Lífið

Tveir kepp­endur sendir heim í kvöld: „Þetta er fá­rán­legt, ég er bara pirraður“

Boði Logason skrifar
Mikil spenna var í Idolhöllinni áður en tilkynnt  var hvaða tveir keppendur þurftu að fara heim.
Mikil spenna var í Idolhöllinni áður en tilkynnt var hvaða tveir keppendur þurftu að fara heim. Hulda Margrét

Þriðji þáttur Idolsins í beinni útsendingu fór fram í Idolhöllinni í kvöld. Þátturinn var æsispennandi, sex keppendur mættu til leiks en aðeins fjórir komust áfram í lok kvölds. Tveir keppendur voru sendir heim.

Þema kvöldsins var Hollywood. Eins og síðustu tvö úrslitakvöld voru örlög keppenda í höndum áhorfenda en ekki dómara og munu úrslit næstu þátta Idolsins ráðast í símakosningu.

Höskuldarviðvörun  ef þú hefur ekki horft á Idol þátt kvöldsins - ekki lesa lengra.

Þegar niðurstaða úr símakosningunni var kynnt kom í ljós að það voru þau Elísabet og Ólafur Jóhann sem þurftu að taka pokann sinn og halda heim á leið. Elísabet söng lagið I Wanna Dance With Somebody með söngkonunni Whitney Houston. Ólafur Jóhann söng lagið Wherever You Will Go með hljómsveitinni The Calling.

Ólafur Jóhann var kosinn heim af þjóðinni. Stöð 2

Herra Hnetusmjör var alls ekki sáttur við að Elísabet var send heim en sagði þó að hann hefðir engar áhyggjur af framtíð hennar „þó það sé gjörsamlega fáránlegt að þú sért að fara hér heim í kvöld. Þú ert stjarna. Þetta er fáránlegt, ég er bara pirraður,“ sagði hann.

Næsta úrslitakvöld af Idol fer fram í Fossaleyni næstkomandi föstudagskvöld og verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2.

Elísabet hefur lokið þáttöku í Idol og heldur nú heim á leið.Stöð 2

Fleiri fréttir

Sjá meira


×