Golf

Ho(v)la(nd) í höggi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Viktor Hovland og félagar hans í Ryder-liði Evrópu eiga harma að hefna gegn Bandaríkjunum eftir tapið fyrir tveimur árum.
Viktor Hovland og félagar hans í Ryder-liði Evrópu eiga harma að hefna gegn Bandaríkjunum eftir tapið fyrir tveimur árum. getty/Richard Heathcote

Lið Evrópu á von á góðu í Ryder-bikarnum ef marka má spilamennsku Viktors Hovland á æfingahring í dag.

Hovland fór nefnilega holu í höggi á fimmtu holu sem er par fjögur hola á Marco Simone vellinum í Róm á Ítalíu. 

Sem betur fer var kveikt á myndavélunum og höggið ótrúlega náðist því á myndband. Það má sjá hér fyrir neðan.

Hovland og nokkrir liðsfélaga hans fögnuðu afrekinu skiljanlega vel. Þeir vonast þó væntanlega eftir að fagna meira um helgina.

Hovland er að fara að keppa í Ryder-bikarnum í annað sinn. Norðmaðurinn þreytti Ryder-frumraun sína fyrir tveimur árum þegar Evrópa laut í lægra haldi fyrir Bandaríkjunum, 19-9.

Ryder-bikarinn hefst á morgun og lýkur á sunnudaginn. Sýnt verður beint frá öllum keppnisdögunum á Vodafone Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×