Pepsi Max-deild karla

Pepsi Max-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Pepsimörkin: Mörkin og tilþrifin úr 8 umferð

    Pepsimörkin á Stöð 2 sport fór af stað að nýju eftir nokkurt hlé á Pepsideild karla í fótbolta. Hörður Magnússon íþróttafréttamaður á Stöð 2 sport fór yfir öll helstu atriðin úr 8. umferð með þeim Hjörvari Hafliðasyni og Magnúsi Gylfasyni. Samantektin í lok þáttar var skreytt með laginu Cant go back með Primal Scream.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Pepsimörkin: Gaupahornið á Akranesvelli

    Guðjón Guðmundsson var með Gaupahornið í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport í samantektarþættinum um 8. umferðina. Gaupi fór eldsnöggt yfir knattspyrnusögu Skagamanna á Akranesvelli og þar komu margir við sögu. Þar á meðal skíðasleðinn Alexander Högnason, rafvirkinn Guðjón Þórðarson, Hvítanesættin, Guðjónssynirnir þrír og ekki gleyma Benedikt Valtýssyni.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Kári: Þurfum allaf að berjast og djöflast

    „Þetta var mjög kærkomið og ég er ánægður með vinnuframlagið og baráttan sem sást á leik okkar í kvöld,“ sagði Kári Ársælsson, fyrirliði Blika, eftir sigurinn í kvöld. Breiðablik vann frábæran sigur, 2-1, gegn Keflavík í kvöld, en liðið hefur átt erfitt uppdráttar í sumar.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Ólafur: Vorum beinskeyttir allan leikinn

    „Við höfum alltaf haft trú á verkefninu og erum búnir að vinna vel í okkar málum og þegar menn gera það, þá er þeim launað,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld sem Breiðablik vann 2-1 gegn Keflavík í 8. umferð Pepsi-deildar karla.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Enn syrtir í álinn hjá Fram

    FH lagði Fram 2-1 í miklum rokleik í Laugardalnum í kvöld. FH náði þar með að lyfta sér upp í fimmta sæti deildarinnar með 12 stig í átta leikjum, átta stigum frá toppnum en Fram er enn án sigurs með aðeins tvö stig á botni deildarinnar.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Guðjón veltir því upp hvort dómarar séu með kynþáttafordóma

    Guðjón Þórðarson, þjálfari BÍ/Bolungarvíkur, var allt annað en sáttur við dómara leiks síns liðs og Þróttar í gær. Hinn þeldökki framherji BÍ, Tomi Ameobi, fékk þá að líta gula spjaldið í leiknum og er kominn í bann. Guðjón velti því upp í viðtali við Stöð 2 eftir leikinn hvort kynþáttafordómar væru ástæðan fyrir því að Ameobi fengi ekki réttláta meðferð hjá dómurum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Ótrúlegur sigur Valsmanna

    Valur lék manni færri í rúmar 60 mínútur og lenti þar að auki undir gegn Víkingum í gær þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka. Engu að síður unnur þeir leikinn, 2-1.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Gunnar Már: Gæti reynst mikilvægt stig

    Gunnar Már Guðmundsson, leikmaður Þórs, segir að sínum mönnum hafi tekist það sem þeir ætluðu sér fyrir leikinn gegn Fylki - að ná í að minnsta kosti eitt stig úr leiknum. Honum lauk með 1-1 jafntefli.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Ólafur: Skömm að vinna ekki leikinn

    Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, segir að það hafi verið grátlegt hjá sínum mönnum að hafa gefið frá sér tvö stig gegn Þór í dag. Liðin skildu jöfn, 1-1, en Fylkismenn fengu nóg af færum til að tryggja sér sigurinn.

    Íslenski boltinn