Er kannski komið að því að skoða eitthvað annað en genin? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 27. ágúst 2024 10:33 Ég er í Færeyjum þessa dagana. Ég er alltaf dálítið skotin í Færeyjum. Hér er einstaklega fallegt og það er sjarmerandi að sjá öll torfþökin hér í miðbæ Þórshafnar. Færeyska tungumálið heillar og það gerir fólkið líka. Það er einhvern veginn bara létt yfir - þrátt fyrir rigninguna. Í gær þegar ég gekk hér um fór ég að hugsa um að það er dálítið annað fyrir fólk að eignast heimili hér en á Íslandi. Samt eru samfélög okkar lík að svo mörgu leyti. Sjávarútvegur er lykilatvinnugrein, hér er hagvöxtur og ferðaþjónusta er vaxandi. Íbúum hefur fjölgað umfram íbúðauppbyggingu. En Danir tengja dönsku krónuna við evru og þessi sambúð virðist henta Færeyjum ljómandi vel. Genatengd verðbólga eða eitthvað annað? Á Íslandi héldum við nýlega á eins árs afmæli sturlaðra vaxta, en í heilt ár hafa stýrivextir Seðlabankans verið 9,25%. Í Færeyjum eru stýrivextirnir 3,35%. Vaxtakostnaður heimila á Íslandi jókst um heila 39 milljarða í fyrra. Staðlað svar ríkisstjórnarinnar við þessu galna ástandi er að hávaxtastig sé bara í eðli íslenska kerfisins. Jafnvel í genunum samkvæmt glænýjum skýringum úr fjármálaráðuneytinu. Haustið 2026 verður genatengd íslensk verðbólga kannski komin í námunda við markmið Seðlabankans. Það verður þá eftir 80 mánaða verðbólgu, níu ár af hallarekstri ríkissjóðs og vaxtastig sem svipar til efnahags í stríðshrjáðu ríki. Tvær þjóðir á Íslandi Við erum á öðrum stað en frændur okkar í Færeyjum hvað varðar kostnað fólks af húsnæðislánum. En það er ekki bara að við séum í annarri stöðu en Færeyjar. Á Íslandi er þjóðinni skipt upp í tvær fylkingar. Það er fólkið sem lifir í krónuhagkerfinu og síðan eru það fyrirtækin sem gera upp í evrum og dollurum. Þau eru á þriðja hundrað fyrirtækin sem hafa yfirgefið krónuna. Fjörutíu og tvö prósent þjóðarframleiðslunnar. Vaxtaákvarðanir Seðlabankans hafa ekki áhrif á lán þessara fyrirtækja. Þannig tekur venjulegt fólk skellinn fyrir krónuna á meðan hinum er komið í var. Stöðugleikinn er þess vegna bara lúxus sumra en ekki allra. Viðreisn vill að stöðugleiki í efnahagsmálum sé valkostur allra. Og stöðugleikinn fæst ekki fyrr en almenningur nýtur stöðugs gjaldmiðils rétt eins og stórfyrirtækin gera. Það er auðvitað hægt að bjóða fólki vaxtabætur, húsnæðisbætur og barnabætur og það þarf svo sannarlega að gera á meðan staðan er eins og hún er. Það kostar hins vegar fyrir ríkið og það speglast þá í háum sköttum á venjulegt fjölskyldufólk á Íslandi. En það væri líka hægt að fara ræða bara um kostnaðinn af krónunni fyrir fólkið í landinu. Þegar staðan er svona er hætta á því að íslenskir háskólanemar erlendis velji ekki lengur að koma heim eftir nám. Við sjáum merki þess nú þegar. Einfaldlega vegna þess að nágrannalöndin bjóða vexti, verð á matvöru og stuðning við barnafjölskyldur sem þekkist ekki á Íslandi. Leyfum fólkinu að ráða Nú er áratugur síðan stjórnvöld komu í veg fyrir að þjóðin fengi að taka afstöðu til framtíðar í Evrópusambandinu. Frá þeim tíma hefur íslenskt hagkerfi haldið áfram að skoppa eins og vaskafat á úthafi með tilheyrandi uppköstum og herkostnaði. Er ekki kominn tími til að fólkið í landinu fái að gera það upp við sig hvort það vilji skoða aðra valkosti en skoppandi örgjaldmiðil? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Íslenska krónan Færeyjar Alþingi Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Sjá meira
Ég er í Færeyjum þessa dagana. Ég er alltaf dálítið skotin í Færeyjum. Hér er einstaklega fallegt og það er sjarmerandi að sjá öll torfþökin hér í miðbæ Þórshafnar. Færeyska tungumálið heillar og það gerir fólkið líka. Það er einhvern veginn bara létt yfir - þrátt fyrir rigninguna. Í gær þegar ég gekk hér um fór ég að hugsa um að það er dálítið annað fyrir fólk að eignast heimili hér en á Íslandi. Samt eru samfélög okkar lík að svo mörgu leyti. Sjávarútvegur er lykilatvinnugrein, hér er hagvöxtur og ferðaþjónusta er vaxandi. Íbúum hefur fjölgað umfram íbúðauppbyggingu. En Danir tengja dönsku krónuna við evru og þessi sambúð virðist henta Færeyjum ljómandi vel. Genatengd verðbólga eða eitthvað annað? Á Íslandi héldum við nýlega á eins árs afmæli sturlaðra vaxta, en í heilt ár hafa stýrivextir Seðlabankans verið 9,25%. Í Færeyjum eru stýrivextirnir 3,35%. Vaxtakostnaður heimila á Íslandi jókst um heila 39 milljarða í fyrra. Staðlað svar ríkisstjórnarinnar við þessu galna ástandi er að hávaxtastig sé bara í eðli íslenska kerfisins. Jafnvel í genunum samkvæmt glænýjum skýringum úr fjármálaráðuneytinu. Haustið 2026 verður genatengd íslensk verðbólga kannski komin í námunda við markmið Seðlabankans. Það verður þá eftir 80 mánaða verðbólgu, níu ár af hallarekstri ríkissjóðs og vaxtastig sem svipar til efnahags í stríðshrjáðu ríki. Tvær þjóðir á Íslandi Við erum á öðrum stað en frændur okkar í Færeyjum hvað varðar kostnað fólks af húsnæðislánum. En það er ekki bara að við séum í annarri stöðu en Færeyjar. Á Íslandi er þjóðinni skipt upp í tvær fylkingar. Það er fólkið sem lifir í krónuhagkerfinu og síðan eru það fyrirtækin sem gera upp í evrum og dollurum. Þau eru á þriðja hundrað fyrirtækin sem hafa yfirgefið krónuna. Fjörutíu og tvö prósent þjóðarframleiðslunnar. Vaxtaákvarðanir Seðlabankans hafa ekki áhrif á lán þessara fyrirtækja. Þannig tekur venjulegt fólk skellinn fyrir krónuna á meðan hinum er komið í var. Stöðugleikinn er þess vegna bara lúxus sumra en ekki allra. Viðreisn vill að stöðugleiki í efnahagsmálum sé valkostur allra. Og stöðugleikinn fæst ekki fyrr en almenningur nýtur stöðugs gjaldmiðils rétt eins og stórfyrirtækin gera. Það er auðvitað hægt að bjóða fólki vaxtabætur, húsnæðisbætur og barnabætur og það þarf svo sannarlega að gera á meðan staðan er eins og hún er. Það kostar hins vegar fyrir ríkið og það speglast þá í háum sköttum á venjulegt fjölskyldufólk á Íslandi. En það væri líka hægt að fara ræða bara um kostnaðinn af krónunni fyrir fólkið í landinu. Þegar staðan er svona er hætta á því að íslenskir háskólanemar erlendis velji ekki lengur að koma heim eftir nám. Við sjáum merki þess nú þegar. Einfaldlega vegna þess að nágrannalöndin bjóða vexti, verð á matvöru og stuðning við barnafjölskyldur sem þekkist ekki á Íslandi. Leyfum fólkinu að ráða Nú er áratugur síðan stjórnvöld komu í veg fyrir að þjóðin fengi að taka afstöðu til framtíðar í Evrópusambandinu. Frá þeim tíma hefur íslenskt hagkerfi haldið áfram að skoppa eins og vaskafat á úthafi með tilheyrandi uppköstum og herkostnaði. Er ekki kominn tími til að fólkið í landinu fái að gera það upp við sig hvort það vilji skoða aðra valkosti en skoppandi örgjaldmiðil? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun