Íslenski boltinn

Þorvaldur framlengir við Víking

Þorvaldur Sveinn Sveinsson skrifaði í dag undir þriggja ára framlengingu á samningi sínum við knattspyrnudeild Víkings. Þessi 19 ára landsliðsmaður er því samningsbundinn uppeldisfélaginu sínu til loka árs 2010.

Þorvaldur fékk fyrst tækifæri hjá Sigurði Jónssyni í 1. deildinni 2005 og á að baki 27 leiki fyrir meistaraflokk Víkings. Þá hefur hann verið fastamaður í U17 og U19 ára landsliðum Íslands.

Hann hefur tekið þátt í mörgum verkefnum þeirra landsliða og á 14 leiki og eitt mark að baki með þeim. Þorvaldur lék alla 18 leiki Víkings í Íslandsmótinu síðastliðið sumar. Þetta kom fram í fréttatilkynningu frá félaginu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×