Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Í beinni í dag: Einn leikur á dagskrá

Eftir frábæran dag hjá okkur í gær þar sem við vorum með 12 beinar útsendingar þá er dagurinn í dag töluvert rólegri. Aðeins einn leikur er á dagskrá en það er viðureign West Bromwich Albion og Stoke City í ensku B-deildinni.

Sport
Fréttamynd

Markasúpa í Reykjavíkurmótinu

Alls fóru þrír leikir fram í Reykjavíkurmóti karla og kvenna í fótbolta í dag en leikið var að venju í Egilshöllinni. Fjölnir vann 5-3 sigur á Fylki karlamegin sem og KR vann Þrótt Reykjavík 2-0. Kvennamegin vann Valur öruggan 4-1 sigur á Fjölni.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjóðheitur Ronaldo sá um Parma

Cristiano Ronaldo sá til þess að Juventus landaði þremur stigum gegn Parma í leik liðanna í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 2-1 Juventus í vil. Þá vann Roma 3-1 sigur á Genoa.

Fótbolti
Fréttamynd

Liverpool búið að halda hreinu sjö leiki í röð

Liverpool er fyrsta lið ensku úrvalsdeildarinnar til að halda hreinu í sjö leiki í röð síðan Manchester United gerði það tímabilið 2008/2009. Man Utd hélt á endanum hreinu í 14 leikjum í röð og það er spurning hvort Liverpool nái einnig að brjóta það met á þessari mögnuðu leiktíð sem liðið er að eiga.

Enski boltinn
Fréttamynd

Henderson og Salah fóru varlega í yfirlýsingar eftir leik

Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, og Mo Salah pössuðu sig að vera ekki með neinar digurbarkalegar yfirlýsingar að loknum 2-0 sigri liðsins gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni fyrr í dag. Sigurinn þýðir að Liverpool er nú með 16 stiga forskot á toppi deildarinnar, ásamt því að eiga leik til góða. Þeir félagar ræddu við Sky Sports eftir leikinn.

Enski boltinn
Fréttamynd

Tröllið Van Dijk markahæstur frá upphafi síðustu leiktíðar

Virgil Dan Dijk er ekki aðeins klettur í vörn Liverpool sem virðist varla geta fengið á sig mark heldur er Hollendingurinn markahæsti varnarmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá uppahfi síðustu leiktíðar. Skoraði hann eina mark fyrri hálfleiks í stórleik Liverpool og Manchester United á Anfield sem er ólokið.

Enski boltinn