Pepsimörkin: Mörkin og tilþrifin úr 8 umferð Pepsimörkin á Stöð 2 sport fór af stað að nýju eftir nokkurt hlé á Pepsideild karla í fótbolta. Hörður Magnússon íþróttafréttamaður á Stöð 2 sport fór yfir öll helstu atriðin úr 8. umferð með þeim Hjörvari Hafliðasyni og Magnúsi Gylfasyni. Samantektin í lok þáttar var skreytt með laginu Cant go back með Primal Scream. Íslenski boltinn 28. júní 2011 09:30
Enn tapa Framarar - myndir Fram situr sem fastast á botni Pepsi-deildar karla en liðið tapaði fyrir FH í gær og er aðeins með tvö stig eftir átta umferðir. Íslenski boltinn 28. júní 2011 08:00
Kristinn tryggði Blikum sigur - myndir Kristinn Steindórsson skoraði bæði mörk Breiðabliks og er langmarkahæsti leikmaður Pepsi-deildar karla með átta mörk. Blikar lentu marki undir gegn Keflavík en unnu að lokum 2-1 sigur. Íslenski boltinn 28. júní 2011 07:00
Pepsimörkin: Gaupahornið á Akranesvelli Guðjón Guðmundsson var með Gaupahornið í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport í samantektarþættinum um 8. umferðina. Gaupi fór eldsnöggt yfir knattspyrnusögu Skagamanna á Akranesvelli og þar komu margir við sögu. Þar á meðal skíðasleðinn Alexander Högnason, rafvirkinn Guðjón Þórðarson, Hvítanesættin, Guðjónssynirnir þrír og ekki gleyma Benedikt Valtýssyni. Íslenski boltinn 28. júní 2011 01:15
Þorvaldur: Erfitt að halda áfram Þorvaldur Örlygsson þjálfari Fram var að vonum brúnar þungur eftir sjötta tapið í átta leikjum í Pepsí deild karla í sumar, nú gegn FH 2-1 á heimavelli. Íslenski boltinn 27. júní 2011 23:04
Heimir: Hugsum bara um næsta leik Heimir Guðjónsson þjálfari FH var fyrst og fremst ánægður með að sækja þrjú stig í Laugardalinn gegn Fram í kvöld í erfiðum leik sem mikill vindur sett sterkan svip á. Íslenski boltinn 27. júní 2011 23:01
Kári: Þurfum allaf að berjast og djöflast „Þetta var mjög kærkomið og ég er ánægður með vinnuframlagið og baráttan sem sást á leik okkar í kvöld,“ sagði Kári Ársælsson, fyrirliði Blika, eftir sigurinn í kvöld. Breiðablik vann frábæran sigur, 2-1, gegn Keflavík í kvöld, en liðið hefur átt erfitt uppdráttar í sumar. Íslenski boltinn 27. júní 2011 22:23
Ólafur: Vorum beinskeyttir allan leikinn „Við höfum alltaf haft trú á verkefninu og erum búnir að vinna vel í okkar málum og þegar menn gera það, þá er þeim launað,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld sem Breiðablik vann 2-1 gegn Keflavík í 8. umferð Pepsi-deildar karla. Íslenski boltinn 27. júní 2011 22:15
Willum: Gerum okkur seka um fáránleg mistök "Það er alltaf ömurlegt að tapa og sérstaklega í leik þar sem við áttum fína möguleika,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflvíkinga, eftir leikinn. Íslenski boltinn 27. júní 2011 22:10
Kristinn: Hópeflið skilaði sér „Þetta var mjög kærkominn sigur fyrir okkur eftir skell í bikarnum í síðustu viku,“ sagði Kristinn Steindórsson, leikmaður Breiðabliks, eftir leikinn. Íslenski boltinn 27. júní 2011 22:06
Miðstöð Boltavaktarinnar - allt á einum stað Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum á að fylgjast með öllum leikjum kvöldsins í Pepsi-deild karla samtímis. Íslenski boltinn 27. júní 2011 19:30
Formaður dómaranefndar: Ummæli Guðjóns eru ekki svaraverð Ummæli Guðjóns Þórðarsonar, þjálfara BÍ/Bolungarvíkur, eftir leik BÍ og Þróttar í gær hafa vakið talsverða athygli enda veltir Guðjón því upp hvort hörundslitur Tomi Ameobi hafi áhrif á hvernig íslenskir dómarar dæma í atvikum tengdum honum. Íslenski boltinn 27. júní 2011 14:00
Umfjöllun: Enn syrtir í álinn hjá Fram FH lagði Fram 2-1 í miklum rokleik í Laugardalnum í kvöld. FH náði þar með að lyfta sér upp í fimmta sæti deildarinnar með 12 stig í átta leikjum, átta stigum frá toppnum en Fram er enn án sigurs með aðeins tvö stig á botni deildarinnar. Íslenski boltinn 27. júní 2011 13:00
Umfjöllun: Breiðablik vann kærkominn sigur á Keflavík Íslandsmeistarar Breiðabliks náðu að innbyrða kærkominn sigur, 2-1, gegn Keflvíkingum á Kópavogsvelli í kvöld. Kristinn Steindórsson, leikmaður Breiðabliks, var frábær fyrir heimamenn og gerði bæði mörk Blika í leiknum. Íslenski boltinn 27. júní 2011 12:52
Guðjón veltir því upp hvort dómarar séu með kynþáttafordóma Guðjón Þórðarson, þjálfari BÍ/Bolungarvíkur, var allt annað en sáttur við dómara leiks síns liðs og Þróttar í gær. Hinn þeldökki framherji BÍ, Tomi Ameobi, fékk þá að líta gula spjaldið í leiknum og er kominn í bann. Guðjón velti því upp í viðtali við Stöð 2 eftir leikinn hvort kynþáttafordómar væru ástæðan fyrir því að Ameobi fengi ekki réttláta meðferð hjá dómurum. Íslenski boltinn 27. júní 2011 10:15
Ótrúlegur sigur Valsmanna Valur lék manni færri í rúmar 60 mínútur og lenti þar að auki undir gegn Víkingum í gær þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka. Engu að síður unnur þeir leikinn, 2-1. Íslenski boltinn 27. júní 2011 08:00
Þórsarar náðu í gott útivallarstig Þór náði 1-1 jafntefli gegn Fylki í Árbænum í gær þrátt fyrir að heimamenn hafi fengið fjölmörg færi til að skora fleiri mörk í leiknum. Íslenski boltinn 27. júní 2011 07:30
Þróttarar jöfnuðu tvisvar gegn BÍ/Bolungarvík Þróttur og BÍ/Bolungarvík gerðu 2-2 jafntefli í 1. deild karla í gær. Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar að vestan halda því áfram að gera það gott. Íslenski boltinn 27. júní 2011 07:00
Arnar Sveinn: Maður æfir baki brotnu fyrir svona augnablik „Maður er í þessu fyrir svona sigra,“ sagði Arnar Sveinn Geirsson, leikmaður Vals, eftir sigurinn gegn Víkingum í kvöld. Valsmenn unnu 2-1 en þeir gerðu sigurmarkið á lokaandartaki leiksins. Íslenski boltinn 26. júní 2011 23:11
Andri: Það var eins og þeir væru einum fleiri „Það er alltaf svekkjandi að tapa og en meira svekkjandi að tapa á þennan hátt,“ sagði Andri Marteinsson, þjálfari Víkings, eftir leikinn. Íslenski boltinn 26. júní 2011 23:04
Guðmundur Reynir: Ég er í toppformi Guðmundur Reynir Gunnarsson var kosinn besti maður vallarins hjá Vísi. Bakvörðurinn knái sýndi oft á tíðum frábær tilþrif og kórónaði leik sinn með sjaldgæfu skallamarki. Íslenski boltinn 26. júní 2011 23:01
Kristján: Styrkir trú mína á strákunum „Það er komið það eðli í þetta lið að gefast ekki upp og það sá maður í kvöld,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, eftir leikinn í kvöld. Íslenski boltinn 26. júní 2011 22:59
Ólafur Örn: Verðum að vera á tánum Ólafur Örn Bjarnason var að vonum svekktur með tap sinna manna gegn toppliði KR. Grindvíkingar héldu vel í við þá svarthvítu í fyrri hálfleik en sprungu á limminu í þeim síðari. Íslenski boltinn 26. júní 2011 22:59
Marteinn: Tek þetta að sumu leyti á mig „Við erum virkilega svekktir og sérstaklega ég,“ sagði Marteinn Briem, leikmaður Víkings, eftir tapið gegn Valsmönnum í kvöld. Valur skoraði sigurmark leiksins á fjórðu mínútu uppbótatímans. Íslenski boltinn 26. júní 2011 22:54
Haukur Páll: Héldum skipulaginu og börðust vel „Þetta er hrikalega ljúft,“ sagði Haukur Páll Sigurðsson, leikmaður Vals, eftir leikinn í kvöld. Íslenski boltinn 26. júní 2011 22:42
Atli: Oft 3-4 mörkum undir eftir tíu sekúndur Atli Sigurjónsson, leikmaður Þórs, var sáttur við stigið sem Þórsarar náðu í gegn Fylkismönnum í dag. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Íslenski boltinn 26. júní 2011 20:01
Ingimundur: Sköpuðum okkur milljón færi Fylkismaðurinn Ingimundur Níels Óskarsson var skiljanlega ósáttur við að hafa gert 1-1 jafntefli við Þór í dag enda hafi Fylkir verið hættulegri aðilinn í leiknum. Íslenski boltinn 26. júní 2011 19:53
Gunnar Már: Gæti reynst mikilvægt stig Gunnar Már Guðmundsson, leikmaður Þórs, segir að sínum mönnum hafi tekist það sem þeir ætluðu sér fyrir leikinn gegn Fylki - að ná í að minnsta kosti eitt stig úr leiknum. Honum lauk með 1-1 jafntefli. Íslenski boltinn 26. júní 2011 19:47
Ólafur: Skömm að vinna ekki leikinn Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, segir að það hafi verið grátlegt hjá sínum mönnum að hafa gefið frá sér tvö stig gegn Þór í dag. Liðin skildu jöfn, 1-1, en Fylkismenn fengu nóg af færum til að tryggja sér sigurinn. Íslenski boltinn 26. júní 2011 19:39
Miðstöð Boltavaktarinnar - allt á einum stað Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum á að fylgjast með báðum leikjum kvöldsins í Pepsi-deild karla samtímis. Íslenski boltinn 26. júní 2011 18:30