Idol

Idol

Fréttir og greinar tengdar Idol sem hófst á Stöð 2 í nóvember 2022.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Prufur í Idol eru hafnar

Prufur vegna Idol eru hafnar og fara þær næstu fram í Reykjavík um helgina, sunnudaginn 7. maí. Enn er tími til að skrá sig og verða prufur haldnar um land allt í maí.

Lífið
Fréttamynd

Birgir Örn úr Idolinu líklegur til vinsælda

Tónlistarmaðurinn Birgir Örn vakti athygli í Idol seríu Stöðvar 2 í vetur en hann komst í átta manna úrslit, þar sem hann flutti frumsamið lag sem ber heitið Found Each Other. Lagið var í þessari viku kynnt inn sem líklegt til vinsælda á Íslenska listanum á FM957.

Tónlist
Fréttamynd

Idol-stjarna gerist út­­varps­­maður

Guðjón Smári Smárason heillaði þjóðina upp úr skónum í Idolinu í vetur. Einstök rödd hans og lífleg framkoma komu honum alla leið í fimm manna úrslit en þar lauk þátttöku hans. Aðdáendur Guðjóns þurfa þó ekki að örvænta því þeir geta nú hlustað á rödd hans í útvarpsþættinum Grjótinu alla miðvikudaga á FM957.

Lífið
Fréttamynd

Saga Matthildur mætt á Íslenska listann

Idol stjarnan Saga Matthildur er mætt inn á Íslenska listann á FM957 með Idol lagið Leiðina heim. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda í síðustu viku og er nú komið í 18. sæti listans.

Tónlist
Fréttamynd

„Erfitt að vera berskjölduð en ég hef gott af því“

Hin 24 ára gamla Saga Matthildur kom, sá og sigraði Idolið í ár með einstakri rödd sinni og einkennandi dulúð. Frá barnæsku dreymdi hana um að vinna við tónlist en lífið þvældist þó fyrir, sem fékk hana til að missa trúna á sjálfri sér um tíma. Hún hefur nú sigrast á ýmsum hindrunum og er að eigin sögn rétt að byrja. Blaðamaður settist niður með Sögu Matthildi og fékk nánari innsýn í líf hennar og listsköpun.

Lífið
Fréttamynd

Vaktin: Saga Matt­hildur bar sigur úr býtum

Spennan er orðin áþreifanleg. Úrslitakvöld Idol er nefnilega á Stöð 2 í kvöld. Tvö keppa til úrslita, þau Kjalar og Saga Matthildur, sem bæði hafa fangað hjörtu þjóðarinnar. Við fylgjumst auðvitað með úrslitakvöldinu og lýsum framvindunni í Vaktinni á Vísi.

Lífið

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.