Umfjöllun: Bikarhefnd Grindvíkinga á KA Grindavík er komið í 16-liða úrslit Valitor-bikarsins eftir 1-2 sigur á KA í Boganum á Akureyri í kvöld. Sanngjörn úrslit í skemmtilegum leik. Íslenski boltinn 25. maí 2011 18:31
Umfjöllun: Öruggur sigur hjá KR á teppinu Teppið í Garðabæ reyndist KR ekki nein hindrun í kvöld er liðið sótti Stjörnuna heima í 32-liða úrslitum Valitor-bikarsins í knattspyrnu. KR-ingar beittari frá fyrstu mínútu og hreinlega óðu í færum í fyrri hálfleik sem þeim tókst ekki nýta. Voru hreint ótrúlegir klaufar fyrir framan markið. Íslenski boltinn 25. maí 2011 18:18
Versta byrjun Blikakvenna í 34 ár Kvennalið Breiðabliks hefur aðeins fengið eitt stig út úr fyrstu tveimur umferðum Pepsi-deildar kvenna og er í sjötta sæti deildarinnar. Það þarf að fara alla leið aftur til ársins 1977 til þess að finna samskonar byrjun hjá kvennaliði Breiðabliks. Íslenski boltinn 25. maí 2011 18:15
Þrír leikir færðir til í 7. umferð Pepsi-deild karla Mótanefnd KSÍ hefur ákveðið að færa til þrjá leiki í 7. umferð Pepsi-deildar karla vegna verkefna landsliða Íslands, Úganda og 21 árs liðs Finnlands. Þessum þremur leikjum hefur verið seinkað um einn eða tvo daga. Íslenski boltinn 25. maí 2011 11:08
ÍBV og Stjarnan með fullt hús stiga Annarri umferð Pepsi-deildar kvenna lauk í gær með fjórum leikjum og var nokkuð um óvænt úrslit. Fylkir gerði 1-1 jafntefli við Íslands- og bikarmeistara Vals á heimavelli og þá vann KR 2-1 sigur á Breiðabliki. Íslenski boltinn 25. maí 2011 06:00
Fylkir náði jafntefli gegn meisturunum Annarri umferð í Pepsi-deild kvenna lauk í kvöld með fjórum leikjum. ÍBV og Stjarnan eru á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. Íslenski boltinn 24. maí 2011 21:29
ÍBV vann annan 5-0 sigur ÍBV hefur farið mjög vel af stað í Pepsi-deild kvenna en liðið vann í kvöld 5-0 sigur á Aftureldingu á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Íslenski boltinn 24. maí 2011 20:20
Hamarsmenn fyrstir í 16-liða úrslitin Hamar vann í kvöld 2-0 sigur á KFS frá Vestmannaeyjum í fyrsta leik 32-liða úrslita Valitors-bikarsins í knattspyrnu. Íslenski boltinn 24. maí 2011 20:04
KR - Breiðablik í beinni á netinu Leikur KR og Breiðabliks í Pepsi-deild kvenna verður í beinni útsendingu á vefsíðunni sporttv.is en leikurinn hefst klukkan 19.15. Íslenski boltinn 24. maí 2011 19:07
Ólafur: Það fór enginn þeirra í frí Ólafur Jóhannsson tilkynnti landsliðshóp sinn fyrir Danaleikinn í dag en Ólafur valdi 23 manna hóp og ætlar að kalla hann tímanlega saman. Liðið mun því vera í viku saman fyrir leikinn og Ólafur lagði auk þess áherslu á það við leikmenn að þeir héldu sér í góðu formi eftir að tímabili þeirra lauk. Íslenski boltinn 24. maí 2011 17:30
Eiður Smári í landsliðinu en Ólafur velur ekki Grétar Rafn Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag hópinn fyrir leik karlalandsliðsins á móti Dönum í undankeppni EM sem fer fram á Laugardalsvellinum 4. júní. Íslenski boltinn 24. maí 2011 14:08
Leikmenn sjá rautt í leikjum Breiðabliks Alls hafa farið fimm rauð spjöld á loft í fyrstu fimm leikjum Íslandsmeistara Breiðabliks í Pepsi-deild karla í sumar. Þeir fengu tvö rauð spjöld í fyrstu tveimur leikjum sínum og mótherjar þeirra hafa síðan fengið þrjú rauð spjöld í síðustu þremur leikjum. Íslenski boltinn 24. maí 2011 08:30
Fylkismenn líklega með táning í markinu Ísak Björgvin Gylfason, átján ára markvörður úr 2. flokki Fylkis, mun að öllum líkindum standa í marki Fylkis þegar liðið mætir bikarmeisturum FH í 32-liða úrslitum Valitor-bikarkeppninnar annað kvöld. Fjalar Þorgeirsson verður í banni og Bjarni Þórður Halldórsson er enn meiddur. Íslenski boltinn 24. maí 2011 08:00
Andri tognaður aftan á læri Andri Ólafsson, fyrirliði ÍBV, fór meiddur af velli gegn Keflavík í gær eftir að hafa tognað í vöðva aftan á læri. Óvíst er hvort hann verði með í næsta leik. Íslenski boltinn 23. maí 2011 22:45
Pepsimörkin: Gaupahornið - græni skúrinn á Fylkisvellinum Eitt merkilegasta mannvirkið á íslenskum knattspyrnuvöllum er gamla sjoppan í Árbænum, græni skúrinn, sem notuð hefur verið sem aðstaða fyrir blaðamenn á Fylkisvellinum. Íslenski boltinn 23. maí 2011 19:45
Eyjamenn höfðu ekki unnið tvo fyrstu útileiki sína í fimmtán ár ÍBV varð í gærkvöldi fyrsta liðið til að vinna Keflavík í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar þegar Eyjamenn fóru til Keflavíkur og unnu 2-0 sigur. Tryggvi Guðmundsson og Andri Ólafsson skoruðu mörkin á fyrstu tíu mínútunum en þetta er í fyrsta sinn síðan 1996 sem Eyjaliðið vinnur tvo fyrstu útileiki sína í úrvalsdeildinni. Íslenski boltinn 23. maí 2011 16:45
Tryggvi þríbrotinn í andlitinu og á leið í aðgerð á fimmtudaginn Eyjamaðurinn Tryggvi Guðmundsson bar sig ótrúlega vel í dag þegar blaðamaður Vísis heyrði í honum en hann var þá mættur til vinnu daginn eftir að hafa þríbrotnað í andlitinu í 2-0 sigri ÍBV í Keflavík. Tryggvi var fluttur í sjúkrabíl til Reykjavíkur í hálfleik. Íslenski boltinn 23. maí 2011 13:00
Pepsimörkin: Rauða spjaldið á Fjalar markvörð Fylkis Fjalar Þorgeirsson markvörður Fylkis fékk rautt spjald í gær í leiknum gegn Íslandsmeistaraliði Breiðabliks á Kópavogsvelli. Fylkismenn voru ekki sáttir við dóminn en þeir fengu dæmda á sig vítaspyrnu og þeir voru tveimur leikmönnum færri síðasta hálftíma leiksins. Íslenski boltinn 23. maí 2011 12:15
Pepsimörkin: Rauða spjaldið sem Valur Fannar fékk gegn Blikum Það var nóg um að vera á Kópavogsvelli í gær þegar Breiðablik lagði Fylki, 3-1, í Pepsi-deild karla í fótbolta. Umdeild atvik áttu sér stað þar sem að tveir leikmenn Fylkis fengu rautt spjald. Í myndbrotinu má sjá atvikin sem urðu til þess að Valur Fannar Gíslason leikmaður Fylkis fékk fékk rautt spjald - og eflaust eru skiptar skoðanir um hvort dómarinn hafi rétt fyrir sér. Íslenski boltinn 23. maí 2011 12:00
Leikur Þórs og FH fer ekki fram fyrr 13. júní Það verður ekkert af leik Þórs og FH í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld því leiknum hefur verið frestað annan daginn í röð. Leiknum var frestað vegna gossins í Grímsvötnum í gær en í dag var leiknum frestað vegna slæmra vallaraðstæðna á Þórsvellinm. Íslenski boltinn 23. maí 2011 11:18
Pepsimörkin: Mörk og tilþrif úr 5. umferð - Skálmöld Fimmta umferðin í Pepsi-deild karla í fótbolta hófst í gær með fimm leikjum. Að venju voru öll helstu atvikin krufin til mergjar í þættinum Pepsi-mörkunum á Stöð 2 sport og í þessari samantekt eru öll mörkin og tilþrifin. Hljómsveitin Skálmöld frá Húsavík leikur einnig stórt hlutverk í þessari samantekt. Íslenski boltinn 23. maí 2011 11:00
Tryggvi kinnbeinsbrotnaði í Keflavík í gær Tryggvi Guðmundsson var fluttur burtu í sjúkrabíl í hálfleik á leik ÍBV og Keflavíkur í gær eftir samstuð við Keflvíkinginn Harald Frey Guðmundsson. Nú er komið í ljós að hann kinnbeinsbrotnaði auk þess að hann er með sprungu undir auganu. Þetta kemur fram á fótbolti.net. Íslenski boltinn 23. maí 2011 10:45
Rúnar: Ég held ég verði að vera sáttur með eitt stig Rúnar Kristinsson var nokkuð sáttur með eitt stig í leikslok." Já ég held ég verði að vera það. Þetta var mjög erfiður leikur. Stjörnumenn voru mjög grimmir og léku fínan leik og við áttum í mesta basli með þá. Það var svo sem vitað fyrir fram að þetta yrði erfitt. Ég held ég verði að vera sáttur með eitt stig." Íslenski boltinn 22. maí 2011 23:45
Daníel Laxdal: Veit ekki einu sinni hvort hinir voru mættir Daníel Laxdal fyrirliði Stjörnunnar var sáttur við jafnteflið í leikslok. "Við áttum klárlega að taka þessi þrjú stig. En það var svolítið erfitt eftir að við urðum manni færi, þá sóttu þeir stíft og þá var jafntefli kannski ágætt úr því sem var komið.“ Íslenski boltinn 22. maí 2011 23:08
Fyrirliði Fram hrinti starfsmanni Vals Tap Fram gegn Val á Vodafonevellinum í kvöld fór í skapið á leikmönnum Fram og einhverjir þeirra tóku reiði sína út á hurðum Vodafonevallarins eftir leikinn. Íslenski boltinn 22. maí 2011 22:59
Andri: Þetta var bara leiðinlegur leikur Andri Marteinsson þótti rétt eins og flestum áhorfendum í Víkinni leikur Víkings og Grindavíkur leiðinlegur til áhorfs. Hann sætti sig vel við 0-0 jaftefli og vildi meina að einhvern neista hafi vantað í bæði lið. Íslenski boltinn 22. maí 2011 22:46
Kristján: Áttum von á svona leik Kristján Guðmundsson þjálfari Vals var búinn að undirbúa lið sitt undir varnarsinnað leikskipulag Fram og var mjög sáttur við þá þolinmæði sem leikmenn hans sýndu til að búa til það færi sem þurfti til að sækja stigin þrjú í kvöld. Íslenski boltinn 22. maí 2011 22:41
Dylan: Ég mun skora fyrir Breiðablik „Ég er virkilega ánægður með þennan sigur, það er alltaf mikilvægt að vinna á heimavelli,“ sagði Dylan Jacob MacAllister, nýr leikmaður Breiðabliks, eftir sigurinn í kvöld. Íslenski boltinn 22. maí 2011 22:41
Þorvaldur: Eitt stig í fimm leikjum mikil vonbrigði Það var allt annað en sáttur Þorvaldur Örlygsson sem ræddi við blaðamann Vísis eftir tapið gegn Val í kvöld en engu að síður var hann sáttur við margt í leik síns liðs og brást hinn versti við gagnrýni og varði leikskipulag sitt af krafti. Íslenski boltinn 22. maí 2011 22:38
Haukur Páll: Eina færið dugði Haukur Páll Sigurðsson var að vonum sáttur í leikslok þrátt fyrir að vera þreyttur eftir harðan barning á miðjunni í sigri Vals á Fram í kvöld. Íslenski boltinn 22. maí 2011 22:37