Íslenski boltinn

Valsmenn skoruðu fjögur mörk í seinni hálfleik - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Valsmenn fóru í gang í kvöld eftir þrjá tapleiki í röð í Pepsi-deild karla og unnu 4-0 stórsigur á Keflvíkingum á Vodafonevellinum á Hlíðarenda. Sigurinn skilaði Valsmönnum upp í fjórða sæti deildarinnar.

Valsmenn skoruðu öll fjögur mörk sín í seinni hálfleik en þeir voru búnir að skora samtals fimm mörk á fyrstu 495 mínútum tímabilsins. Kolbeinn Kárason skoraði tvö mörk og hin mörkin skoruðu þeir Matthías Guðmundsson og Kristinn Freyr Sigurðsson.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leik Vals og Keflavíkur á Vodafone-vellinum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×