Idol

Idol

Fréttir og greinar tengdar Idol-þáttunum sem sýndir eru á Stöð 2.

Fréttamynd

„Þetta er erfiðasta innivinna sem ég hef unnið“

„Ég sagði bara fljótlega já, vegna þess að mig langaði bara að gera þetta. Mér fannst bara vera kominn tími til að gera eitthvað svona, eitthvað sem ég hafði aldrei gert áður. Svo þegar ég frétti hvaða fólk væri með mér í þessu þá var þetta bara engin spurning.“

Lífið
Fréttamynd

Frumsamið lag í fyrstu prufu í Idol: „Átti erfiða barnæsku“

Fyrsti þátturinn af fimmtu seríunni í raunveruleikaþáttunum Idol hófst á Stöð 2 í gærkvöldi og má segja að fyrsti þátturinn hafi vakið mikla athygli. Í þættinum var fylgst með áheyrnarprufum keppanda en undir lok þáttarins mætti Anya Hrund, 20 ára nemi, sem er alin upp á Fáskrúðsfirði

Lífið
Fréttamynd

Aron Mola átti ekki séns í Sig­rúnu Ósk

Idol hefst í kvöld og af því tilefni mættu kynnarnir Aron Mola og Sigrún Ósk í sérstaka Idol spurningakeppni í Brennslunni í morgun. Að lokum voru úrslitin 7-2 og því nokkuð ljóst að annar kynnirinn gæti þurft að kynna sér málið örlítið betur.

Lífið
Fréttamynd

Rifja upp rosaleg Idol ár

Rúm tuttugu ár eru frá því fyrsta þáttaröðin af íslenska Idolinu fór fram en sú fimmta er nú á leiðinni í loftið á Stöð 2 á föstudagskvöldið.

Lífið
Fréttamynd

5 dagar í Idol: Svíður enn að hafa til­kynnt rangan keppanda

Þau eru ansi stór fótsporin sem þau Aron Mola og Sigrún Ósk þurfa að feta í í nýrri þáttaröð Idol sem hefur göngu sína á föstudaginn. Kynnarnir Simmi og Jói settu mikinn svip á fyrri þáttaraðir, svo mikinn að þeir voru notaðir sem fordæmi fyrir Idol kynna í öðrum löndum.

Lífið
Fréttamynd

„Hvað á ég að vera að dæma þig?“

„Mér finnst það alveg hræðilegt en í leiðinni alveg geggjað. Að sitja og eiga eitthvað að dæma,“ segir Birgitta Haukdal söngkona, metsöluhöfundur og nú einn af dómurum í Idol þáttunum sem snúa nú aftur á Stöð 2. 

Lífið
Fréttamynd

14 dagar í Idol: Hildur Vala hafði rétt fyrir sér

„Ég ætla að vinna Idol keppnina, af því ég held ég geti það,“ sagði hin 23 ára gamla Hildur Vala Einarsdóttir þegar hún mætti í sínar fyrstu prufur á Hótel Loftleiðum í ágúst árið 2004, ásamt um 1400 öðrum keppendum.

Lífið
Fréttamynd

Myndaveisla frá Idol prufunum

Fyrstu dómaraprufum í Idolinu er lokið og hafa örlög þeirra sem komust í þær verið ráðin. Það eru þau Herra Hnetusmjör, Birgitta Haukdal, Daníel Ágúst og Bríet sem sitja í dómarasætunum.

Lífið
Fréttamynd

Aron Mola og Sigrún Ósk verða kynnar Idolsins

Loksins er orðið ljóst hvaða einstaklingar sjá um að halda uppi fjörinu á Idol sviðinu á Stöð 2 í haust. Það eru þau Aron Már Ólafsson og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sem fara með það stóra hlutverk að vera kynnar í Idol líkt og Simmi og Jói hér forðum.

Lífið