Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - ÍBV 1-0 Stefán Hirst Friðriksson á Nettóvellinum skrifar 24. maí 2012 15:37 Keflvíkingar unnu í kvöld nokkuð óverðskuldaðan 1-0 sigur á Eyjamönnum í fimmtu umferð Pepsi-deildarinnar. Eina mark leiksins gerði Jóhann Birnir Guðmundsson eftir hrikaleg mistök Abel Dhaira í marki ÍBV. Leikurinn fór hægt af stað og einkenndist hann af stöðubaráttu og misheppnuðum sendingum liðanna í upphafi. Liðin fengu þó nokkur þokkaleg tækifæri á fyrsta hálftímanum til þess að komast yfir en inn vildi boltinn ekki. Eyjamenn fengu svo stuttu síðar langbesta færi hálfleiksins þegar Víðir Þorvarðarson stakk varnarmenn Keflavíkur af og náði fínu skoti sem Ómar Jóhannsson, varði glæsilega í marki Keflavíkur. Staðan því markalaus í heldur tilþrifalitlum fyrri hálfleik. Síðari hálfleikurinn byrjaði rólega eins og sá fyrri en Eyjamenn voru þó líklegri til þess að skora. Það var svo gegn gangi leiksins sem heimamenn í Keflavík komust yfir á 64. mínútu. Jóhann Ragnar Benediktsson átti þá langt innkast inn á teig sem barst til Jóhanns Birnis Guðmundssonar sem skaut beint á Abel Dhaira í marki ÍBV. Honum tókst einhvernveginn að missa boltann undir sig og staðan orðin 1-0 eftir skelfileg mistök markvarðarins. ÍBV stýrði leiknum eftir markið en náðu sem fyrr ekki að skapa sér almennileg tækifæri og runnu flestar sóknir þeirra út í sandinn. Jóhann Ragnar Benediktsson, leikmaður Keflavíkur fékk svo að líta rauða spjaldið undir leikslok fyrir leiktöf og flautaði dómari leiksins leikinn af í kjölfarið. 1-0 sigur heimamanna því staðreynd í döprum leik. Heimamenn voru slakir sóknarlega í leiknum en þeir skoruðu í rauninni úr sínu eina færi í leiknum. Vörn liðsins var þó fyrnasterk og hélt vel allan leikinn. Eyjamenn geta nagað sig í handarbökin fyrir að hafa klúðrað þessum leik en stýrðu þeir leiknum allan tímann, þó að þeir hafi ekki verið að skapa sér mörg færi.Zoran: Sigurinn það eina sem skiptir máli „Við gerðum það sem við ætluðum okkur en það var að sigra leikinn. Við vorum óheppnir í undanförnum leikjum þar sem við hefðum átt að ná í einhver stig. Við fengum á okkur þrjú mörk í síðasta leik og ætluðum við að bæta varnarleikinn fyrir þennan og gekk það eftir. Ég er stoltur af mínum mönnum í leiknum en þeir voru að leggja sig 100% fram," sagði Zoran. „Þetta var kannski ekki fallegur leikur en við náðum í sigurinn og það er það eina sem skiptir máli," sagði Zoran Ljubicic, þjálfari Keflavík í leikslok.Magnús: Menn þurfa að horfa í eigin barm „Þetta var svolítið saga þessa sumars þessi leikur. Við erum að stýra leikjum og stjórna ferðinni en náum ekki að skapa okkur alveg nægilega góð færi til þess að skora og man ég ekki eftir einu færi Keflavíkur í leiknum, fyrir utan markið," sagði Magnús. „Við gerum hræðileg mistök í leiknum sem kosta okkur sigurinn. Það virðist vera að öll mistök sem við gerum í sumar kosta okkur mark," bætti Magnús við. Aðspurður um slakt gengi Eyjamanna í upphafi móts sagði Magnús að byrjunin væri ekki viðunandi „Þetta er ekki ásættanlegur árangur í upphafi móts en menn verða bara að horfa í eigin barm og skoða hvað betur má fara. Við þurfum bara að horfa á staðreyndir og það horfir við okkur barátta á allt öðrum enda en við viljum," sagði Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV í leikslokJóhann Birnir: Heppnin með okkur „Þetta var ekkert sérstakur leikur hjá okkur í dag. Við náðum einhvernveginn ekki að spila eins og við getum en Eyjamönnum tókst ekkert að skapa sér nein færi," sagði Jóhann. „Við höfum verið óheppnir í undanförnum leikjum þannig að það er jákvætt að heppnin hafi loksins verið með okkur," sagði Jóhann Birnir Guðmundsson, leikmaður Keflavík í leikslok. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Keflvíkingar unnu í kvöld nokkuð óverðskuldaðan 1-0 sigur á Eyjamönnum í fimmtu umferð Pepsi-deildarinnar. Eina mark leiksins gerði Jóhann Birnir Guðmundsson eftir hrikaleg mistök Abel Dhaira í marki ÍBV. Leikurinn fór hægt af stað og einkenndist hann af stöðubaráttu og misheppnuðum sendingum liðanna í upphafi. Liðin fengu þó nokkur þokkaleg tækifæri á fyrsta hálftímanum til þess að komast yfir en inn vildi boltinn ekki. Eyjamenn fengu svo stuttu síðar langbesta færi hálfleiksins þegar Víðir Þorvarðarson stakk varnarmenn Keflavíkur af og náði fínu skoti sem Ómar Jóhannsson, varði glæsilega í marki Keflavíkur. Staðan því markalaus í heldur tilþrifalitlum fyrri hálfleik. Síðari hálfleikurinn byrjaði rólega eins og sá fyrri en Eyjamenn voru þó líklegri til þess að skora. Það var svo gegn gangi leiksins sem heimamenn í Keflavík komust yfir á 64. mínútu. Jóhann Ragnar Benediktsson átti þá langt innkast inn á teig sem barst til Jóhanns Birnis Guðmundssonar sem skaut beint á Abel Dhaira í marki ÍBV. Honum tókst einhvernveginn að missa boltann undir sig og staðan orðin 1-0 eftir skelfileg mistök markvarðarins. ÍBV stýrði leiknum eftir markið en náðu sem fyrr ekki að skapa sér almennileg tækifæri og runnu flestar sóknir þeirra út í sandinn. Jóhann Ragnar Benediktsson, leikmaður Keflavíkur fékk svo að líta rauða spjaldið undir leikslok fyrir leiktöf og flautaði dómari leiksins leikinn af í kjölfarið. 1-0 sigur heimamanna því staðreynd í döprum leik. Heimamenn voru slakir sóknarlega í leiknum en þeir skoruðu í rauninni úr sínu eina færi í leiknum. Vörn liðsins var þó fyrnasterk og hélt vel allan leikinn. Eyjamenn geta nagað sig í handarbökin fyrir að hafa klúðrað þessum leik en stýrðu þeir leiknum allan tímann, þó að þeir hafi ekki verið að skapa sér mörg færi.Zoran: Sigurinn það eina sem skiptir máli „Við gerðum það sem við ætluðum okkur en það var að sigra leikinn. Við vorum óheppnir í undanförnum leikjum þar sem við hefðum átt að ná í einhver stig. Við fengum á okkur þrjú mörk í síðasta leik og ætluðum við að bæta varnarleikinn fyrir þennan og gekk það eftir. Ég er stoltur af mínum mönnum í leiknum en þeir voru að leggja sig 100% fram," sagði Zoran. „Þetta var kannski ekki fallegur leikur en við náðum í sigurinn og það er það eina sem skiptir máli," sagði Zoran Ljubicic, þjálfari Keflavík í leikslok.Magnús: Menn þurfa að horfa í eigin barm „Þetta var svolítið saga þessa sumars þessi leikur. Við erum að stýra leikjum og stjórna ferðinni en náum ekki að skapa okkur alveg nægilega góð færi til þess að skora og man ég ekki eftir einu færi Keflavíkur í leiknum, fyrir utan markið," sagði Magnús. „Við gerum hræðileg mistök í leiknum sem kosta okkur sigurinn. Það virðist vera að öll mistök sem við gerum í sumar kosta okkur mark," bætti Magnús við. Aðspurður um slakt gengi Eyjamanna í upphafi móts sagði Magnús að byrjunin væri ekki viðunandi „Þetta er ekki ásættanlegur árangur í upphafi móts en menn verða bara að horfa í eigin barm og skoða hvað betur má fara. Við þurfum bara að horfa á staðreyndir og það horfir við okkur barátta á allt öðrum enda en við viljum," sagði Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV í leikslokJóhann Birnir: Heppnin með okkur „Þetta var ekkert sérstakur leikur hjá okkur í dag. Við náðum einhvernveginn ekki að spila eins og við getum en Eyjamönnum tókst ekkert að skapa sér nein færi," sagði Jóhann. „Við höfum verið óheppnir í undanförnum leikjum þannig að það er jákvætt að heppnin hafi loksins verið með okkur," sagði Jóhann Birnir Guðmundsson, leikmaður Keflavík í leikslok.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira