Íslenski boltinn

Johansson: Góð laun í boði á Íslandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur.
Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur.

Sænski knattspyrnumaðurinn Tobias Johansson segist í samtali við sænska fjölmiðla vera með samningstilboð frá Keflavík.

Hann kom aftur til Svíþjóðar á laugardaginn eftir að hafa æft með Keflavík í eina og hálfa viku. Samningstilboðið hafi hljóðað upp á tvö ár.

Johannsson sagði að sér hefði gengið mjög vel á æfingunum og að Keflavík hafi gert honum samningstilboð. Honum var vel tekið og leist vel á félagið.

Hann sagði einnig að launin sem væru í boði væru mjög góð. „Það er of erfitt að hafna tækifæri til að gerast atvinnumaður í knattspyrnu, fá að spila í efstu deild í viðkomandi landi og fá í þokkabót góð laun fyrir. Þetta lítur út fyrir að vera afar spennandi," sagði Johansson.

Hann getur bæði spilað sem framherji og sem hægri kantmaður. 

Á þriðjudaginn var samið við annan sænskan knattspyrnumann, Patrik Ted Redo sem lék með Fram síðastliðið sumar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×