Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Arnar: Vorum ekki til staðar

Arnar Grétarsson, fyrirliði Breiðabliks, kunni enga skýringar á leik liðsins í fyrri hálfleik. Liðið var 1-5 undir gegn Grindavík en leikurinn endaði 3-6. Fyrsta tap Blika í sumar staðreynd.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Erum ekki bara Scott Ramsey

Það var boðið upp á stórskemmtilegan leik á Kópavogsvelli í kvöld þar sem Grindavík vann 6-3 sigur á Breiðabliki. Milan Stefán Jankovic, þjálfari Grindavíkur, var skælbrosandi í leikslok enda fyrstu stig liðsins komin í hús.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þetta er vonandi það sem koma skal

,,Ég stefndi á að koma inná í hálfleik, skila mínu og það tókst þannig að ég er mjög sáttur," sagði Jóhann Þórhallsson sem var hetja Fylkismanna í kvöld þegar þeir lögðu HK 2-1 í Árbænum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Enn tapar KR í Kaplakrika

KR-ingar hafa ekki riðið feitum hesti frá leikjum sínum við FH í Kaplakrika undanfarin ár og á því varð engin breyting í kvöld. FH vann 2-0 sigur og skellti sér í annað sæti deildarinnar, en KR er í níunda sætinu með aðeins þrjú stig eftir fjórar umferðir.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Keflvíkingar á toppnum

Keflvíkingar sitja einir á toppi Landsbankadeildar karla í knattspyrnu þegar fjórum af fimm leikjum kvöldsins er lokið. Keflvíkingar lögðu Skagamenn 3-1 á heimavelli sínum á meðan nýliðar Fjölnis töpuðu sínum fyrsta leik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hversu slæm er tölfræði KR-inga gegn FH?

Ef marka má þróun mála síðustu sumur þá mæta stuðningsmenn KR-inga ekki bjartsýnir í Kaplakrikann í kvöld. FH hefur unnið síðustu sex deildarleiki liðanna með markatölunni 15-1 og KR hefur ekki unnið deildarleik í Hafnarfirði síðan 20. ágúst 1994.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fyrsti sigurinn hjá Þór/KA

Lokaleikur þriðju umferðar Landsbankadeildar kvenna í knattspyrnu fór fram í dag. Þór/KA vann þá sinn fyrsta sigur í deildinni þegar liðið skellti HK/Víkingi 2-0 í Kórnum. Arna Sif Ásgrímsdóttir og Rakel Hönnudóttir skoruðu mörk norðanliðsins á lokamínútum leiksins.

Íslenski boltinn