Samfélagsþjónusta á röngum forsendum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 26. mars 2025 16:32 Undanfarin ár hefur samfélagsþjónustu verið beitt í meiri mæli en áður. Hún getur verið góð og skynsamleg leið. Það er ekki endilega betra fyrir samfélagið að allir sem hafa verið dæmdir fyrir afbrot séu settir á bak við lás og slá. Hins vegar má ekki nota þetta úrræði á röngum forsendum. Rýmkað hefur verið fyrir samfélagsþjónustu vegna vanfjármögnunar undanfarinna ára. Dómstólar eiga að mínu viti að ákveða hvort dæmdir menn séu í fangelsi en ekki Fangelsismálastofnun. Það er eðlilegt að sú ákvörðun sé í hendi dómstóla þegar þeir dæma í málum. Gott úrræði við réttar aðstæður Sjálf sagði ég í atkvæðaskýringu á Alþingi um fullnustu refsinga þann 21. júní 2024: „Samfélagsþjónusta er mikilvægt refsipólitískt úrræði og því á að beita meira og því á að beita oftar og því á gjarnan að vera beitt af hálfu dómstóla. Samfélagsþjónusta vegna blankheita í kerfinu er töluvert annað úrræði og það er það sem er að gerast hér í dag. Við erum með nýlega skýrslu frá Ríkisendurskoðun sem segir okkur þá sögu að dæmdir kynferðisafbrotamenn, menn sem hafa hlotið dóma fyrir alvarlegustu ofbeldisbrot samfélagsins — dómar yfir þeim hafa fyrnst vegna þess að fangelsin hafa verið vanfjármögnuð á vakt Sjálfstæðisflokksins í dómsmálaráðuneytinu. Þetta er veruleiki málsins. Það eru óboðleg skilaboð til fangelsanna, til fanga, til samfélagsins, til þolenda alvarlegra brota, að vilji dómstóla á Íslandi geti ekki gengið eftir vegna þess að fangelsin eru vanfjármögnuð. Þetta eru dómar fyrir alvarleg kynferðisbrot sem fyrnast á vakt Sjálfstæðisflokksins í dómsmálaráðuneytinu.“ Ég stend við þessi orð mín. Þetta er staðan sem við horfum upp á í dag. Það er algjörlega óboðlegt að þolandi alvarlegs afbrots, sem fer með mál sitt fyrir dómstóla, eigi í hættu á að mæta geranda sínum – og viti að hann gangi laus – þegar hann ætti með réttu að vera í fangelsi. Þessi staða grefur undan réttarkerfinu og trausti almennings til þess. Dómstólar taki ákvörðun um samfélagsþjónustu Það er ágætt að halda ábyrgð Sjálfstæðisflokksins til haga. Þau hafa farið með þessi mál í áratugi, að nokkrum árum undanskildum. Nú er ég dómsmálaráðherra, ber ábyrgð á þessum málaflokki og skorast ekki undan þeirri ábyrgð. Það kemur í hlut nýrrar ríkisstjórnar að greiða úr þessu ófremdarástandi. Það munum við gera en ég bendi hins vegar á að þetta verkefni verður ekki leyst á einni nóttu. Vinnan er hafin og verður unnin á minni vakt. Gerendur í kynferðisbrotamálum og öðrum alvarlegum ofbeldismálum eiga ekki að ganga lausir vegna ástands í fangelsismálum. Dómstólar eiga að taka ákvörðun um það hvenær samfélagsþjónusta á við. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fangelsismál Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Skoðun Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur samfélagsþjónustu verið beitt í meiri mæli en áður. Hún getur verið góð og skynsamleg leið. Það er ekki endilega betra fyrir samfélagið að allir sem hafa verið dæmdir fyrir afbrot séu settir á bak við lás og slá. Hins vegar má ekki nota þetta úrræði á röngum forsendum. Rýmkað hefur verið fyrir samfélagsþjónustu vegna vanfjármögnunar undanfarinna ára. Dómstólar eiga að mínu viti að ákveða hvort dæmdir menn séu í fangelsi en ekki Fangelsismálastofnun. Það er eðlilegt að sú ákvörðun sé í hendi dómstóla þegar þeir dæma í málum. Gott úrræði við réttar aðstæður Sjálf sagði ég í atkvæðaskýringu á Alþingi um fullnustu refsinga þann 21. júní 2024: „Samfélagsþjónusta er mikilvægt refsipólitískt úrræði og því á að beita meira og því á að beita oftar og því á gjarnan að vera beitt af hálfu dómstóla. Samfélagsþjónusta vegna blankheita í kerfinu er töluvert annað úrræði og það er það sem er að gerast hér í dag. Við erum með nýlega skýrslu frá Ríkisendurskoðun sem segir okkur þá sögu að dæmdir kynferðisafbrotamenn, menn sem hafa hlotið dóma fyrir alvarlegustu ofbeldisbrot samfélagsins — dómar yfir þeim hafa fyrnst vegna þess að fangelsin hafa verið vanfjármögnuð á vakt Sjálfstæðisflokksins í dómsmálaráðuneytinu. Þetta er veruleiki málsins. Það eru óboðleg skilaboð til fangelsanna, til fanga, til samfélagsins, til þolenda alvarlegra brota, að vilji dómstóla á Íslandi geti ekki gengið eftir vegna þess að fangelsin eru vanfjármögnuð. Þetta eru dómar fyrir alvarleg kynferðisbrot sem fyrnast á vakt Sjálfstæðisflokksins í dómsmálaráðuneytinu.“ Ég stend við þessi orð mín. Þetta er staðan sem við horfum upp á í dag. Það er algjörlega óboðlegt að þolandi alvarlegs afbrots, sem fer með mál sitt fyrir dómstóla, eigi í hættu á að mæta geranda sínum – og viti að hann gangi laus – þegar hann ætti með réttu að vera í fangelsi. Þessi staða grefur undan réttarkerfinu og trausti almennings til þess. Dómstólar taki ákvörðun um samfélagsþjónustu Það er ágætt að halda ábyrgð Sjálfstæðisflokksins til haga. Þau hafa farið með þessi mál í áratugi, að nokkrum árum undanskildum. Nú er ég dómsmálaráðherra, ber ábyrgð á þessum málaflokki og skorast ekki undan þeirri ábyrgð. Það kemur í hlut nýrrar ríkisstjórnar að greiða úr þessu ófremdarástandi. Það munum við gera en ég bendi hins vegar á að þetta verkefni verður ekki leyst á einni nóttu. Vinnan er hafin og verður unnin á minni vakt. Gerendur í kynferðisbrotamálum og öðrum alvarlegum ofbeldismálum eiga ekki að ganga lausir vegna ástands í fangelsismálum. Dómstólar eiga að taka ákvörðun um það hvenær samfélagsþjónusta á við. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun