Golf

Logi Sigurðsson tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með frábærum lokahring

Siggeir Ævarsson skrifar
Fegðarnir Logi Sigurðsson og Sigurður Sigurðsson en Sigurður varð Íslandsmeistari 1983
Fegðarnir Logi Sigurðsson og Sigurður Sigurðsson en Sigurður varð Íslandsmeistari 1983 SETH@GOLF.IS

Logi Sigurðsson úr golfklúbbi Suðurnesja er Íslandsmeistari karla í golfi 2023 eftir frábæran lokahring í dag. Logi lék á 66 höggum eða á 5 höggum undir pari og skaust upp fyrir Hlyn Geir Hjartarson sem leiddi eftir keppni gærdagsins.

Keppnin í dag varð æsispennandi en Hlynur náði sér á strik á ný á síðustu holunum svo að úrslitin réðust ekki fyrr en á 18. holu. Logi leiddi með 2 höggum fyrir hana en Hlynur fór hana á fjórum. Logi valdi mögulega ranga kylfu og lenti í smá brasi, en kláraði brautina á fimm höggum og landaði Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta sinn.

Keppni í kvennaflokki er ekki lokið. Efstu keppendur eru að klára síðustu holurnar en þær Ragnhildur Sigurðardóttir og Hulda Klara Gestsdóttir eru efstar báðar á einu höggi undir pari og eiga þrjár holur eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×