Næstum því drauma höggið kom á 7. braut sem er par þrír hola. Má segja að þetta hafi verið stöngin út en kúlan skaust í kjölfarið lengst í burtu og kláraði Rahm holuna á pari.
Jon Rahm was so close to just the SEVENTH hole-in-one in Ryder Cup history #RyderCup pic.twitter.com/phe1vfXc6Y
— Ryder Cup (@rydercup) September 29, 2023
Síðasti kylfingurinn til að fara holu í höggi í Ryder bikarnum var Scott Verplank 2006 en Paul Casey gerði slíkt hið sama á sömu holu daginn áður. Hinir eru Peter Butler árið 1973, Nick Faldo 1993, Costantino Rocca og Howard Clark fóru báðir holu í höggi árið 1995 en þó ekki á sömu holu.
Lið Evrópu leiðir Ryder bikarinn eftir fyrsta keppnisdag með nokkrum yfirburðum en keppni hefst á ný undir morgun og hefst útsending frá mótinu kl. 05:30 á Vodafone Sport.