Pepsi Max-deild karla

Pepsi Max-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Elfar Freyr: Heiður að spila fyrir AEK

    Elfar Freyr Helgason skrifaði í dag undir þriggja ára samning við gríska félagið AEK Aþenu. Fjallað er um komu Íslendingsins á heimasíðu félagsins þar sem Elfar Feyr og Arnar Grétarsson yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu sjást takast í hendur.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Arnar Grétarsson segir AEK ekki hafa svikið samning við Blika

    Arnar Grétarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá AEK Aþenu, segir það ekki rétt að gríska liðið hafi svikið samkomulag þess efnis að Elfar Freyr Helgason myndi fá að spila leikina gegn Rosenborg í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Þetta kom fram í hádegisfréttunum á Bylgjunni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Rándýr gæsla á Skaganum

    Sjálfboðaliðar leika lykilhlutverk hjá íslenskum knattspyrnufélögum og öðrum íþróttafélögum. Skagamenn buðu upp á einn velþekktan í gæslunni í leik liðsins gegn Leikni í gærkvöldi. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sá til þess að allt færi eðlilega fram.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Ólafur Kristjáns: Elfar var settur í mjög erfiða stöðu

    Íslandsmeistarar Breiðabliks mæta norska liðinu Rosenborg í meistaradeildinni í kvöld. Leikið er á Lerkendal-vellinum í Þrándheimi. Það hefur varpað nokkrum skugga á undirbúning leiksins að varnarmaðurinn sterki, Elfar Freyr Helgason, verður ekki með í leiknum eins og samið var um.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Guðjón Baldvinsson ætlar að komast í sögubækur KR

    „Mér leið mjög vel fyrir leikinn. Hafði verið að skora og að komast í gang. Ég ætlaði mér að fara að skora í deildinni líka og svo fengum við draumabyrjun þegar ég skoraði eftir nokkrar mínútur. Þetta gekk allt upp. Við spiluðum vel og gekk vel hjá mér,“ sagði Guðjón.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    FH-liðið orðið of gamalt?

    Hörður Magnússon velti því upp í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 í gærkvöld hvort FH-liðið væri orðið of gamalt. FH-ingar töpuðu 3-1 gegn ÍBV í Eyjum og þótti frammistaða þeirra ekki góð. Magnús Gylfason og Reynir Leósson, sérfræðingar þáttarins, höfðu sína skoðun á vandamálum FH-liðsins.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Pepsimörkin: Gaupahornið í heimsókn hjá Jóa Útherja

    Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður á Stöð 2 brá sér í heimsókn í íþróttaverslunina Jóa Útherja og ræddi þar við feðgana sem þar ráða ríkjum. Atriðið er úr þættinum Pepsimörkin sem var á dagskrá í gær eftir 10. umferð Íslandsmóts karla á Stöð 2 sport.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Pepsimörkin: Allt það besta úr 10. umferðinni

    Öll mörkin úr 10. umferð Pepsideildar karla í fótbolta voru sýnd í þættinum Pepsimörkunum á Stöð 2 sport í gær. Þar fóru Hörður Magnússon, Reynir Leósson og Magnús Gylfason yfir gang mála í öllum leikjum umferðarinnar. Mörkin og öll helstu tilþrifin má sjá í myndbandinu.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Haraldur: Það vantaði herslumuninn

    „Ég er enginn hetja, það eru 11 menn inná vellinum í einu og við stóðum okkur allir vel í kvöld, en það vantaði herslumuninn,“ sagði Haraldur Björnsson, leikmaður Vals, eftir leikinn í kvöld.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Ragnar Hauksson gengur til liðs við Þór

    Þórsarar hafa fengið liðstyrk fyrir átökin framundan í Pepsi-deild karla. Sóknarmaðurinn Ragnar Hauksson hefur gengið til liðs við félagið. Unnsteinn Jónsson formaður knattspyrnudeildar Þórs staðfesti þetta við Vísi fyrir stundu.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Valur getur endurheimt efsta sætið

    Valsmenn geta endurheimt toppsætið í Pepsi-deild karla í knattspyrnu takist liðinu að leggja Stjörnumenn að velli á Hlíðarenda í kvöld. KR-ingar skutust upp fyrir Valsmenn með 3-0 sigri á Fylki í gærkvöld.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Valsmenn náðu ekki að endurheimta toppsætið

    Valur og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli í 10.umferð Pepsi-deildar karla í kvöld á Hlíðarenda. Valsmenn áttu möguleika á því að komast á toppinn í deildinni en Stjörnumenn komu í veg fyrir það og jafntefli niðurstaðan. Stjarnan var mun sterkari aðilinn í síðari hálfleiknum og Valsmenn voru heppnir að fá stig úr leiknum, en markvörður þeirra Haraldur Björnsson átti frábæran leik og bjargaði þeim oft á tíðum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Keflavík losaði sig úr fallbaráttunni

    Keflavík vann mikilvægan 2-1 sigur á Víkingi á heimavelli sínu í kvöld. Fyrir leikinn munaði aðeins fjórum stigum á liðunum og því ljóst að með sigri hefðu Víkingar sótt Keflavík í fallbaráttuna en með sigrinum er Keflavík nú sjö stigum frá fallsæti þar sem Víkingar sitja að því er virðist sem fastast.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Fallslagur í Laugardalnum og Valur gæti komist á toppinn

    Þrír leikir fara fram í kvöld í Pepsi-deild karla þegar 10. umferð lýkur. Valur og Stjarnan eigast við á Vodafonevellinum en Valsmenn geta með sigri náð efsta sætinu af KR-ingum sem eiga reyndar einn leik til góða á Val. Leikurinn hefst kl. 20.00 og verðu hann í beinni útsendingu á Stöð2 sport. Farið verður yfir öll helstu atvikin og mörkin úr 10. umferð í Pepsimörkunum kl. 22.00 á Stöð 2 sport.

    Íslenski boltinn