

Pepsi Max-deild karla
Leikirnir

„Þetta er veikara lið“
Albert Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, er ekki bjartsýnn fyrir hönd KA og segir að bikarmeistararnir hafi ekki styrkt sig nógu mikið í vetur.

Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 9. sæti Bestu deildar karla í sumar.

„Mjög krefjandi tímabil framundan“
Albert Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, segir að tímabilið gæti orðið strembið fyrir Vestra og erfitt sé að rýna í stöðu liðsins vegna mikilla breytinga sem hafa orðið á því.

„Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“
Sindri Kristinn Ólafsson segist vera stoltur af tíma sínum í FH og ákvörðunin að yfirgefa klúbbinn hafi verið erfið.

Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Vestra 10. sæti Bestu deildar karla í sumar.

Aftur hefur KR leik í Laugardalnum
Líkt og á síðustu leiktíð munu fyrstu heimaleikir KR í Bestu deild karla í knattspyrnu fara fram í Laugardal. Á síðustu leiktíð endaði KR sömuleiðis mótið í Laugardalnum en nýtt gervigras svarthvítra ætti að koma í veg fyrir það.

Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik
William Tönning hefur samið við KA og lék sinn fyrsta leik með liðinu þegar leikið var til úrslita í Kjarnafæðismóti karla í fótbolta.

Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“
Kraftajötnarnir Andrés Guðmundsson og Hjalti „Úrsus“ Árnason stela senunni í Bestu deildar auglýsingunni fyrir Aftureldingu.

„Veturinn eins og best verður á kosið“
Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, telur að Afturelding geti spjarað sig vel á sínu fyrsta tímabili í Bestu deild karla.

Besta-spáin 2025: Í túninu heima
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 11. sæti Bestu deildar karla í sumar.

Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“
Ingvar Jónsson hefur skrifað undir samningsframlengingu við Víking út tímabilið 2026. Ingvar hefur verið leikmaður Víkings síðan 2020 og er að sögn Kára Árnasonar, yfirmanns knattspyrnumála, besti markmaður Bestu deildar karla.

LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum
Í þætti kvöldsins af Lengsta undirbúningstímabili í heimi heimsækir Baldur Sigurðsson lið FH og fær að skyggnast á bak við tjöldin hjá Fimleikafélaginu.

„Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“
Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, á von á erfiðu tímabili hjá ÍBV, nýliðunum í Bestu deild karla, og telur líklegt að þeir falli strax aftur niður í Lengjudeildina.

Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 12. sæti Bestu deildar karla í sumar.

Gísli Laxdal snýr heim á Skagann
Gísli Laxdal Unnarsson hefur yfirgefið Hlíðarenda og heldur heim á Skagann, þar sem hann skrifar undir þriggja ára samning við uppeldisfélagið ÍA.

Pedersen framlengir við Val
Patrick Pedersen, markahæsti erlendi leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi, hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við Val.

Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen
Besta deildin hefur upphitun sína fyrir fótboltasumarið formlega í dag þegar fyrsta auglýsing deildarinnar fer í loftið.

LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“
Magnús Már Einarsson tók við þjálfun Aftureldingar í nóvember 2019, þá þrítugur að aldri. Hann er nú mættur með liðið í efstu deild karla í fótbolta. Leikstíllinn hefur vakið athygli og Magnús fór yfir það í nýjasta þætti Lengsta undirbúningstímabils í heimi.

Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“
Valsmenn hafa keypt varnarmanninn öfluga Andi Hoti frá Leikni og gert við hann samning til fimm ára. Andi, sem leikið hefur fyrir U19- og U21-landslið Íslands, segir erfitt að yfirgefa Breiðholtið en er spenntur fyrir að stíga inn á stóra sviðið.

Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“
Davíð Smári Lamude, þjálfari karlaliðs Vestra í fótbolta, gagnrýnir þá leið íþróttayfirvalda að dæma leikmenn í leikbann vegna veðmálabrota og kallar eftir því að þeir fái aðstoð og menntun í staðinn. Gagnrýnin kemur fram í ljósi banns fyrirliða Vestra.

Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum
Þrítugi miðjumaðurinn Simon Hjalmar Friedel Tibbling hefur skrifað undir samning við Fram og mun leika með liðinu í Bestu deild karla á komandi tímabili. Svíinn hefur verið með liðinu í æfingaferð á Spáni síðustu daga og skrifaði undir samning í gær.

Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum
„Þessi tími hjá KR var stuttur og erfiður,“ segir Axel Óskar Andrésson. Axel og pabbi hans, kraftajötuninn Andrés Guðmundsson, ræddu um KR-tímann í fyrsta þætti nýrrar seríu af Lengsta undirbúningstímabili í heimi.

Styrktaraðilar endursemja við ÍTF
Fótboltasumarið er handan við hornið og Íslenskur Toppfótbolti, ÍTF, hefur gengið frá samningum við sína helstu styrktaraðila.

„Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“
Davíð Smári Lamude, þjálfari karlaliðs Vestra í fótbolta, segir bann fyrirliða félagsins vegna veðmálabrota vera högg. Hann kveðst viss um að töluvert sé um veðmál hjá leikmönnum hérlendis.

Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum
Leifur Andri Leifsson, oft kallaður herra HK, er hættur knattspyrnuiðkun eftir farsælan feril með uppeldisfélaginu. Félagið hefur spilað stóran sess í lífi hans en fjölskyldan fær nú forgang.

„Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“
Kristinn Freyr Sigurðsson hefur framlengt samning sinn við Val í Bestu deild karla í knattspyrnu til loka tímabilsins 2026. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Valur sendi frá sér í dag, þriðjudag.

Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann
Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra í Bestu deild karla í knattspyrnu, hefur verið dæmdur í tveggja mánaða bann vegna veðmálaþátttöku.

Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“
Utanaðkomandi styrkir til knattspyrnudeildar Fram voru rúmlega 143 milljónum króna hærri í fyrr en árið 2023. Þar spilar inn í veglegur arfur sem deildin fékk.

Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu
Breiðablik, ríkjandi Íslandsmeistari karla í fótbolta, er um þessar mundir í æfingaferð erlendis. Í myndbandi af æfingu liðsins má sjá Þorleif Úlfarsson, uppalinn Blika, sem hefur undanfarin ár spilað í Bandaríkjunum og Ungverjalandi.

Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram
Hinn þrítugi Simon Hjalmar Friedel Tibbling er við það að ganga í raðir Fram. Á hann að styrkja miðsvæði liðsins í Bestu deild karla í knattspyrnu.