Heimir: Áhugaleysi og andleysi “Þetta var púra víti og ekkert við því að segja. Dómarinn var frábær í þessum leik,” sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 1-3 tapið gegn Stjörnunni í dag. Íslenski boltinn 27. júní 2010 19:23
Andri: Við bíðum spenntir eftir sigri Andri Marteinsson, þjálfari Hauka, var ánægður með lið sitt eftir að þeir fóru í Laugardalinn og náðu jafntefli við Fram. Með jafnteflinu fá Haukar fjórða stigið sitt en eru þó enn sigurlausir á botninum. Íslenski boltinn 27. júní 2010 19:18
Kristinn: Gott hjá strákunum að fá ekki rautt spjald „Þetta er bara ákveðin léttir og virkilega þægilegt að ná í þrjú stig loksins,“ sagði Kristinn H. Guðbrandsson ánægður eftir 1-2 sigur Fylkis gegn Grindavík í níundu umferð Pepsi-deildar karla á Grindavíkurvelli í dag. Íslenski boltinn 27. júní 2010 19:16
Bjarni: Marel átti afburðarleik í miðverðinum Stjarnan hafði ekki unnið útisigur í Pepsi-deildinni síðan í maí í fyrra þegar liðið mætti í Kaplakrika í dag og sótti þrjú stig. Liðið vann glæsilegan 3-1 sigur á Íslandsmeisturum FH. Íslenski boltinn 27. júní 2010 19:11
Atli Sveinn: Hausinn var ekki ferskur „Liðið virkaði þungt en ég held að það hafi aðalega verið andlegt. Við vorum með margar ferskar lappir hér í dag þar sem það voru ekki margir af okkur sem spiluðu í bikarnum á miðvikudaginn en hausinn var ekki ferskur, " sagði Atli Sveinn Þórarinsson, fyrirliðið Valsmanna, eftir tap gegn Keflavík fyrr í dag. Íslenski boltinn 27. júní 2010 18:50
Haraldur Freyr: Hrikalega sáttir með þetta „Mér fannst við vera mjög góðir í fyrri hálfleik en svo aftur á móti virkuðum við þreyttir í síðari hálfleik. Það er búið að vera mikið af leikjum undanfarið svo að það er eflaust ástæðan en þetta var kærkominn sigur. Við vorum búnir að berja það í okkur að við þyrftum að ná sigri í þessum leik og koma okkur aftur á beinu brautina og það tókst," sagði Haraldur Freyr Guðmundsson, fyrirliði Keflavík, eftir sigur hans manna gegn Val í dag. Íslenski boltinn 27. júní 2010 18:40
Umfjöllun: Langþráður sigur Fylkis Fylkir vann góðan 2-1 sigur gegn Grindavík á Grindavíkurvelli í dag í níundu umferð Pepsi-deildar karla. Jóhann Þórhallsson skoraði bæði mörk gestanna en það var Grétar Ólafur Hjartarson sem skoraði mark Grindvíkinga. Íslenski boltinn 27. júní 2010 13:16
Umfjöllun: Stjarnan sótti langþráðan útisigur í Krikann Stjarnan gerði góða ferð til granna sinna í Hafnarfirði og vann FH 3-1 í Krikanum eftir að hafa verið marki undir í hálfleik. Íslenski boltinn 27. júní 2010 13:12
Umfjöllun: Heppnismark Guðmundar tryggði Blikum sigur Breiðablik er komið í annað sætið í Pepsi-deild karla eftir 2-1 sigur á KR í Kópavoginum í dag. Íslenski boltinn 27. júní 2010 13:10
Umfjöllun: Enginn sóknarleikur í Laugardalnum Leik Fram og Hauka lauk í Laugardalnum með 0-0 jafntefli. Með sigri hefði Fram lyft sér í toppsætið en Haukar voru enn að leita að fyrsta sigri sumarsins. Íslenski boltinn 27. júní 2010 13:07
Umfjöllun: Keflvíkingar tylltu sér á toppinn Keflvíkingar sitja nú á toppi Pepsi-deildarinnar eftir sannfærandi 0-2 sigur gegn Val en liðin áttust við á Vodafone-vellinum fyrr í dag. Willum Þór Þórsson, fyrrum þjálfari Vals og núverandi þjálfari Keflvíkinga dansaði allan leikinn á Hliðarlínunni með tilþrifum og hirti öll stigin á sínum gömlu slóðum. Íslenski boltinn 27. júní 2010 13:03
Helgi skaut Víkingi í annað sætið Leikjum dagsins í 1. deild karla í knattspyrnu er lokið en Víkingur hrifsaði annað sætið af Þór frá Akureyri er liðið lagði Gróttu á heimavelli, 1-0. Helgi Sigurðsson skoraði markið mikilvæga úr víti. Íslenski boltinn 26. júní 2010 18:09
VISA-bikar kvenna: Valur vann stórleikinn gegn Breiðablik Valur er kominn í átta liða úrslit í VISA-bikar keppni kvenna eftir sigur á Breiðablik, 2-1, í stórleik sextán liða úrslitanna. Íslenski boltinn 26. júní 2010 17:13
1. deildin: Jafnt í toppslagnum á Akureyri Tveimur leikjum í 1. deild karla í dag er lokið. Þór og ÍR gerðu jafntefli í miklum toppslag á Akureyri, 2-2, og Fjarðabyggði sótti eitt stig til Njarðvíkur. Íslenski boltinn 26. júní 2010 16:32
Guðmundur: Markið sló okkur út af laginu Guðmundur Benediktsson segir að það hafi verið erfitt að fá á sig mark strax á fyrstu mínútu í leik ÍBV og Selfoss í kvöld. Íslenski boltinn 25. júní 2010 23:26
Heimir: Gott að halda hreinu Heimir Hallgrímsson var ánægður með frammistöðu sinna manna í ÍBV sem unnu 3-0 sigur á Selfossi í Pepsi-deild karla í kvöld. Íslenski boltinn 25. júní 2010 23:15
Umfjöllun: Eyjamenn aftur á toppinn ÍBV kom sér aftur á topp Pepsi-deildar karla með góðum 3-0 sigri á nýliðum Selfoss í fyrsta leik 9. umferðar. Íslenski boltinn 25. júní 2010 18:31
FH og KR fá lið úr 1. deildinni í VISA-bikarnum FH mætir KA í átta liða úrslitum VISA-bikars karla en dregið var núna í hádeginu. KA lagði Grindavík í vítaspyrnukeppni í 16-liða úrslitunum. Íslenski boltinn 25. júní 2010 12:15
Tvö mörk og þrjú rauð í Árbænum - myndir Fram sló í gærkvöldi Fylki úr leik í 16-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla í skrautlegum leik í Árbænum. Íslenski boltinn 25. júní 2010 08:30
Heimir: Heppnir að vera yfir í hálfleik Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var ánægður með að sínir menn hafi náð að klára bikarslaginn gegn Keflavík í kvöld. Þetta var síðasti leikur Keflvíkinga á Njarðtaksvellinum en heimavöllur þeirra er að verða tilbúinn. Íslenski boltinn 24. júní 2010 23:08
Umfjöllun: Fram hafði betur gegn fámennum Fylkismönnum Fram vann baráttusigur gegn Fylki í Árbænum í Visa-bikarnum, 0-2. Það var Hjálmar Þórarinsson skoraði bæði mörk Frammara í sitthvorum hálfleiknum. Íslenski boltinn 24. júní 2010 23:01
Haraldur: Fannst við mæta slöku FH-liði Haraldur Freyr Guðmundsson, fyrirliði Keflavíkur, var verulega svekktur eftir bikarleikinn gegn FH í kvöld. FH vann 3-2 útisigur og er komið í átta liða úrslit. Haraldur telur Keflavík hafa verið sterkara liðið í leiknum. Íslenski boltinn 24. júní 2010 23:01
Ólafur: Mjög döpur frammistaða dómarans - myndband Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, var allt annað en ánægður með Jóhannes Valgeirsson dómara í kvöld er Fram sló Fylki úr leik í 16-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla með 2-0 sigri í Árbænum. Íslenski boltinn 24. júní 2010 22:47
Kristján: Þetta er ekki að ganga eins og staðan er núna „Við gerum mistök sem þeir ná að nýta sér,“ sagði Kristján Valdimarsson, varnarmaður Fylkis, eftir 0-2 ósigur sinna manna gegn Fram í 16-liða úrslitum Visa-bikarsins í Árbænum í kvöld. Íslenski boltinn 24. júní 2010 22:28
Hjálmar: Vantaði heppni til að ná þrennunni „Við náðum að klára þetta þó þetta hafi verið erfið fæðing hjá okkur,“ sagði markaskorarinn Hjámar Þórarinsson eftir 0-2 sigur Fram gegn Fylki í 16-liða úrslitum Visa-bikarins í Árbænum í kvöld. Hjálmar var á skotskónum og skoraði tvö mörk. Íslenski boltinn 24. júní 2010 22:26
Umfjöllun: FH líður betur í Njarðvík en Keflavík Íslandsmeistarar FH unnu 3-2 útisigur á Keflavík í hörkuskemmtilegum bikarslag á Njarðtaksvellinum í kvöld. Þeir verða því í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslitin á morgun. FH-ingum hefur gengið erfiðlega í Keflavík undanfarin ár en þeim líður greinilega betur í Njarðvík. Íslenski boltinn 24. júní 2010 21:32
Hjálmar skoraði aftur tvö gegn Fylki Hjálmar Þórarinsson skoraði bæði mörk Fram í 2-0 sigri á Fylki í 16-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla í kvöld. Íslenski boltinn 24. júní 2010 21:28
KA sló út Grindavík í bikarnum KA sló Grindavík úr leik í 16-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni. KA hafði þar betur í bráðabana. Íslenski boltinn 24. júní 2010 20:12
KR og Valur áfram í bikarnum - myndir Reykjavíkurstórveldin KR og Valur tryggðu sér í gær sæti í fjórðungsúrslitum VISA-bikarkeppni karla. Íslenski boltinn 24. júní 2010 08:00
Gunnlaugur: Orðið gríðarlega erfitt að velja liðið „Mér fannst við vera undir á flestum sviðum í kvöld," sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals, eftir 3-1 útisigurinn á 1. deildarliði Víkings R. í kvöld. Framlengingu þurfti til að skera út um úrslitin. Íslenski boltinn 23. júní 2010 23:16