Chelsea sagt vera að fá franskan varnarmann undan nefi Tottenham Hinn 22 ára gamli Jules Koundé, varnarmaður Sevilla á Spáni, er sagður vera langt komin í viðræðum við Chelsea um að ganga í raðir Meistaradeildarmeistaranna. Koundé var í viðræðum við Tottenham en hann vill spila Meistaradeildarfótbolta. Fótbolti 27. júlí 2021 17:45
Rooney meiddi eigin leikmann á æfingu Vandamálin hrannast upp hjá Wayne Rooney og enska B-deildarliðinu Derby County. Enski boltinn 27. júlí 2021 16:30
Varsla Hannesar á víti Messi borgar sig í kínverskum stórauglýsingum Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður og leikstjóri, fékk heilan helling af tilboðum um að leikstýra auglýsingum og fleiri verkefnum frá Kína eftir að auglýsing hans fyrir Coca-Cola var sýnd á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu árið 2018. Lífið 27. júlí 2021 16:01
Skoraði á 22 mínútna fresti í riðlakeppninni og setti Ólympíumet Hollenska markamaskínan Vivianne Miedema setti met þegar riðlakeppninni í fótbolta kvenna á Ólympíuleikunum í Tókýó lauk í dag. Fótbolti 27. júlí 2021 14:29
Lof og last 14. umferðar: Lennon, Sindri Kristinn, sóknarleikur KR, andleysi Fylkis og fljótfærir Blikar Fjórtándu umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur mikið gengið á undanfarna tvo daga og hér að neðan má sjá hvað á skilið lof, hvað á skilið last og hvað flokkast sem hvorki né. Íslenski boltinn 27. júlí 2021 12:30
Alderweireld farinn til Katar Belgíski landsliðsmaðurinn Toby Alderweireld er farinn frá Tottenham til Al-Duhail í Katar. Enski boltinn 27. júlí 2021 11:17
David Winnie mætti á KR-völlinn í gærkvöldi og KR-liðið svaraði með stórleik KR-ingar voru í miklu stuði í 4-0 sigri á Fylki í fjórtándu umferð Pepsi Max deildar karla í gærkvöldi. Íslenski boltinn 27. júlí 2021 10:01
Kopardrottningin sem ætlar að verða best í heimi Ein óvæntasta stjarna Ólympíuleikanna í Tókýó er fótboltakonan Barbra Banda frá Sambíu. Hún hefur þegar skráð nafn sitt í sögubækur Ólympíuleikanna. Fótbolti 27. júlí 2021 09:01
Sjáðu mörkin í flottustu frammistöðu KR-liðsins í allt sumar KR-ingar komust upp í þriðja sæti Pepsi Max deildar karla eftir sannfærandi 4-0 sigur á Fylki í Vesturbænum í gærkvöldi en þetta var lokaleikur fjórtándu umferðarinnar. Íslenski boltinn 27. júlí 2021 08:00
Erik Lamela sá seinasti af „hinum stórkostlegu sjö“ til að yfirgefa Tottenham Árið 2013 varð Gareth Bale dýrasti leikmaður sögunnar þegar hann gekk til liðs við Real Madrid frá Tottenham fyrir rúmlega 85 milljónir punda. Lundúnaliðið fór mikinn á leikmannamarkaðnum það sumarið og fjárfesti í sjö leikmönnum sem stundum voru kallaðir „The magnificent seven,“ eða „hinir stórkostlegu sjö.“ Enski boltinn 27. júlí 2021 07:00
Sjáðu þegar að Óskar Örn skoraði deildarmark númer hundrað í kvöld Óskar Örn Hauksson, leikmaður KR, náði þeim merka áfanga í leik liðsins gegn Fylki í kvöld að skora sitt hundraðasta mark í deildarkeppni á ferlinum. Íslenski boltinn 26. júlí 2021 23:30
FH-ingar skoruðu sjö, þrenna í Grindavík og Víkingur og Afturelding með góða sigra Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í kvöld. FH-ingar unnu 7-1 stórsigur þegar Augnablik mætti í heimsókn, Víkingur vann góðan 2-0 heimasigur gegn Haukum, Grindvíkingar komust upp úr fallsæti þegar Christabel Oduro skoraði þrennu í 3-1 sigri gegn Gróttu og Afturelding vann 2-0 útisigur gegn HK. Íslenski boltinn 26. júlí 2021 22:49
Umfjöllun og viðtöl: KR - Fylkir 4-0 | KR-ingar ekki í neinum vandræðum á heimavelli KR-ingar lentu ekki í neinum vandræðum þegar Fylkismenn mættu í Vesturbæinn í kvöld. Lokatölur 4-0 sigur heimamanna og sigurinn lyftir KR-ingum upp í þriðja sæti Pepsi Max deildarinnar. Íslenski boltinn 26. júlí 2021 22:06
Manchester United og Real Madrið sögð hafa náð samkomulagi um kaupverðið á Varane Raphaël Varane er við það að ganga í raðir Manchester United frá Real Madrid. Kaupverðið er sagt vera 41 milljón punda. Enski boltinn 26. júlí 2021 22:01
Rúnar: Heimavöllurinn skiptir gríðarlega miklu máli Rúnar Kristinsson, þjálfari KR var að vonum gríðarlega sáttur með 4-0 sigur sinna manna í kvöld gegn Fylkismönnum. Íslenski boltinn 26. júlí 2021 21:38
Leiknismenn í sóttkví eftir að leikmaður liðsins greindist með veiruna Leikmannahópur Leiknis R. er kominn í sóttkví eftir að leikmaður liðsins greindist með kórónaveiruna. Íslenski boltinn 26. júlí 2021 20:31
Elías Már á leið í frönsku B-deildina Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson er að ganga í raðir franska B-deildarliðsins Nimes frá hollenska liðinu Excelsior. Fótbolti 26. júlí 2021 20:00
Virgil van Dijk gæti snúið aftur á fimmtudaginn Virgil van Dijk, miðvörður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, gæti snúið aftur á knattspyrnuvöllinn næsta fimmtudag þegar að liðið mætir Herthu Berlín í æfingaleik. Van Dijk hefur verið frá vegna meiðsla í níu mánuði. Enski boltinn 26. júlí 2021 19:30
Tottenham fær spænskan landsliðsmann Enska knattspyrnufélagið Tottenham Hotspur hefur samið við spænska landsliðsmannin Bryan Gil. Hann kemur til félagsins frá Sevilla og skrifar undir fimm ára samning. Enski boltinn 26. júlí 2021 18:01
FH og Keflavík mætast tvisvar í Pepsi Max deildinni með fjögurra daga millibili Til að koma fyrir tveimur frestuðum leikjum úr sjöundu umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu hefur KSÍ þurft að gera frekari breytingar. Íslenski boltinn 26. júlí 2021 17:15
Þurfti ekki að fara í lögfræðina og átti stórleik Víkingurinn Kristall Máni Ingason lék afar vel í sigrinum á Stjörnunni og fékk mikið hrós fyrir frammistöðu sína í Pepsi Max Stúkunni. Íslenski boltinn 26. júlí 2021 14:45
Tímaspursmál hvenær Varane fer til United Aðeins tímaspursmál er hvenær franski varnarmaðurinn Raphaël Varane gengur í raðir Manchester United frá Real Madrid. Enski boltinn 26. júlí 2021 13:30
Jafnaði þrjátíu ára markamet Gumma Steins í gærkvöldi Danski framherjinn Nikolaj Hansen er kominn með þrettán mörk í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu eftir tvö mörk á móti Stjörnunni í gær. Íslenski boltinn 26. júlí 2021 13:01
Hljóp inn á völlinn og fékk eiginhandaráritun frá Haaland í miðjum leik Norðmaðurinn Erling Braut Haaland er framtíðarstórstjarna fótboltans þrátt fyrir ungan aldur. Það eru því margir sem vilja fá eiginhandaráritun frá kappanum en sumir ganga þó lengra en aðrir. Fótbolti 26. júlí 2021 11:30
Smit hjá Fylki og leiknum gegn Val frestað Leikmaður Fylkis hefur greinst með kórónuveiruna og liðið er komið í sóttkví. Íslenski boltinn 26. júlí 2021 11:15
Skoraði af 58,8 metra færi í gær: Þetta var eitthvað sem menn voru búnir að ræða Stjörnumaðurinn Oliver Haurits opnaði markareikning sinn á Íslandi með mögnuðu marki í Víkinni í gærkvöldi. Pepsi Max Stúkna ræddi markið sérstaklega. Íslenski boltinn 26. júlí 2021 10:30
Mark frá miðju og viðstöðulaus negla vindsins: Sjáðu öll mörkin í Pepsi Max Það var nóg af mörkum í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í gær þegar fimm af sex leikjum fjórtándu umferðar fóru fram. Íslenski boltinn 26. júlí 2021 08:01
Arnór Ingvi lagði upp mark í sigri toppliðsins í bandarísku deildinni Arnór Ingvi Traustason og félagar í New England Revolution náðu sjö stiga forystu í Austurdeild bandarísku MLS deildarinnar eftir sigur í nótt. Fótbolti 26. júlí 2021 07:30
Ný sönnunargögn í máli Man. City - Átt í stappi við úrvalsdeildina bakvið tjöldin í tvö ár Fregnir frá Englandi herma að mál Englandsmeistara Manchester City vegna brota á reglum um fjárhagslega háttvísi kunni að verða tekið upp að nýju og að ný sönnunargögn um meint brot félagsins séu fyrir hendi. City var sýknað af brotum fyrir Alþjóðaíþróttadómstólnum í fyrra. Fótbolti 26. júlí 2021 07:01
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Breiðablik 2-0 | Blikar dragast aftur úr toppliðunum Keflavík vann nokkuð óvæntan 2-0 sigur á Breiðabliki suður með sjó í leik sem fór fram í 14. umferð Pepsi Max deildar karla. Íslenski boltinn 25. júlí 2021 23:19