Íslenski boltinn

Patrik Redo til Keflavíkur

Eiríkur Stefán Ásgeirssonn skrifar
Patrik Redo í leik með Fram gegn FH síðastliðið sumar.
Patrik Redo í leik með Fram gegn FH síðastliðið sumar. Mynd/Rósa

Svíinn Patrik Ted Redo hefur skrifað undir tveggja ára samning við Keflavík en hann lék með Fram síðastliðið sumar.

Hann kom við sögu í ellefu deildarleikjum með Fram í sumar, þar af var hann fimm sinnum í byrjunarliðinu. Hann náði þó ekki að skora í þessum leikjum.

Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflvíkinga, hefur trú á Redo. „Ég tel að hann eigi meira inni en hann sýndi hjá Fram. Hann hefur sýnt í Svíþjóð hvað hann getur og hef ég trú á því að hann muni reynast okkur góður liðsstyrkur."

Keflvíkingar hafa misst marga leikmenn frá síðasta tímabili, nú síðast Jónas Guðna Sævarsson sem fór til KR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×