Lífið

11 dagar í Idol: Var fyrsta konan til þess að negla Pál Óskar

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Það er óhætt að segja að Ína Valgerður hafi heillað Pál Óskar upp úr skónum.
Það er óhætt að segja að Ína Valgerður hafi heillað Pál Óskar upp úr skónum.

Það var spennuþrungið andrúmsloft í Vetrargarðinum fyrir sextán árum síðan þegar þau Ína Valgerður og Snorri stóðu aðeins tvö eftir í úrslitaþætti Idol.

Fyrr um kvöldið höfðu þau bæði spreytt sig á frumsamda Idol laginu Allt sem ég á. Þá hafði Snorri einnig flutt lögin He Ain't Heavy He's My Brother og Feel og tók Ína lögin Because You Loved Me og Piece Of My Heart.

Á meðan beðið var eftir síðustu atkvæðum úr samlokusímum landsmanna, var ákveðið að rifja upp Idol ferðalag þeirra beggja.

Klippa: Idol ævintýri Ínu og Snorra

Eftirlæti dómara

Hin átján ára gamla Ína Valgerður frá Húsavík sló í gegn strax í fyrstu áheyrnarprufu. Þegar í Vetrargarðinn var komið hélt hún svo áfram að heilla dómarana upp úr skónum.

„Ég held að Ína sé núna fyrsta konan sem hefur tekist að negla mig,“ sagði Idol dómarinn Páll Óskar eftir eina frammistöðu Ínu.

Snorri hafði einnig verið í miklu uppáhaldi dómara. Strax í Salnum lét Idol dómarinn Bubbi Morthens þau stóru orð falla að Snorri væri besti karlsöngvarinn í keppninni.

Meira persónufylgi en stærsti stjórnmálaflokkurinn

Nú stóðu þessir hæfileikaríku söngvarar aðeins tveir eftir. Þegar símakosningunni var lokið tilkynntu þeir Simmi og Jói að annað þeirra hefði hlotið 55% atkvæða og hitt þeirra 45%.

„Það má segja að þið séuð bæði með meira persónufylgi heldur en stærsti stjórnmálaflokkur landsins,“ sagði Simmi og bætti því við að þau væru því bæði sigurvegarar.

Aðeins annað þeirra gat þó hlotið titilinn Idolstjarna Íslands og var það hinn 28 ára gamli Snorri eða Hvíti kóngurinn eins og hann hafði gjarnan verið kallaður af stuðningsmönnum sínum. Sjáðu augnablikið hér fyrir neðan.

Klippa: Úrslitastund Idol Stjörnuleitar árið 2006

Idol verður á Stöð 2 á föstudagskvöldum í vetur. Fleiri hundruð söngvarar spreyttu sig í áheyrnaprufunum en að lokum mun einn standa uppi sem sigurvegari. Fyrsti þáttur fer í loftið föstudagskvöldið 25. nóvember. 


Tengdar fréttir

13 dagar í Idol: Manst þú eftir fé­lögunum Arnari og Gunnari?

„Þið tveir ættuð eiginlega bara að flétta hárið ykkar saman og labba eins og síamstvíburar í einni og sömu lopapeysunni í leiklistarskólann.“ Þetta hafði Idol dómarinn Páll Óskar að segja eftir áheyrnarprufu félaganna Arnars og Gunnars.

14 dagar í Idol: Hildur Vala hafði rétt fyrir sér

„Ég ætla að vinna Idol keppnina, af því ég held ég geti það,“ sagði hin 23 ára gamla Hildur Vala Einarsdóttir þegar hún mætti í sínar fyrstu prufur á Hótel Loftleiðum í ágúst árið 2004, ásamt um 1400 öðrum keppendum.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.