Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 13. febrúar 2025 09:01 Því fylgir ábyrgð að vera dómsmálaráðherra og verkefnin eru oft krefjandi. Það er góð tilfinning að geta sett mikilvæg mál í forgang og um leið mælt fyrir breytingum sem eru Íslandi til góða. Ég mæli fyrir sex frumvörpum og einni þingsályktunartillögu á vorþinginu. Það gleður mig að vera í ríkisstjórn sem er samstíga um stóru málin. Að reka ríkið betur, gæta öryggi fólksins í landinu og standa vörð um jafnrétti í íslensku samfélagi. Eflum löggæslu Mín fyrstu verk í dómsmálaráðuneytinu voru að setja af stað vinnu um að fjölga lögreglumönnum og taka við fleiri nemum í lögreglufræði í haust. Eins hefur verið sett af stað vinna við frumvarp um öryggisráðstafanir fyrir einstaklinga sem eru metnir hættulegir sem og endurskoðun á lögum og framkvæmd um nálgunarbann. Það eiga ekki að teljast mannréttindi að ógna fólki með ofsóknum eða áreiti. Sameinum sýslumenn Eitt mesta framfaramálið á þessu vorþingi er frumvarp um sameiningu sýslumannsembætta úr níu í eitt. Þessi breyting þýðir að yfirbygging minnkar en þjónusta helst óbreytt eða batnar. Starfsstöðvar verða enn um allt land og aðgengi jafngreitt að þjónustu. Með sameiningunni verður hægt að hraða innleiðingu stafrænna lausna sem mun skila sér í betri þjónustu við almenning á landinu öllu. Við sameiningu verður hægt að leita þjónustu hvar sem er. Síðast en ekki síst verður einfaldara að færa sérhæfð verkefni út til starfstöðva í landsbyggðunum og þannig efla starfsemina á landsvísu. Með þessu færum við sýslumannsembættið einfaldlega inn í framtíðina. Útlendingalög í samræmi við nágrannaríki Við komu í dómsmálaráðuneytið bjóst ég við því að frumvarp um afturköllun á alþjóðlegri vernd einstaklinga sem hafa brotið alvarlega af sér væri til. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hamrað á því í fjölmiðlum. Upp úr dúrnum kom að þetta hafði aðallega verið til umræðu í fjölmiðlum en engin vinna átt sér stað. Ég setti því þá vinnu í forgang til þess að geta lagt fram slíkt frumvarp í vor. Orð eru til alls fyrst en það þarf líka að láta verkin tala. Þessi lagabreyting er í takti við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að samræma reglur um útlendinga við nágrannaríkin. Aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi Meðal fleiri mála sem ég mæli fyrir eru nauðsynlegar lagabreytingar til að hafa betri upplýsingar um farþega sem koma hingað til lands með flugi. Þetta er mikilvæg breyting fyrir löggæsluna í landinu og um leið öryggi fólksins í landinu. Í þingmálaskránni má einnig finna breytingar um endurheimt ávinnings af ólöglegri starfsemi. Þetta eru mikilvægar lagabreytingar sem geta m.a. reynst hjálplegar við að taka á skipulagðri brotastarfsemi. Jafnréttismál í forgrunni Ég er líka jafnréttis- og mannréttindaráðherra og mun hafa þau mál í forgangi í mínum störfum, rétt eins og áður. Jafnréttismál tóna vel við verkefni dómsmálaráðuneytisins og mikil tækifæri eru fyrir hendi til að bæta stöðu kvenna, til dæmis þegar kemur að kynbundnu ofbeldi. Með breytingum í heimsmálunum þurfum við sömuleiðis að standa þétt með hinsegin samfélaginu og tryggja réttindi og öryggi þess hóps. Á þessu þingi mun ég leggja fram þingsályktunartillögu um framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir næstu ár. Ein af mikilvægari aðgerðum þar er endurskoðun á virðismati starfa. Ekki er vanþörf á. Það er næsta skref hvað varðar launajafnrétti kynjanna - það er að skoða kjör þeirra stétta sem hafa í gegnum tíðina verið skilgreindar sem kvennastéttir. Nú hef ég stiklað á stóru um áherslumál dómsmálaráðuneytisins á vorþingi. Það mætti hafa töluvert fleiri orð um hvert mál. Ég mun eftir fremsta megni kynna þessi mál betur, eitt af öðru. Það hefur verið merkileg upplifun að stíga fyrstu skref í dómsmálaráðuneytinu og ánægjulegt að kynnast því færa fólki sem þar starfar. Ég er þakklát fyrir traustið sem Viðreisn hlaut í kosningum og er einbeitt í því að standa undir því trausti. Höfundur er dómsmálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Dómsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jafnréttismál Lögreglumál Hælisleitendur Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Því fylgir ábyrgð að vera dómsmálaráðherra og verkefnin eru oft krefjandi. Það er góð tilfinning að geta sett mikilvæg mál í forgang og um leið mælt fyrir breytingum sem eru Íslandi til góða. Ég mæli fyrir sex frumvörpum og einni þingsályktunartillögu á vorþinginu. Það gleður mig að vera í ríkisstjórn sem er samstíga um stóru málin. Að reka ríkið betur, gæta öryggi fólksins í landinu og standa vörð um jafnrétti í íslensku samfélagi. Eflum löggæslu Mín fyrstu verk í dómsmálaráðuneytinu voru að setja af stað vinnu um að fjölga lögreglumönnum og taka við fleiri nemum í lögreglufræði í haust. Eins hefur verið sett af stað vinna við frumvarp um öryggisráðstafanir fyrir einstaklinga sem eru metnir hættulegir sem og endurskoðun á lögum og framkvæmd um nálgunarbann. Það eiga ekki að teljast mannréttindi að ógna fólki með ofsóknum eða áreiti. Sameinum sýslumenn Eitt mesta framfaramálið á þessu vorþingi er frumvarp um sameiningu sýslumannsembætta úr níu í eitt. Þessi breyting þýðir að yfirbygging minnkar en þjónusta helst óbreytt eða batnar. Starfsstöðvar verða enn um allt land og aðgengi jafngreitt að þjónustu. Með sameiningunni verður hægt að hraða innleiðingu stafrænna lausna sem mun skila sér í betri þjónustu við almenning á landinu öllu. Við sameiningu verður hægt að leita þjónustu hvar sem er. Síðast en ekki síst verður einfaldara að færa sérhæfð verkefni út til starfstöðva í landsbyggðunum og þannig efla starfsemina á landsvísu. Með þessu færum við sýslumannsembættið einfaldlega inn í framtíðina. Útlendingalög í samræmi við nágrannaríki Við komu í dómsmálaráðuneytið bjóst ég við því að frumvarp um afturköllun á alþjóðlegri vernd einstaklinga sem hafa brotið alvarlega af sér væri til. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hamrað á því í fjölmiðlum. Upp úr dúrnum kom að þetta hafði aðallega verið til umræðu í fjölmiðlum en engin vinna átt sér stað. Ég setti því þá vinnu í forgang til þess að geta lagt fram slíkt frumvarp í vor. Orð eru til alls fyrst en það þarf líka að láta verkin tala. Þessi lagabreyting er í takti við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að samræma reglur um útlendinga við nágrannaríkin. Aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi Meðal fleiri mála sem ég mæli fyrir eru nauðsynlegar lagabreytingar til að hafa betri upplýsingar um farþega sem koma hingað til lands með flugi. Þetta er mikilvæg breyting fyrir löggæsluna í landinu og um leið öryggi fólksins í landinu. Í þingmálaskránni má einnig finna breytingar um endurheimt ávinnings af ólöglegri starfsemi. Þetta eru mikilvægar lagabreytingar sem geta m.a. reynst hjálplegar við að taka á skipulagðri brotastarfsemi. Jafnréttismál í forgrunni Ég er líka jafnréttis- og mannréttindaráðherra og mun hafa þau mál í forgangi í mínum störfum, rétt eins og áður. Jafnréttismál tóna vel við verkefni dómsmálaráðuneytisins og mikil tækifæri eru fyrir hendi til að bæta stöðu kvenna, til dæmis þegar kemur að kynbundnu ofbeldi. Með breytingum í heimsmálunum þurfum við sömuleiðis að standa þétt með hinsegin samfélaginu og tryggja réttindi og öryggi þess hóps. Á þessu þingi mun ég leggja fram þingsályktunartillögu um framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir næstu ár. Ein af mikilvægari aðgerðum þar er endurskoðun á virðismati starfa. Ekki er vanþörf á. Það er næsta skref hvað varðar launajafnrétti kynjanna - það er að skoða kjör þeirra stétta sem hafa í gegnum tíðina verið skilgreindar sem kvennastéttir. Nú hef ég stiklað á stóru um áherslumál dómsmálaráðuneytisins á vorþingi. Það mætti hafa töluvert fleiri orð um hvert mál. Ég mun eftir fremsta megni kynna þessi mál betur, eitt af öðru. Það hefur verið merkileg upplifun að stíga fyrstu skref í dómsmálaráðuneytinu og ánægjulegt að kynnast því færa fólki sem þar starfar. Ég er þakklát fyrir traustið sem Viðreisn hlaut í kosningum og er einbeitt í því að standa undir því trausti. Höfundur er dómsmálaráðherra
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun