Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Heimir Hallgrímsson: Við áttum að klára þetta í fyrri hálfleik

Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, telur í viðtali við Vísi að þeir hefðu átt að klára leikinn í fyrri hálfleik. Það vantaði að hans sögn aðeins meiri ákafa í framlínuna til að koma boltanum í netið. Við reyndum hvað við gátum og ég var ánægður með strákana, en markið kom því miður of seint, sagði Heimir.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Þróttur vann sinn fyrsta sigur

Þróttur innbyrti sinn fyrsta sigur á Valbjarnarvelli í kvöld þegar liðið sigraði ÍBV 2-1. Mjög mikilvægur sigur fyrir Þróttara sem eru með sigrinum komnir með 5 stig en eyjamönnum mistókst að sigra þriðja leikinn í röð og eru því enn með 6 stig.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Haukur Ingi: Brotnum við þriðja markið

„Já þetta lítur ekki vel út, 4-1. Mér fannst við vera inni í leiknum þegar svona korter var eftir í stöðunni 1-1. Þá var í raun bara spurning hvar þriðja markið myndi detta. Svo þegar það kemur þá eiginlega bara brotnum við,“ sagði Haukur Ingi Guðnason eftir 4-1 tap Keflvíkinga gegn KR í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Jónas Guðni: Ég er gríðarlega sáttur

„Já ég er gríðarlega sáttur við þennan leik. Við vorum rólegir á boltanum og héldum boltanum vel innan liðsins. Þegar við höldum boltanum eins vel og við gerðum í dag þá erum við hrikalega góðir,“ sagði Jónas Guðni Sævarsson eftir 4-1 sigur KR á Keflvíkingum. Jónas spilaði frábærlega og skoraði eitt mark.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Atli Viðar: Við vorum á tánum

Atli Viðar Björnsson skoraði tvívegis fyrir FH sem vann 3-0 útisigur á Grindavík í kvöld. Hann gerði út um leikinn í seinni hálfleik eftir að Matthías Vilhjámsson hafði brotið ísinn snemma leiks.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: KR slátraði Keflavíkurgrýlunni

Það var greinilegt frá fyrstu mínútu að leikmenn KR-liðsins ætluðu sér sigur í leiknum í gærkvöldi. Enda var sagan ekki búin að vera KR-ingum hliðholl undanfarin átta ár en það var síðast árið 2001 sem liðið sigraði Keflavík á heimavelli. Strax á fyrstu mínútu skoraði Baldur Sigurðsson fyrir KR en markið var dæmt af að því er virtist vegna brots Baldurs.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þróttur vann sinn fyrsta sigur

Þróttur sigraði ÍBV hér í Laugardal með tveimur mörkum gegn einu. Mörk Þróttar skoruðu Hjörtur Hjartarson og Dennis Danry en varamaðurinn Þórarinn Ingi Valdimarsson minnkaði muninn í uppbótartíma. Lokatölur 2-1.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ingimundur: Hefðum átt að drepa leikinn fyrr

Hinn eldsnöggi Ingimundur Níels Óskarsson var mjög líflegur í 1-3 sigri Fylkis gegn Fjölni og skoraði tvö mörk og lagði eitt upp. Hann var ánægður með leikinn og þrjú mikilvæg stig en hefði viljað sjá Fylkismenn klára leikinn fyrr en þeir gerðu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ásmundur: Mikið óöryggi í varnarleik okkar

Fjölnismenn voru talsvert frá sínu besta í dag þegar liðið tapaði verðskuldað 1-3 gegn Fylki á Fjölnisvelli. Ásmundur Arnarsson þjálfari liðsins var svekktur í leikslok og viðurkennir að liðið hafi nú ekki verið spila vel.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Leikið í Pepsi-deild og 1. deild karla í dag

Einn leikur fer fram í Pepsi-deild karla í dag þegar Fylkir heimsækir Fjölni á Fjölnisvöll. Fylkismenn hafa komið nokkuð á óvart í deildinni í sumar og eru sem stendur í fjórða sæti með ellefu stig og hafa aðeins tapað einum leik til þessa.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Leikið í VISA-bikar kvenna í dag og á morgun

Fyrsta umferð VISA-bikars kvenna hófst í vikunni með leik Hauka og Þróttar þar sem Haukar höfðu betur 1-0. Fimm leikir fara svo fram í kvöld og þar á meðal mætast Pepsi-deildarliðin Keflavík og Afturelding/Fjölnir á Sparisjóðsvellinum í Kefalvík.

Íslenski boltinn