
Dómaraprufum Idol lokið
Fyrstu dómaraprufum Idol er lokið og hafa örlög þeirra sem komust áfram verið ráðin.
Fréttir og greinar tengdar Idol sem hófst á Stöð 2 í nóvember 2022.
Fyrstu dómaraprufum Idol er lokið og hafa örlög þeirra sem komust áfram verið ráðin.
Ný þáttaröð af Idol hefst 24. nóvember á Stöð 2 og munu dómararnir fjórir frá því síðast snúa aftur á skjáinn.
Tónlistarkonan og Idol-stjarnan Saga Matthildur Árnadóttir og Sigurður Rúnar Reynisson kærasti hennar eignuðust frumburð sinn fyrr í mánuðinum.
Hin 24 ára gamla Saga Matthildur kom, sá og sigraði Idolið í ár með einstakri rödd sinni og einkennandi dulúð. Frá barnæsku dreymdi hana um að vinna við tónlist en lífið þvældist þó fyrir, sem fékk hana til að missa trúna á sjálfri sér um tíma. Hún hefur nú sigrast á ýmsum hindrunum og er að eigin sögn rétt að byrja. Blaðamaður settist niður með Sögu Matthildi og fékk nánari innsýn í líf hennar og listsköpun.
Eins og vart hefur farið framhjá neinum var Saga Matthildur krýnd ný Idolstjarna Íslands á föstudaginn. Það ætlaði allt um koll að keyra þegar forveri hennar, Kalli Bjarni, var kynntur inn á svið sem óvænt skemmtiatriði.
Stór vika er að baki en á föstudaginn eignaðist þjóðin sína fimmtu Idolstjörnu, hana Sögu Matthildi. Idol einkenndi því vikuna hjá mörgum á meðan aðrir flúðu febrúarlægðina og ferðuðust út fyrir landsteinana.
Það var mikið um dýrðir í Idolhöllinni í gærkvöldi þegar Saga Matthildur og Kjalar kepptu í úrslitum. Saga Matthildur bar sigur úr býtum og er ný Idol-stjarna Íslands.
Saga Matthildur sigurvegari Idolsins segist alls ekki hafa búist við sigri í Idolinu en Kjalar, sem keppti á móti henni á úrslitakvöldinu, var viss um að hún myndi bera sigur úr býtum. Bæði segjast þau ótrúlega þakklát.
Saga Matthildur er Idol-stjarna Íslands. Hún keppti til úrslita í kvöld á móti Kjalari og bar sigur úr býtum.
Spennan er orðin áþreifanleg. Úrslitakvöld Idol er nefnilega á Stöð 2 í kvöld. Tvö keppa til úrslita, þau Kjalar og Saga Matthildur, sem bæði hafa fangað hjörtu þjóðarinnar. Við fylgjumst auðvitað með úrslitakvöldinu og lýsum framvindunni í Vaktinni á Vísi.
Idol úrslitin eru í kvöld. Kjalar og Saga Matthildur eru á leið í einvígi og að því tilefni ákvað Gústi B að hita þau upp með öðruvísi keppni og útkoman var skrautleg.
Eins og vart hefur farið fram hjá neinum verður ný Idolstjarna krýnd í kvöld. Það er þó ekki aðeins sigurvegarinn sjálfur sem á möguleika á því að verða stjarna, heldur hafa fleiri keppendur sungið sig inn í hug og hjörtu landsmanna og á þjóðin eflaust eftir að sjá meira af þeim.
Fimmti þáttur af Körrent er kominn í loftið. Þættirnir eru sýndir á fimmtudögum á Vísi, Stöð 2 Vísi og Stöð 2+ ásamt því að vera á dagskrá á Stöðvar 2 á föstudögum fyrir kvöldfréttir.
Það er komið að því. Ný Idolstjarna Íslands verður krýnd annað kvöld í Idolhöllinni. Það eru þau Saga Matthildur og Kjalar sem standa tvö eftir og keppast um sigursætið.
Í síðasta þætti af Idol kepptu þau Saga, Kjalar, Bía og Símon ekki aðeins í söng, heldur fékk fjölmiðlamaðurinn Gústi B krakkana einnig til þess að keppa í myndlist.
Á föstudagskvöldum iðar Gufunesið af tónlist og Idol gleði. Þau Magnús Jóhann Ragnarsson, Bergur Einar, Reynir Snær, Ingibjörg Elsa og Daníel Böðvarsson skipa Idol hljómsveitina en Körrent tók púlsinn á þeim og fékk að heyra nánar frá þeirra starfi.
Hin tuttugu og þriggja ára gamla Bía hefur sungið sig inn í hug og hjörtu landsmanna í Idolinu undanfarnar vikur. Ísland í dag heimsótti Bíu til þess að kynnast stelpunni á bak við þessa risastóru rödd.
Undanúrslit Idol fóru fram á föstudaginn og var spennan gríðarleg. Þegar í ljós kom að það væri ekki aðeins einn keppandi sem yrði sendur heim, heldur tveir, jókst spennan umtalsvert.
Símon Grétar Björgvinsson hefur heillað áhorfendur upp úr skónum síðustu vikur í Idolinu. Þrátt fyrir að Idol ævintýri Símons sé nú á enda, bendir allt til þess að tónlistarferill hans sé rétt að byrja.
Söngkonan Bía er komin með stóran aðdáendahóp á Íslandi eftir að hún heillaði þjóðina upp úr skónum með fallegri rödd í Idol.
Rapparinn og raunveruleikastjarnan Bassi Maraj var gestur í fjórða þætti af Körrent. Þar ræddi hann við þáttastjórnendur um allt milli himins og jarðar, þar á meðal hvaða áhrif raunveruleikaþættirnir Æði hafa haft á líf hans.
Fjórir keppendur mættu til leiks í æsispennandi Idol-þætti kvöldsins. Óvænt var tilkynnt um að tveir keppendur yrðu sendir heim eftir símakosningu og því er nú ljóst hvaða tveir keppendur mætast í úrslitum í næstu viku.
Tveir af vinsælustu tónlistarmönnum landsins, Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór, leiða saman hesta sína í laginu „Vinn við það“ sem kom út nú á miðnætti. Lagið gæti auðveldlega orðið einn af stórsmellum ársins.
„Ég held ég sé bara ekki búinn að fatta það að það er fullt af fólki heima í sófa að horfa,“ segir Idol keppandinn Kjalar, sem er einn af þeim fjórum keppendum sem eftir standa í Idol.