Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Marinko Skaricic í Fjölni

Fjölnir hefur bætt við sig leikmanni en það er króatíski varnarmaðurinn Marinko Skaricic sem lék með Grindavík í fyrra. Þetta kemur fram á vefsíðunni Fótbolti.net.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Allt byrjunarlið Vals í 40 manna undirbúningshóp fyrir EM

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur valið undirbúningshóp fyrir úrslitakeppni EM sem fram fer í Finnlandi 23. ágúst til 10. september. Sigurður Ragnar hefur valið 40 leikmenn í þennan undirbúningshóp sinn sem verður svo skorinn niður í 22 leikmenn áður en til keppninnar er haldið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Steinþór stefnir á að ná leiknum gegn FH

Steinþór Freyr Þorsteinsson er enn á meiðslalistanum og getur ekki leikið með Stjörnunni gegn Þrótti í kvöld. Steinþór hefur verið einn besti leikmaður Íslandsmótsins og hefur verið sárt saknað í Garðabæjarliðinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Leik Larissa og KR útvarpað

KR-ingar eiga stórt verkefni fyrir höndum í dag þegar þeir leika gegn Larissa í Grikklandi í Evrópudeild UEFA. KR er í góðri stöðu eftir 2-0 sigur í heimaleiknum í síðustu viku.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Auðun: Þurfum að eiga toppleik

„Við þurfum að eiga algjöran toppleik til að komast áfram," segir Auðun Helgason, fyrirliði Fram. Safamýrarliðið mætir Sigma Olomouc frá Tékklandi öðru sinni í kvöld í Evrópudeild UEFA. Leikurinn hefst klukkan 19:00 á Laugardalsvelli.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Erna Björk: Þetta var sérstaklega sætt fyrir mig

„Ég held að ég hafi fagnað manna mest þegar Sandra skoraði í lokin," sagði Erna Björk Sigurðardóttir, fyrirliði Blika eftir 2-1 sigur á Stjörnunni í kvöld. Mistök Ernu gáfu Stjörnunni víti og höfðu næstum því kostað Breiðablik sigurinn. Sandra Sif Magnúsdóttir bjargaði hinsvegar fyrirliðanum sínum með því að skora sigurmarkið í uppbótartíma.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þorkell Máni: Ég er ekki að sjá Val klúðra þessu

Þorkell Máni Pétursson, þjálfari Stjörnunnar, tók mikla áhættu í lokin í 1-2 tapi á móti Breiðablik í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Þorkell fækkaði í vörninni og ætlaði að taka stig. Stjarnan náð að jafna en Blikar tryggðu sér síðan sigurinn í uppbótartíma. Með sigrinum komust Blikar upp fyrir Stjörnuna á markatölu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sandra Sif tryggði Blikum annað sætið með marki í uppbótartíma

Breiðablik komst upp í 2. sætið í Pepsi-deild og hafði sætaskipti við Stjörnuna eftir 2-1 sigur í innbyrðisleik liðanna í Garðabænum í kvöld. Liðin eru með jafnmörg stig en Blikar hafa örlítið betri markatölu. Sandra Sif Magnúsdóttir tryggði Breiðabliki sigurinn í uppbótartíma með sínu öðru marki í leiknum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Aðeins fimmtán leikhæfir leikmenn hjá FH í dag

FH-ingar mæta á eftir Aktobe í seinni leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn hefst klukkan 16.00 að íslenskum tíma. FH-liðið hefur kynnst miklu mótlæti í aðdraganda leiksins því það er ekki nóg með að hafa tapað fyrri leiknum 0-4 á heimavelli þá var liðið án fimm leikmanna í þetta langa ferðalag.

Íslenski boltinn