
Áhorfendur á IDOLINU - myndir
Frábær stemning var á Idol stjörnuleit í Smáralindinni í gærkvöldi eins og meðfylgjandi myndir sýna. Gylfi Þór Sigurðsson var sendur heim en hann söng lagið Try A Little Tenderness sem er best þekkt í flutningi The Commitments. Sylvía Rún Guðnýjardóttir og Árni Þór Ármannsson sluppu með skrekkinn.