
Idol-stjarna gerist útvarpsmaður
Guðjón Smári Smárason heillaði þjóðina upp úr skónum í Idolinu í vetur. Einstök rödd hans og lífleg framkoma komu honum alla leið í fimm manna úrslit en þar lauk þátttöku hans. Aðdáendur Guðjóns þurfa þó ekki að örvænta því þeir geta nú hlustað á rödd hans í útvarpsþættinum Grjótinu alla miðvikudaga á FM957.