Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Umfjöllun: Tryggvi bjargaði stigi fyrir Stjörnuna

Stjarnan og KR skildu jöfn, 1-1, í Pepsi-deild karla á gervigrasinu í Garðabæ í kvöld. KR er þar með fyrsta liðið til þess að taka stig af Stjörnumönnum á heimavelli þeirra í sumar en Vesturbæingar eru væntanlega enn að klóra sér í hausnum yfir því að hafa ekki farið þaðan í burtu með öll stigin þrjú.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Heimir: Skammaðist mín fyrir að þjálfa þetta lið í kvöld

„Ég er mjög stoltur af því að vera þjálfari karlaliðs ÍBV í fótbolta. Ég skammaðist mín samt að vera þjálfari þessa liðs í kvöld og leikmennirnir ættu að skammast sín líka," sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, eftir ótrúlega lélega frammistöðu sinna manna gegn Fylki í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Stjörnustúlkur léku á alls oddi

Stjarnan skaust upp að hlið Vals og Breiðabliks á topp Pepsi-deildar kvenna í kvöld með frábærum 1-4 sigri gegn KR á KR-vellinum. Stjörnustúlkur voru að spila einn sinn besta leik í sumar og sýndu og sönnuðu að þær ætla sér að vera með í spennandi toppbaráttu deildarinnar í sumar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þrír leikir í Pepsi-deild kvenna í kvöld

Stjörnustúlkur geta skotist upp að hlið Vals og Breiðabliks á topp Pepsi-deildar kvenna í kvöld þegar þær heimsækja KR á KR-völlinn. Stjarnan vann fyrri leik liðanna í Garðabæ en Bikarmeisturum KR hefur gengið brösuglega framan af sumri.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Freyr: Hefði getað endað hvernig sem er

Freyr Alexandersson, þjálfari Vals, var ágætlega sáttur með að taka eitt stig gegn Breiðabliki í kvöld. Jafnteflið þýðir að liðin eru áfram jöfn að stigum á toppi deildarinnar en markamunur Vals er það hagstæður gagnvart Breiðabliki að hann jafnast nánast á við stig.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Jafntefli í toppslag Blika og Vals

Breiðablik og Valur skildu jöfn, 1-1, í skemmtilegum og opnum toppbaráttuleik Pepsi-deildar kvenna á Kópavogsvelli í kvöld. Fanndís Friðriksdóttir skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Breiðablik á 62. mínútu en Kristín Ýr Bjarndóttir jafnaði fyrir Val um fimm mínútum síðar og þar við sat.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Jónas Guðni: Frábær karakter

„Þetta var hörkugóður leikur og skemmtilegur áhorfs. Áhorfendur létu vel í sér heyra og það var frábær stemning, bæði út á vellinum og uppi í stúku," sagði Jónas Guðni Sævarsson, fyrirliði KR, eftir sigurinn dramatíska á Breiðabliki í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Mögnuð endurkoma KR-inga

KR-ingar unnu ótrúlegan sigur, 3-2, í Pepsi-deild karla í kvöld eftir að hafa lent 0-2 undir. Alfreð Finnbogason og Olgeir Sigurgeirsson komu Blikunum yfir með tveimur mörkum snemma leiks og staðan var 0-2 fyrir gestinum í hálfleik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tryggvi: Alltaf gaman að spila í Eyjum

“Það er alltaf gaman að koma til Vestmannaeyja og spila leik, maður á góðar minningar héðan svo þetta er bara gaman og Hásteinsvöllur alltaf frábær,” sagði Tryggvi Guðmundsson glaður í bragði eftir leikinn í kvöld.

Íslenski boltinn