Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Ásmundur: Þetta er karaktersigur

„Áttu ekki skilið það sem þú færð? Þú leggur þig fram og færð það sem þú átt skilið,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, sposkur á svip eftir 3-2 sigur sinna manna á Grindavík fyrr í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bjarni: Tvö töpuð stig

KR-ingar fóru illa að ráði sínu þegar þeir gerðu markalaust jafntefli við Þróttara á heimavelli nú í kvöld. Þeir voru mun sterkari aðilinn í leiknum en náðu ekki að koma boltanum í mark Þróttar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Vonbrigði í Vesturbænum

Það voru kjöraðstæður í Vesturbænum þegar KR og Þróttur mættust í Pepsi-deild karla. Leikurinn sjálfur var hins vegar afar líflaus og niðurstaðan markalaust jafntefli sem eru vonbrigði fyrir KR en að sama skapi fín úrslit fyrir Þróttara.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Albert aftur heim í Árbæinn

Albert Brynjar Ingason hefur gengið til liðs við sitt gamla félag Fylki. Albert fékk ein af alls 215 félagaskiptum sem afgreidd voru í gær en leikmannamarkaðnum á ÍSlandi hefur nú verið lokað.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Töframarkið klárlega bleiku skónum að þakka

Andri Fannar Stefánsson skoraði stórbrotið mark í sigri KA á Þór í nágrannaslagnum á Akureyri í kvöld. Hann smellhitti boltann þegar hann kom svífandi úr loftinu, þrumaði honum með ristinni í stöngina og inn, fjær. Andri er fæddur árið 1991 og er mikið efni. Hann var maður leiksins á vellinum í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KA vann grannaslaginn gegn Þór

KA fór með verðskuldaðan sigur úr grannaslagnum gegn Þór á Akureyrarvelli í kvöld. Andri Fannar Stefánsson skoraði líklega mark ársins í 1. deildinni og kom KA yfir í fyrri hálfleik og Norbert Farkas bætti við öðru marki í seinni hálfleik í 2-0 sigri.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Marel: Við vorum virkilega grimmir

Marel Jóhann Baldvinsson spilaði sinn fyrsta leik í byrjunarliði fyrir Val í leiknum gegn Fjölni í kvöld og átti frábæran leik, skoraði mark og lagði upp annað. Hann var auðvitað ánægður í leikslok.

Íslenski boltinn