Martin: Vorum að reyna leika eftir klúðrið hjá Lennon og Hewson Kolbeinn Tumi Daðason í Garðabæ skrifar 24. maí 2012 22:15 Martin á ferðinni í kvöld. mynd/daníel Gary Martin var ánægður með stig Skagamanna í Garðabænum í kvöld. „Það eru ekki mörg lið sem ná í þrjú stig hér. Þeir eru með sterkt lið. Við hefðum þegið eitt stig fyrir leikinn og erum sáttir," sagði Martin en Skagamenn komu enn á ný sterkir til leiks í síðari hálfleik. Martin segir það enga tilviljun. „Ég tel okkur vera það lið í deildinni sem er í besta forminu. Við höldum áfram og játum okkur aldrei sigraða. Enginn reiknaði með þessu gengi okkar en við höfum lagt hart að okkur," sagði Martin skælbrosandi vegna klúðurs síns í fyrri hálfleiknm sem fjallað var um hér að ofan. „Við vorum að reyna að leika eftir tilþrif Hewson og Lennon úr leiknum um daginn," grínaðist Martin. Bretarnir Sam Hewson og Steven Lennon leika með Fram en í síðasta leik liðsins varð Lennon fyrir skoti Hewson á marklínu og bjargaði þannig marki. Það leit út fyrir að Martin hefði einfaldlega verið markagráðugur þegar hann tók boltann af liðsfélaga sínum en hann lýsti atvikinu svona: „Ég öskraði á hann (Mark Doninger) að leggja hann fyrir mig. Hann lék honum aðeins til hliðar en ekki langt. Ég vissi ekki hvað hann ætlaði að gera og klúðraði þessu svo gjörsamlega," sagði Martin hlæjandi og reiknaði með skotum úr öllum áttum frá liðsfélögum sínum í rútunni á leið heim á Skaga. Hann sagði Doninger, sem einnig er sambýlismaður Martin, hafa tekið klúðrinu vel og að ekki hefði verið um græðgi að ræða af hans hálfu. „Mark brást vel við. Við vinnum saman. Um leið og við komum í rútuna fara strákarnir að skjóta á mig úr öllum áttum. Ég get tekið því. Maður hefur séð menn eins og Torres og Giggs klikka svona færum. Sem betur fer bjargaði Garðar mér," sagði Martin um hetju Skagamanna sem er um leið samkeppnisaðili hans um framherjastöðuna. „Hann skorar í hvert skipti sem hann kemur inn á þ.a. nú snýst þetta bara um að komast í byrjunarliðið," sagði Martin sem tekur níu daga hvíld vegna vináttulandsleikjanna sem framundan eru vel. „Fótleggirnir mínir eru gjörsamlega búnir. Ég er með líkama 30 ára en ekki 21 árs. Næstu tveir leikir okkar verða í sjónvarpinu svo það er gott að fá tíma til að hvíla lappirnar, mæta ferskur og sýna hvað maður getur," sagði Martin léttur í lund. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Gary Martin var ánægður með stig Skagamanna í Garðabænum í kvöld. „Það eru ekki mörg lið sem ná í þrjú stig hér. Þeir eru með sterkt lið. Við hefðum þegið eitt stig fyrir leikinn og erum sáttir," sagði Martin en Skagamenn komu enn á ný sterkir til leiks í síðari hálfleik. Martin segir það enga tilviljun. „Ég tel okkur vera það lið í deildinni sem er í besta forminu. Við höldum áfram og játum okkur aldrei sigraða. Enginn reiknaði með þessu gengi okkar en við höfum lagt hart að okkur," sagði Martin skælbrosandi vegna klúðurs síns í fyrri hálfleiknm sem fjallað var um hér að ofan. „Við vorum að reyna að leika eftir tilþrif Hewson og Lennon úr leiknum um daginn," grínaðist Martin. Bretarnir Sam Hewson og Steven Lennon leika með Fram en í síðasta leik liðsins varð Lennon fyrir skoti Hewson á marklínu og bjargaði þannig marki. Það leit út fyrir að Martin hefði einfaldlega verið markagráðugur þegar hann tók boltann af liðsfélaga sínum en hann lýsti atvikinu svona: „Ég öskraði á hann (Mark Doninger) að leggja hann fyrir mig. Hann lék honum aðeins til hliðar en ekki langt. Ég vissi ekki hvað hann ætlaði að gera og klúðraði þessu svo gjörsamlega," sagði Martin hlæjandi og reiknaði með skotum úr öllum áttum frá liðsfélögum sínum í rútunni á leið heim á Skaga. Hann sagði Doninger, sem einnig er sambýlismaður Martin, hafa tekið klúðrinu vel og að ekki hefði verið um græðgi að ræða af hans hálfu. „Mark brást vel við. Við vinnum saman. Um leið og við komum í rútuna fara strákarnir að skjóta á mig úr öllum áttum. Ég get tekið því. Maður hefur séð menn eins og Torres og Giggs klikka svona færum. Sem betur fer bjargaði Garðar mér," sagði Martin um hetju Skagamanna sem er um leið samkeppnisaðili hans um framherjastöðuna. „Hann skorar í hvert skipti sem hann kemur inn á þ.a. nú snýst þetta bara um að komast í byrjunarliðið," sagði Martin sem tekur níu daga hvíld vegna vináttulandsleikjanna sem framundan eru vel. „Fótleggirnir mínir eru gjörsamlega búnir. Ég er með líkama 30 ára en ekki 21 árs. Næstu tveir leikir okkar verða í sjónvarpinu svo það er gott að fá tíma til að hvíla lappirnar, mæta ferskur og sýna hvað maður getur," sagði Martin léttur í lund.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira