Löggæsla er mikilvæg grunnþjónusta við fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 16. maí 2024 10:30 Þrátt fyrir að öryggi fólks sé fyrsta skylda ríkisins blasir alvarleg innviðaskuld við hvað varðar löggæslu í landinu. Engu að síður er ætlun ríkisstjórnarinnar að herða ólina að löggæslu í nýjustu fjármálaáætlun með 1.500 milljónir aðhaldskröfu á löggæslustofnanir landsins. Sú krafa ógnar öryggi almennings. Þörfin fyrir löggæslu að aukast Aðhaldskrafa kemur fram þrátt fyrir að þörfin fyrir þjónustu löggæslunnar sé alltaf að aukast og breiddin í verkefnum sömuleiðis. Gríðarleg fólksfjölgun hefur orðið í landinu og mikill fjöldi ferðamanna kemur nú til landsins allan ársins hring. Því hefur m.a. fylgt aukið landamæraeftirlit í höfnum og verulega aukið álag í umferð. Viðvarandi er síðan sú staða að dómstólar landsins hafa mildað dóma í alvarlegum sakamálum vegna þess að mál hafa dregist alvarlega í rannsókn. Engin önnur skýring er á því önnur en sú að fáliðað er í lögreglu. Og nú bætist aðhaldskrafan á dómstóla. Mikil vanfjármögnun hefur verið hjá fangelsum landsins, með þeim alvarlegu afleiðingum að dæmdir menn hafa ekki afplánað dóma fyrir ofbeldisbrot og kynferðisbrot einfaldlega vegna þess að fangelsin geta ekki kallað menn inn. Fangelsin hafa á sama tíma litla burði til að standa undir nafni betrunar. Mikilvægt að geta sinnt forvörnum Verkefni lögreglunnar er mjög fjölbreytt og frá forvörnum yfir í rannsókn sakamála. Sveitarfélögin kalla t.d. eftir að því að lögregla sé sýnileg í samfélaginu og sinni forvarnarstarfi meðal ungmenna með virku samtali. Með samskiptum lögreglu við ungt fólk aukast t.d. möguleikar á því að grípa inn í aðstæður áður en vandamálin koma fram. Í lögum um farsæld barna er lögregla skilgreind sem þjónustuveitandi. Með öðrum orðum þá fjölgar verkefnum stöðugt. Aðhaldskrafan núna er líkleg til að hafa áhrif á gott forvarnastarf. Nær allur rekstrarkostnaður lögreglu er launakostnaður. Aðhald getur þess vegna ekki þýtt annað en fækkun í mannafla sem er fáliðaður fyrir. Lögregla hefur tekið á sig miklar kostnaðarhækkanir t.d. vegna styttingu vinnuvikunnar sem er mjög kostnaðarsöm fyrir þjónustu sem er rekin allan sólarhringinn, allan ársins hring. Innviðaskuldin birtist jafnframt þannig að víða um land er húsnæði lögreglu þannig að það háir starfseminni. Það gengur ekki upp að boða löggæsluáætlanir eða áætlanir um landamæraeftirlit en ræða aldrei um þá einföldu staðreynd að það þarf fólk til að sinna þessum störfum. Félag yfirlögregluþjóna hefur í umsögn við fjármálaáætlun rakið að fjöldi lögreglumanna sé svipaður og fyrir árið 1990 þrátt fyrir að íbúum landsins hafi fjölgað um 60% á sama tíma. Þegar litið er til höfuðborgarsvæðisins þá má sjá að frá 2007 hefur lögreglumönnum á svæðinu fækkað um 40 talsins. Staðan er orðin sú að fyrir hverja þúsund íbúa á höfuðborgarsvæðinu er rétt rúmlega einn lögreglumaður sem er ótrúlega lágt hlutfall. Hlutfall ófaglærðra lögreglumanna hefur á sama tíma farið hækkandi, ekki síst í byggðum landsins og viðbragðstíma lögreglu er ábótavant víða um land. Þessi staða ógnar öryggi fólks og þetta þarf að viðurkenna. Gjörbreytt öryggisumhverfi Félag yfirlögregluþjóna hefur líka bent á samanburð við nágrannríkin sem verja nú miklum fjármunum til varnar- og öryggismála vegna þess að öryggisumhverfið í Evrópu hefur gjörbreyst á skömmum tíma. Hér er enginn her og hlutverk lögreglu því stærra í þessu samhengi. Það er mat félagsins að viðbragsstyrkur í landinu öllu sé allt of lítill og kominn langt niður fyrir það sem er skynsamlegt og öruggt. Samanburður okkur við önnur Evrópuríki sýnir það sama: að löggæsla hér á landi er áberandi fáliðuð og veik af þeirri ástæðu. Hvað sakamál og sakamálarannsóknir varðar þá blasir við að það fullkomlega óraunhæft að ætla að efla viðbragð við skipulagðri glæpastarfsemi með því að veikja almenna löggæslu. Almenn löggæsla og sérhæfðari deildir þurfa á hver annarri að halda. Sömuleiðis þarf að horfa á löggæsluna yfir landið allt og viðurkenna sérstakar aðstæður okkar. Viðreisn vill efla löggæslu Viðreisn vill að löggæsla verði efld og að horfa eigi á löggæslu sem grunnþjónustu við fólkið í landinu. Þetta er almanna- og þjóðaröryggismál. Það er einfaldlega óskynsamleg ráðstöfun fjármuna að vanfjármagna innviði og þjónustu sem hafa það hlutverk að tryggja öryggi fólks. Það verður að setja löggæslu í sama forgang og heilbrigðisþjónustu, sem hefur verið undanskilin aðhaldi í fjármálaáætlun ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Það er algjört fyrsta skref að hverfa frá hugmyndum um að höggva frekar í þessa mikilvægu innviði. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar birtir alvarlegt skilningsleysi á afleiðingum þess fyrir almenning að veikja innviði á borð við lögreglu. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Lögreglan Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að öryggi fólks sé fyrsta skylda ríkisins blasir alvarleg innviðaskuld við hvað varðar löggæslu í landinu. Engu að síður er ætlun ríkisstjórnarinnar að herða ólina að löggæslu í nýjustu fjármálaáætlun með 1.500 milljónir aðhaldskröfu á löggæslustofnanir landsins. Sú krafa ógnar öryggi almennings. Þörfin fyrir löggæslu að aukast Aðhaldskrafa kemur fram þrátt fyrir að þörfin fyrir þjónustu löggæslunnar sé alltaf að aukast og breiddin í verkefnum sömuleiðis. Gríðarleg fólksfjölgun hefur orðið í landinu og mikill fjöldi ferðamanna kemur nú til landsins allan ársins hring. Því hefur m.a. fylgt aukið landamæraeftirlit í höfnum og verulega aukið álag í umferð. Viðvarandi er síðan sú staða að dómstólar landsins hafa mildað dóma í alvarlegum sakamálum vegna þess að mál hafa dregist alvarlega í rannsókn. Engin önnur skýring er á því önnur en sú að fáliðað er í lögreglu. Og nú bætist aðhaldskrafan á dómstóla. Mikil vanfjármögnun hefur verið hjá fangelsum landsins, með þeim alvarlegu afleiðingum að dæmdir menn hafa ekki afplánað dóma fyrir ofbeldisbrot og kynferðisbrot einfaldlega vegna þess að fangelsin geta ekki kallað menn inn. Fangelsin hafa á sama tíma litla burði til að standa undir nafni betrunar. Mikilvægt að geta sinnt forvörnum Verkefni lögreglunnar er mjög fjölbreytt og frá forvörnum yfir í rannsókn sakamála. Sveitarfélögin kalla t.d. eftir að því að lögregla sé sýnileg í samfélaginu og sinni forvarnarstarfi meðal ungmenna með virku samtali. Með samskiptum lögreglu við ungt fólk aukast t.d. möguleikar á því að grípa inn í aðstæður áður en vandamálin koma fram. Í lögum um farsæld barna er lögregla skilgreind sem þjónustuveitandi. Með öðrum orðum þá fjölgar verkefnum stöðugt. Aðhaldskrafan núna er líkleg til að hafa áhrif á gott forvarnastarf. Nær allur rekstrarkostnaður lögreglu er launakostnaður. Aðhald getur þess vegna ekki þýtt annað en fækkun í mannafla sem er fáliðaður fyrir. Lögregla hefur tekið á sig miklar kostnaðarhækkanir t.d. vegna styttingu vinnuvikunnar sem er mjög kostnaðarsöm fyrir þjónustu sem er rekin allan sólarhringinn, allan ársins hring. Innviðaskuldin birtist jafnframt þannig að víða um land er húsnæði lögreglu þannig að það háir starfseminni. Það gengur ekki upp að boða löggæsluáætlanir eða áætlanir um landamæraeftirlit en ræða aldrei um þá einföldu staðreynd að það þarf fólk til að sinna þessum störfum. Félag yfirlögregluþjóna hefur í umsögn við fjármálaáætlun rakið að fjöldi lögreglumanna sé svipaður og fyrir árið 1990 þrátt fyrir að íbúum landsins hafi fjölgað um 60% á sama tíma. Þegar litið er til höfuðborgarsvæðisins þá má sjá að frá 2007 hefur lögreglumönnum á svæðinu fækkað um 40 talsins. Staðan er orðin sú að fyrir hverja þúsund íbúa á höfuðborgarsvæðinu er rétt rúmlega einn lögreglumaður sem er ótrúlega lágt hlutfall. Hlutfall ófaglærðra lögreglumanna hefur á sama tíma farið hækkandi, ekki síst í byggðum landsins og viðbragðstíma lögreglu er ábótavant víða um land. Þessi staða ógnar öryggi fólks og þetta þarf að viðurkenna. Gjörbreytt öryggisumhverfi Félag yfirlögregluþjóna hefur líka bent á samanburð við nágrannríkin sem verja nú miklum fjármunum til varnar- og öryggismála vegna þess að öryggisumhverfið í Evrópu hefur gjörbreyst á skömmum tíma. Hér er enginn her og hlutverk lögreglu því stærra í þessu samhengi. Það er mat félagsins að viðbragsstyrkur í landinu öllu sé allt of lítill og kominn langt niður fyrir það sem er skynsamlegt og öruggt. Samanburður okkur við önnur Evrópuríki sýnir það sama: að löggæsla hér á landi er áberandi fáliðuð og veik af þeirri ástæðu. Hvað sakamál og sakamálarannsóknir varðar þá blasir við að það fullkomlega óraunhæft að ætla að efla viðbragð við skipulagðri glæpastarfsemi með því að veikja almenna löggæslu. Almenn löggæsla og sérhæfðari deildir þurfa á hver annarri að halda. Sömuleiðis þarf að horfa á löggæsluna yfir landið allt og viðurkenna sérstakar aðstæður okkar. Viðreisn vill efla löggæslu Viðreisn vill að löggæsla verði efld og að horfa eigi á löggæslu sem grunnþjónustu við fólkið í landinu. Þetta er almanna- og þjóðaröryggismál. Það er einfaldlega óskynsamleg ráðstöfun fjármuna að vanfjármagna innviði og þjónustu sem hafa það hlutverk að tryggja öryggi fólks. Það verður að setja löggæslu í sama forgang og heilbrigðisþjónustu, sem hefur verið undanskilin aðhaldi í fjármálaáætlun ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Það er algjört fyrsta skref að hverfa frá hugmyndum um að höggva frekar í þessa mikilvægu innviði. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar birtir alvarlegt skilningsleysi á afleiðingum þess fyrir almenning að veikja innviði á borð við lögreglu. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun