Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Wyndham meistaramótið: Henley leiðir enn

Russell Henley er í forystunni á Wyndham meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi eftir þrjá hringi. Henley hefur leitt mótið svo gott sem frá upphafi en hann hefur leikið frábært golf alla þrjá dagana hingað til. 

Golf
Fréttamynd

Spilar golf með vinstri en er rétthent

Kylfingar standa orðlausir þegar þeir sjá Alexöndru Eir Grétarsdóttur frá Stokkseyri spila á völlum landsins því hún slær höggin sín með vinstri hendi þrátt fyrir að vera rétthent.

Innlent
Fréttamynd

„Hann er framtíðin í golfinu“

Bandaríski kylfingurinn Collin Morikawa fagnaði sigri á Opna breska meistaramótinu í golfi í frumraun sinni á mótinu um helgina. Þorsteinn Hallgrímsson, fyrrum Íslandsmeistari í golfi og golfsérfræðingur Stöðvar 2 Sport, segir að um verðandi stórstjörnu sé að ræða.

Golf
Fréttamynd

Fyrrverandi meistarar í efstu sætum

Tveir fyrrverandi meistarar eru í toppsætunum eftir að hafa lokið fyrsta hring á Opna breska meistaramótinu í golfi. Fjöldi kylfinga á þó eftir að ljúka leik í dag.

Golf
Fréttamynd

Strangar reglur fyrir keppendur en fjöldi áhorfenda á The Open

Eftir langa bið vegna kórónuveirufaraldursins verður The Open, eitt risamótanna og elsta golfmót heims, haldið á Englandi um helgina. Keppni hefst í fyrramálið en kylfingar þurfa að gæta þess að fylgja ströngum sóttvarnareglum ella eiga á hættu að vera dæmdir úr keppni.

Golf
Fréttamynd

Vann Opna skoska eftir bráðabana

Ástralinn Min Woo Lee fagnaði sigri á Opna skoska meistaramótinu í golfi í dag eftir gríðarjafna keppni. Þrír kylfingar voru jafnir á toppnum og bráðabana þurfti til að útkljá úrslit mótsins.

Golf
Fréttamynd

Deila forystunni fyrir lokahringinn

Belginn Thomas Detry og Englendingurinn Matt Fitzpatrick leiða Opna skoska meistaramótið í golfi fyrir lokahringinn sem leikinn verður á morgun. Búast má við mikilli spennu á toppnum.

Golf