Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Fram 0-2 Stefán Árni Pálsson á Kópavogsvelli skrifar 24. maí 2012 15:34 Framarar unnu þægilegan sigur á Breiðablik, 2-0, í fimmtu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Kópavogsvelli. Kristinn Ingi Halldórsson og Jón Gunnar Eysteinsson gerðu mörk Framara í leiknum. Breiðablik hefur aðeins náð að skora eitt mark það sem af er mótsins og sóknarleikur þeirra virkilega bragðdaufur. Leikurinn hófst mjög rólega og liðin voru lengi í gang. Sóknarleikurinn var ófrumlegur og ómarkviss hjá báðum liðum en þegar leið á hálfleikinn fóru gestirnir í Fram að sækja í sig veðrið. Almarr Ormarsson, leikmaður Fram, var á hægri kantinum og fann sig sérstaklega vel í fyrri hálfleiknum. Varnarmenn Blika réðu lítið við hann og komst Almarr hvað eftir annað í gegnum vörn heimamanna. Þegar rúmlega 25 mínútur voru liðnar af leiknum kom fyrsta mark leiksins. Kristinn Ingi Halldórsson skoraði laglegt mark eftir rosaleg mistök hjá Sigmari Inga Sigurðarsyni, markverði Breiðabliks, en hann sló háa fyrirgjöf frá Sam Tillen, leikmanni Fram, beint út í teig. Þar var Kristinn Ingi mættur og skoraði með bakfallsspyrnu, virkilega vel gert. Framarar réðu lögum og lofum út hálfleikinn og átti nokkur fín færi en Sigmar Ingi var þá ávallt vel vakandi og bjargaði Blikum oft á tíðum. Staðan var 1-0 fyrir Fram í hálfleik. Það gerðist fátt til að byrja með í síðari hálfleiknum og liðin lengi að komast í gang. Framarar voru greinilega nokkuð sáttir með stöðu máli og féllu töluvert til baka, en það náði Blikar lítið að nýta sér. Blikar gerðu breytingar á liðinu sínu þegar hálfleikurinn var hálfnaður en það hafði lítið að segja. Þegar um tuttugu mínútur voru eftir af leiknum skoruðu Fram annað mark sitt í leiknum en þar var á ferðinni Jón Gunnar Eysteinsson. Markið kom eftir hornspyrnu frá Sam Tillen en boltinn barst til Jón Gunnars eftir gríðarlega mikil klafs inn í vítateig Blika og einhvernvegin fór boltinn í netið, ekki fallegasta markið en þau telja öll jafn mikið. Fátt annað markvert gerðist í leiknum og honum lauk með þægilegum sigri Framara, 2-0. Blikar hafa aðeins náð að koma boltanum einu sinni í netið í sumar og vandræði þeirra framá við halda áfram. Almarr: Vorum ákveðnir í því að fá ekki á okkur mark„Mér líður bara mjög vel og rosalega ánægður með það að halda loksins hreinu," sagði Almarr Ormarsson, leikmaður Fram, eftir sigurinn í kvöld. „Fyrir leikinn var það markmiðið en við höfum fengið allt of mörg mörk á okkur í sumar. Það er síðan ekki hægt að kvarta yfir tveimur mörkum á útivelli." „Við vorum virkilega ákveðnir í því að gera betur í kvöld, ég hef ekki alveg skýringu á því hvað gerðist í byrjun sumarsins en það var allt annað að sjá til liðsins í kvöld." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Almarr hér að ofan. Ólafur Kristjánsson: Erum ekki að koma boltanum inn í teiginn„Fimm leikir og eitt mark er ekki nægilega gott," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn í kvöld. „Til að skora mörk þurfum við að koma boltanum inn í teig og það er það sem hefur vantað hjá okkur í sumar. Það er erfitt hlutskipti að vera framherji og fá aldrei boltann, hann þrífst þó nokkuð á þjónustu." „Við komum okkur oft á tíðum í ágætis stöðu en þá fara menn að taka rangar ákvarðanir og það er okkar helsti óvinur."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ólaf með því að ýta hér. Kristján Hauksson: Vorum ekkert farnir að örvænta„Við vorum virkilega þéttir til baka í kvöld og þeir fengu fá færi í leiknum,“ sagði Kristján Hauksson, fyrirliði Fram, eftir sigurinn í kvöld. „Hópurinn var ekkert farinn að örvænta eftir slaka byrjun á tímabilinu. Við vitum einfaldlega að liðið er mun betra í ár en á síðasta tímabili. Fram á eftir að gera góða hluti í sumar.“ „Vonandi var þessi sigur fyrsta skrefið hjá okkur til að komast á beinu brautina. Við lékum vel á köflum í kvöld en hefðum kannski mátt halda boltanum betur innan liðsins.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Kristján með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Framarar unnu þægilegan sigur á Breiðablik, 2-0, í fimmtu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Kópavogsvelli. Kristinn Ingi Halldórsson og Jón Gunnar Eysteinsson gerðu mörk Framara í leiknum. Breiðablik hefur aðeins náð að skora eitt mark það sem af er mótsins og sóknarleikur þeirra virkilega bragðdaufur. Leikurinn hófst mjög rólega og liðin voru lengi í gang. Sóknarleikurinn var ófrumlegur og ómarkviss hjá báðum liðum en þegar leið á hálfleikinn fóru gestirnir í Fram að sækja í sig veðrið. Almarr Ormarsson, leikmaður Fram, var á hægri kantinum og fann sig sérstaklega vel í fyrri hálfleiknum. Varnarmenn Blika réðu lítið við hann og komst Almarr hvað eftir annað í gegnum vörn heimamanna. Þegar rúmlega 25 mínútur voru liðnar af leiknum kom fyrsta mark leiksins. Kristinn Ingi Halldórsson skoraði laglegt mark eftir rosaleg mistök hjá Sigmari Inga Sigurðarsyni, markverði Breiðabliks, en hann sló háa fyrirgjöf frá Sam Tillen, leikmanni Fram, beint út í teig. Þar var Kristinn Ingi mættur og skoraði með bakfallsspyrnu, virkilega vel gert. Framarar réðu lögum og lofum út hálfleikinn og átti nokkur fín færi en Sigmar Ingi var þá ávallt vel vakandi og bjargaði Blikum oft á tíðum. Staðan var 1-0 fyrir Fram í hálfleik. Það gerðist fátt til að byrja með í síðari hálfleiknum og liðin lengi að komast í gang. Framarar voru greinilega nokkuð sáttir með stöðu máli og féllu töluvert til baka, en það náði Blikar lítið að nýta sér. Blikar gerðu breytingar á liðinu sínu þegar hálfleikurinn var hálfnaður en það hafði lítið að segja. Þegar um tuttugu mínútur voru eftir af leiknum skoruðu Fram annað mark sitt í leiknum en þar var á ferðinni Jón Gunnar Eysteinsson. Markið kom eftir hornspyrnu frá Sam Tillen en boltinn barst til Jón Gunnars eftir gríðarlega mikil klafs inn í vítateig Blika og einhvernvegin fór boltinn í netið, ekki fallegasta markið en þau telja öll jafn mikið. Fátt annað markvert gerðist í leiknum og honum lauk með þægilegum sigri Framara, 2-0. Blikar hafa aðeins náð að koma boltanum einu sinni í netið í sumar og vandræði þeirra framá við halda áfram. Almarr: Vorum ákveðnir í því að fá ekki á okkur mark„Mér líður bara mjög vel og rosalega ánægður með það að halda loksins hreinu," sagði Almarr Ormarsson, leikmaður Fram, eftir sigurinn í kvöld. „Fyrir leikinn var það markmiðið en við höfum fengið allt of mörg mörk á okkur í sumar. Það er síðan ekki hægt að kvarta yfir tveimur mörkum á útivelli." „Við vorum virkilega ákveðnir í því að gera betur í kvöld, ég hef ekki alveg skýringu á því hvað gerðist í byrjun sumarsins en það var allt annað að sjá til liðsins í kvöld." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Almarr hér að ofan. Ólafur Kristjánsson: Erum ekki að koma boltanum inn í teiginn„Fimm leikir og eitt mark er ekki nægilega gott," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn í kvöld. „Til að skora mörk þurfum við að koma boltanum inn í teig og það er það sem hefur vantað hjá okkur í sumar. Það er erfitt hlutskipti að vera framherji og fá aldrei boltann, hann þrífst þó nokkuð á þjónustu." „Við komum okkur oft á tíðum í ágætis stöðu en þá fara menn að taka rangar ákvarðanir og það er okkar helsti óvinur."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ólaf með því að ýta hér. Kristján Hauksson: Vorum ekkert farnir að örvænta„Við vorum virkilega þéttir til baka í kvöld og þeir fengu fá færi í leiknum,“ sagði Kristján Hauksson, fyrirliði Fram, eftir sigurinn í kvöld. „Hópurinn var ekkert farinn að örvænta eftir slaka byrjun á tímabilinu. Við vitum einfaldlega að liðið er mun betra í ár en á síðasta tímabili. Fram á eftir að gera góða hluti í sumar.“ „Vonandi var þessi sigur fyrsta skrefið hjá okkur til að komast á beinu brautina. Við lékum vel á köflum í kvöld en hefðum kannski mátt halda boltanum betur innan liðsins.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Kristján með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira