Pepsi Max-deild karla

Pepsi Max-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Sársaukinn gleymist í hita leiksins

    Valsmaðurinn Úlfar Hrafn Pálsson sýndi af sér fádæma hörku í leik Vals og Keflavíkur á fimmtudag. Önnur framtönnin brotnaði þá en hann gaf sjúkraþjálfaranum tönnina og hélt áfram að spila.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Búinn að bíða í 14 leiki eftir hundraðasta sigrinum

    Í lok leiks ÍA og Fram á Akranesvelli 20. maí 2008 leit allt út fyrir það að Guðjón Þórðarson myndi mjög fljótlega bætast í hundrað sigra hópinn með Ásgeiri Elíassyni. Guðjón var þarna að stýra liði til sigurs í 99. sinn í efstu deild og allt leit út fyrir að hann ætlaði að vera með Skagaliðið í efri hlutanum annað árið í röð.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - KR 1-2

    Þrátt fyrir að hafa ekki spilað sinn besta leik náðu KR að kreista fram sigurinn undir lokin í 2-1 sigri þeirra á Fram í Laugardalnum í dag. Þeir hafa núna unnið fjóra leiki í röð og eru aðeins einu stigi á eftir toppliði ÍA í Pepsi deild karla.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - ÍA 2-2

    Skagamenn eru enn í toppsæti Pepsideildarinnar eftir 2-2 jafntefli í Grindavík í dag. Heimamenn byrjuðu betur í leiknum en Skagamenn vöknuðu til lífsins undir lok seinni hálfleiks eftir að hafa lent undir 1-0 og náðu að jafna rétt fyrir hlé. Í seinni hálfleik var jafnræði með liðunum framan af en svo tóku Skagamenn völdin þegar leið á og voru nálægt því að taka stigin þrjú undir lokin.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Selfoss - Breiðablik 0-2

    Blikar skoruðu langþráð mörk og unnu 2-0 sigur á Selfossi í 6. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld en Blikaliðið þrefaldaði þarna markaskor sitt enda höfðu þeir aðeins skorað eitt mark í fyrstu fimm umferðunum. Blikar komu sér líka upp úr fallsæti með þessum góða útisigri á nýliðunum sem hafa aðeins náð í eitt stig út úr síðustu þremur heimaleikjum sínum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Stjarnan 4-1 | Draumaendurkoma Tryggva

    Tryggvi Guðmundsson snéri aftur inn í lið ÍBV eftir að hafa misst af fimm fyrstu leikjum tímabilsins vegna meiðsla og leiddi sína menn til 4-1 sigurs á móti ÍBV í fyrsta leik 6. umferðar Pepsi-deildar karla í Eyjum í kvöld. Tryggvi skoraði þriðja mark ÍBV beint úr aukaspyrnu en hann bætti með því markamet sitt og Inga Björns Albertssonar. Tryggvi hefur nú skoraði 127 mörk í efstu deild á Íslandi.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Tryggvi beint inn í byrjunarlið ÍBV

    Tryggvi Guðmundsson hoppar beint inn í byrjunarlið ÍBV í kvöld þegar hannn spilar sinn fyrsta leik í sumar. Tryggvi verður í liði ÍBV sem tekur á móti Stjörnunni í fyrsta leik 6. umferðar Pepsi-deildar karla.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Guðjón Þórðarson verður í viðtali á Boltanum X977 á milli 11-12 í dag

    Guðjón Þórðarson þjálfari Grindvíkinga í Pepsideild karla verður í viðtali á Boltanum á X977 í dag á milli kl. 11-12. Fimmtu umferð Pepsi-deildar karla lauk í gær og eru Grindvíkingar í næst neðsta sæti deildarinnar. Meistaradeild Evrópu í handbolta verður einnig til umræðu í þættinum en átta Íslendingar koma við sögu í leikjum helgarnnar í Köln um helgina. Valtýr Björn Valtýsson er umsjónarmaður Boltans í dag.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Pepsimörkin: 5. umferð | allur þátturinn

    Fimmtu umferð í Pepsi-deild karla í knattspyrnu lauk í gær með fimm leikjum. Farið var yfir gang mála í öllum leikjum umferðarinnar í þættinum Pepsimörkin á Stöð 2 sport í gær og þátturinn aðgengilegur í heild sinni á Vísi.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Pepsimörkin: Óheppilegt að markavarðaþjálfari landsliðsins starfi hjá KR

    Hjörvar Hafliðason knattspyrnusérfræðingur Stöðvar 2 sport er ekki sammála því að markvarðaþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta sé einnig að starfa fyrir Íslandsmeistaralið KR. Hjörvar vitnaði í ummæli Kjartans Henry Finnbogasonar í viðtali á fotbolti.net eftir 2-0 sigur KR gegn FH í fyrrakvöld þar sem að Gunnleifur Gunnleifsson landsliðsmarkvörður skoraði sjálfsmark.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Martin: Vorum að reyna leika eftir klúðrið hjá Lennon og Hewson

    Gary Martin var ánægður með stig Skagamanna í Garðabænum í kvöld. „Það eru ekki mörg lið sem ná í þrjú stig hér. Þeir eru með sterkt lið. Við hefðum þegið eitt stig fyrir leikinn og erum sáttir," sagði Martin en Skagamenn komu enn á ný sterkir til leiks í síðari hálfleik. Martin segir það enga tilviljun.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Valur 3-1

    Fylkir vann sanngjarnan sigur á Val í fjörugum leik í Árbænum í kvöld. Árni Freyr Guðnason skoraði í tvígang fyrir Fylki áður en, Matthías Guðmundsson minnkaði muninn rétt fyrir hlé. Davíð Þór Ásbjörnsson tryggði stigin þrjú með gulli af marki undir lok leiks úr aukaspyrnu af löngu færi.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - ÍA 1-1

    Garðar Bergmann Gunnlaugsson reyndist hetja Skagamanna í Garðabænum í kvöld. Garðar kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik og var ekki lengi að skora jöfnunarmark Skagamanna. Gestirnir fóru nokkuð sáttir heim að loknum hörkuleik þar sem Stjarnan var á heildina litið sterkari aðilinn.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Selfoss - Grindavík 3-3

    Grindvíkingar komu til baka og sóttu stig á Selfossi með því að skora tvö mörk í lok leiksins og jafna í leik liðanna í 5. umferð Pepsi-deild karla. Óli Baldur Bjarnason skoraði jöfnunarmarkið í uppbótartíma en Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson átti þrumuskot í stöngina rétt áður en leikurinn var flautaður af 3-3.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Fram 0-2

    Framarar unnu þægilegan sigur á Breiðablik, 2-0, í fimmtu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Kópavogsvelli. Kristinn Ingi Halldórsson og Jón Gunnar Eysteinsson gerðu mörk Framara í leiknum. Breiðablik hefur aðeins náð að skora eitt mark það sem af er mótsins og sóknarleikur þeirra virkilega bragðdaufur.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Bjarni Guðjóns kominn upp fyrir þjálfarana sína á fyrirliða-listanum

    Tölfræði twitter-síða KR-inga, KRstats, segir frá því í dag að Bjarni Guðjónsson sé kominn upp fyrir þjálfara sína, Rúnar Kristinsson og Pétur Pétursson, yfir fjölda leikja sem fyrirliði KR í efstu deild. Bjarni er á sínu þriðja ári sem fyrirliði en sigurleikurinn á móti FH í gær var hans 46. leikur sem fyrirliði KR-liðsins í Pepsi-deildinni.

    Íslenski boltinn