Íslenski boltinn

Kjartan Breiðdal: Besti hálfleikurinn okkar í sumar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kjartan Ágúst átti flottan leik í kvöld.
Kjartan Ágúst átti flottan leik í kvöld. Mynd/Stefán

„Fyrri hálfleikur var frábær. Við vorum ákveðnir að keyra á þá í byrjun og það virkaði líka svona flott," sagði Fylkismaðurinn Kjartan Ágúst Breiðdal sem átti magnaðan leik í liði Fylkis í 3-0 sigrinum á ÍBV í kvöld.

„Við duttum aðeins niður í seinni hálfleik. Fórum ósjálfrátt að slaka á. Menn voru duglegir í fyrri hálfleik, hjálpuðust að og spiluðu sem lið. Fyrri hálfleikurinn var besti hálfleikurinn okkar í sumar og við vorum óheppnir að skora ekki fleiri."

Kjartan var besti maður vallarins í kvöld og hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir vaska framgöngu í sumar.

„Ég er mjög ánægður með minn leik. Ég var í banni síðast þannig að ég mætti úthvíldur. Ég kom sterkur inn, ætlaði að gera mitt besta og það gekk vel," sagði Kjartan um eigin frammistöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×