðist við með lagasetningu um refsiábyrgð þeirra sem ginna aðra til að fremja afbrot. Gengjastríð eru orðin að veruleika og ráðamenn hafa áhyggjur af ofbeldi. Misnotkun á bótakerfum, innistæðulaus reikningagerð og önnur efnahagsbrot spila líka hlutverk. Umræður um þyngri refsingar fyrir ofbeldisbrot voru töluverðar. Norðurlöndin hafa gripið til þeirra ráða að auka heimildir lögreglu. Samhliða hafa þau eflt lögreglu og viðbragð, enda um gríðarmikið öryggismál að ræða. Það hefur skilað árangri. Ég fékk brýningu frá norrænum kollega mínum: Gerið eitthvað núna í skipulagðri brotastarfsemi. Ekki bíða, það eru dýrkeypt mistök. Og á fyrstu sex mánuðum hefur ríkisstjórnin eflt löggæslu með því að fjölga lögreglumönnum. Önnur skref hafa nýlega verið tekin, svo sem að hækka lágmarkssektir fyrir vopnaburð tífalt. Með því er undirstrikað að vopnaburður á ekki að vera liðinn á Íslandi. Í liðinni viku varð frumvarp mitt um farþegalista að lögum sem og frumvarp um framsal sakamanna. Alþingi er auk þess með frumvarp mitt til meðferðar um aðgerðir til að endurheimta ólöglegan ávinning af afbrotum. Og í haust mun ég leggja fram frumvarp um auknar heimildir fyrir lögreglu í aðgerðum gegn skipulagðri brotastarfsemi. Þá mun ég í haust kynna frumvarp til að efla enn frekar embætti lögreglunnar á Suðurnesjum. Þar vinnur sterkur hópur gott starf en með lagabreytingum og fleiri störfum er ætlunin að efla embættið og landamæri okkar enn frekar. Lykillinn að árangri er alþjóðleg samvinna Skipulögð brotastarfsemi er flókinn málaflokkur við að eiga. Alþjóðleg samvinna, miðlun upplýsinga og samhæfðar aðgerðir eru lykillinn að árangri í baráttunni gegn glæpahópum sem vinna þvert á landamæri. Alþjóðleg samvinna eins og sú sem fer fram hjá Europol hefur aldrei verið mikilvægari. Og það er ætlun mín að efla enn frekar tengsl okkar við Norðurlöndin og læra af reynslu þeirra. Aðgerðaáætlun í smíðum Ég mætti nýlega á Lögregluráðsfund og ræddi við lögreglustjórana um aðgerðaáætlun gegn skipulagðri brotastarfsemi að norrænni fyrirmynd sem er í smíðum. Við munum aldrei verja okkur á mannaflanum einum. Við þurfum lagabreytingar og heimildir. Staðan sem við okkur blasir núna er að við þurfum að gera upp við okkur hvort við ætlum að setja aðgerðir gegn brotastarfsemi í forgang eða bíða í nokkur ár og þurfa þá að grípa til kostnaðarsamra aðgerða til að bregðast við erfiðuástandi líkt og reynslan var á sumum Norðurlöndunum.Mín afstaða er skýr. Við skulum ekki bíða heldur ganga í málið strax. Höfundur er dómsmálaráðherra
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun