Íslenski boltinn

Kristján semur við Fylki til þriggja ára

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristján Valdimarsson í leik með Fylki í sumar.
Kristján Valdimarsson í leik með Fylki í sumar.

Varnarmaðurinn sterki Kristján Valdimarsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Fylki.

Kristján er uppalinn í Árbænum en lék með Grindavík í eitt tímabil, í fyrra. Hann var einn besti leikmaður Fylkis í sumar og lék alla átján leiki liðsins í deildinni, sem og í bikarkeppninni, deildabikarkeppninni og Reykjavíkurmótinu.

Hann á samtals að baki 58 leik í efstu deild, þar af tólf með Grindavík.

Kristján æfði fyrir áramót með sænska 1. deildarliðinu Bunkeflo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×