Íslenski boltinn

Steinþór: Alvöru próf í næsta leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steinþór Freyr í baráttunni í kvöld.
Steinþór Freyr í baráttunni í kvöld. Mynd/Valli
Steinþór Freyr Þorsteinsson átti glimrandi góðan leik fyrir Stjörnuna sem vann 3-0 sigur á ÍBV í 3. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld.

Stjarnan er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga og markatöluna 12-1.

„Þetta er draumabyrjun fyrir hvaða lið sem er - nýliða eða ekki," sagði Steinþór. „Við getum því ekki verið annað en mjög sáttir."

Hann segir að leikurinn í kvöld hafi ekki verið jafn góður af þeirra hálfu og hinir tveir. „Mér fannst krafturinn í okkar liði hálfdofinn í dag miðað við hina leikina. En það sýnir okkar styrk að við náum samt að vinna leikinn, 3-0."

Stjarnan hefur unnið Grindavík, Þrótt og ÍBV í fyrstu þremur leikjum sínum en fær óneitanlega sterkari andstæðing í næstu umferð - Íslandsmeistara FH og það í Kaplakrika. „Það verður alvöru próf fyrir okkur. Það eru kannski einhverjir sem skrifa þessa góðu byrjun okkar á byrjendaheppni en það kemur þá betur í ljós í næsta leik."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×