HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjá­landi

HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjá­landi

HM kvenna í knattspyrnu fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi dagana 2. júlí til 20. ágúst 2023.

Leikirnir

  Fréttamynd

  Áhugi heimamanna við frostmark en McDonalds borgarar glöddu

  „Borgarar fyrir alla,“ kallaði Ingimar Elí Hlynsson, fararstjóri Icelandair, þegar hann steig út úr leigubíl á torgi nokkru í Pacos de Ferreira með poka fullan af ostborgurum frá McDonald's. Kærkomið fyrir svanga stuðningsmenn í bæ sem virðist ekki hafa átt von á einum né neinum í tengslum við stórleik í fótbolta.

  Sport
  Fréttamynd

  Sara Björk er leikfær og verður í byrjunarliðinu í kvöld

  Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur náð sér af veikindum sem hrjáðu hana og hún verður með íslenska liðinu í leiknum mikilvæga á móti Portúgal í dag en í boði er sæti á heimsmeistaramótinu í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári.

  Fótbolti
  Fréttamynd

  Pallborðið: HM-sæti undir í Portúgal

  Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta getur tryggt sér sæti á HM í fyrsta sinn með sigri á Portúgal í umspili í dag. Leikið er á Estádio da Mata Real í Pacos de Ferreira í Portúgal og hefst leikurinn klukkan 17:00.

  Fótbolti
  Fréttamynd

  „Höfum aldrei nálgast leik þannig“

  Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson og hans teymi telja sig hafa fundið leiðir til að sækja í gegnum portúgalska liðið í dag. Þorsteinn hefur engan áhuga á því að liggja í vörn allan leikinn.

  Fótbolti
  Fréttamynd

  Stuðnings­sveitin lent í Porto

  Flugvél stuðningssveitar íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta lenti á flugvellinum í Porto í Portúgal um klukkan 11 í morgun. Mikil stemmning er í hópnum nú þegar um fimm tímar eru í leik.

  Fótbolti
  Fréttamynd

  Ekkert rætt eða æft fyrir vítakeppni

  Ef að svo fer að úrslitin í leik Portúgals og Íslands í dag ráðast í vítaspyrnukeppni mun Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari hafa hraðar hendur og ákveða hvaða fimm leikmönnum sé best treystandi til að taka víti íslenska liðsins.

  Fótbolti
  Fréttamynd

  Sæti á HM, nístandi vonbrigði eða vító og vesen

  Bandaríkin, Brasilía, Kína, England og mögulega litla Ísland. Það skýrist í kvöld hvort Ísland verður í hópi 32ja bestu þjóða heims á HM kvenna í fótbolta næsta sumar. Mögulega, en það er ólíklegt, þurfa Íslendingar að bíða fram í febrúar á næsta ári með að fá endanlega niðurstöðu.

  Fótbolti
  Fréttamynd

  Mikil til­hlökkun í stuðnings­­mönnum á leið til Porto

  Mikil tilhlökkun var í stuðningsmönnum íslenska kvennalandsliðsins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í morgun þar sem þeir biðu eftir að fara um borð í vél Icelandair á leið til Porto í Portúgal. Stelpurnar okkar mæta landsliði Portúgal síðar í dag.

  Lífið
  Fréttamynd

  Skyndiákvörðun sex meyja af Skaganum

  Þrjár framtíðar landsliðskonur af Skaganum voru heldur betur spenntar fyrir ferðalaginu til Portúgal þegar blaðamaður hitti á þær í flugstöðinni í morgun. Þær segja ekki spurning að stelpurnar okkar vinni sigur ytra í dag og tryggi sér farseðilinn á HM í fyrsta skipti.

  Sport
  Fréttamynd

  „Ömurlegt ef við myndum ekki ná þessu markmiði“

  „Mér finnst eins og við séum búnar að bíða heila eilífð,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji íslenska landsliðsins sem á morgun spilar úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM í fótbolta næsta sumar.

  Fótbolti
  Fréttamynd

  Full vél fer með stuðningsmenn til Portúgal

  Uppselt er í flugvél Icelandair sem fer í dagsferð til Portúgal þar sem íslenska kvennalandsliðið mætir því portúgalska í leik upp á sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári.

  Fótbolti
  Sjá meira
  Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.