Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Ian Jeffs til Fylkis

Knattspyrnumaðurinn Ian Jeffs hefur gengið til liðs við Fylki frá sænska liðinu Örebro en frá þessu var greint á heimasíðu félagsins í morgun.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ísland mætir Wales í maí

Íslenska landsliðið í knattspyrnu mun leika vináttuleik við Wales miðvikudaginn 28. maí á næsta ári og er þetta sjötti fyrirhugaði æfingaleikur landsliðsins á árinu. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sigurvin Ólafsson hættur hjá FH

Sigurvin Ólafsson ætlar ekki að framlengja samning sinn við bikarmeistara FH og hefur ekki ákveðið hvort hann ætli yfir höfuð að halda áfram að spila. Miðjumaðurinn staðfesti þetta í viðtali á fotbolti.net í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þorvaldur framlengir við Víking

Þorvaldur Sveinn Sveinsson skrifaði í dag undir þriggja ára framlengingu á samningi sínum við knattspyrnudeild Víkings. Þessi 19 ára landsliðsmaður er því samningsbundinn uppeldisfélaginu sínu til loka árs 2010.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Dregið í milliriðla á EM U19

Íslenska U19 ára landslið karla verður í milliriðli með Noregi, Ísrael og Búlgaríu í undankeppni EM 2008 þar sem sigurvegarinn í riðlinum kemst í úrslitakeppnana sem fram fer í Tékklandi í júlí á næsta ári. Milliriðillinn verður leikinn í Noregi í apríl og maí í vor.

Fótbolti
Fréttamynd

Leikjaniðurröðun á Algarve mótinu

Íslenska kvennalandsliðið tekur þátt í æfingamótinu Algarve Cup í mars á næsta ári þar sem sterkar þjóðri munu leiða saman hesta sína. Íslenska liðið verður með Póllandi, Írlandi og Portúgal í riðli og fer mótið fram dagana 5.-12. mars.

Fótbolti